Fréttablaðið - 17.05.2013, Síða 54

Fréttablaðið - 17.05.2013, Síða 54
17. maí 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | 34 Sveitaballahjómsveitin Æfing frá Flateyri hefur gefið út sína fyrstu plötu, Fyrstu 45 árin. Alls kyns tónlistarstefnur eru á plöt- unni, m.a. vals, kántrí, rokkabillý, ballöð- ur, vögguvísur og hipparokk. Núverandi meðlimir sveitarinnar eru Árni Bene- diktsson, Siggi Björns, Jón Ingiberg Guð- mundsson, Ásbjörn Þ. Björgvinsson og Fjallabróðirinn Halldór Gunnar Pálsson. Æfing var stofnuð árið 1968 og lagði í fram- haldinu ballmarkaðinn á Vestfjörðum og nærsveitum undir sig næstu tuttugu árin. Eftir langt hlé var hljómsveitin endurvakin árið 2009. Á hvítasunnunni verða veglegir útgáfutón- leikar á stóra sviði Samkomuhússins á Flat- eyri. Á næsta ári spilar hljómsveitin svo á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður á Ísa- firði. Fyrsta plata Æfi ngar Sveitaballasveitin Æfi ng frá Flateyri gefur út fyrstu plötuna. ÆFING Strákarnir í Æfingu hafa gefið út sína fyrstu plötu. „Eins og er get ég lítið tjáð mig um hlut- verkið því enn er verið að ganga frá málun- um. En þetta er alveg þokkalegt hlutverk,“ segir leikarinn Gísli Örn Garðarsson. Hann mun fara með hlutverk í spennumynd- inni Terra Infirma í leikstjórn Christ- ophers Cain. Myndinni er lýst sem „indie“ umhverfistrylli og er framleidd af banda- ríska framleiðslufyrirtækinu Greenwomb. Samkvæmt Gísla Erni gerist myndin í framtíðinni og tengist söguþráðurinn meng- un jarðar og áhrifum hennar á náttúruna. Einn af framleiðendum Terra Infirma er útvarpskonan og heilsufrömuðurinn Mar- grét Hrafnsdóttir. „Margrét kom á sýningu með Vesturporti ásamt handritshöfundi myndarinnar, þannig að hún var kveikjan að þessu samstarfi,“ útskýrir Gísli Örn. Leikstjóri myndarinnar, Christopher Cain, er gamalreyndur í faginu og leik- stýrði meðal annars vestranum Young Guns frá árinu 1988. Myndin skartaði bræðrun- um Emilio Estevez og Charlie Sheen í aðal- hlutverkum auk Kiefers Sutherland og Lous Diamonds Phillips. „Young Guns var ein af mínum uppáhaldsmyndum og Emilio varð minn uppáhaldsleikari í kjöl- farið. Ég held ég hafi séð allar myndirnar hans eftir þetta,“ segir Gísli Örn og hlær. Gísli heldur til Þýskalands í júlí í þeim tilgangi að setja upp Ofviðrið í München ásamt Birni Helgasyni ljósahönnuði og Berki Jónssyni leikmyndahönnuði. Í ágúst stígur hann svo á svið í Ósló í uppsetningu á Hamskipt- unum. Gísli mun ekki eiga í neinum vandræðum með að fara með textann á norsku því hann ólst þar upp. „Ég er altalandi á norsku og ég hlakka mikið til að setja upp verkið þar. Það er alltaf ákveðin nostalgía sem fylgir því að koma aftur til gömlu heimahaganna í Noregi.“ - sm Vinnur með leik- stjóra Young Guns Gísli Örn Garðarsson er með mörg járn í eldinum. Leikarinn eyðir sumrinu í útlöndum og leikur í glænýrri spennumynd. Í LIÐ MEÐ CAIN Gísli Örn Garðarsson fer með hlutverk í kvikmyndinni Terra Infirma. Christ opher Cain leikstýrir henni, en hann á heiðurinn af klassíkinni Young Guns. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI YOUNG GUNS Emilio Estevez í hlutverki sínu í vestranum vinsæla. Jennifer Lopez útilokar ekki að hún muni ganga í hjónaband með kærasta sínum, dansaranum Casper Smart, í framtíðinni. Þetta segir hún í viðtali við ET Online. „Hann er mjög skapandi. Hann veit hverju ég vil ná fram, hann hjálpar mér og ég hjálpa honum og það virk- ar vel,“ sagði leik- og söngkonan. Smart hefur samið dansana fyrir tónlistarmyndbönd Lopez, nú síðast við lagið Live it, og sést gjarnan í myndböndum söngkonunnar. Lopez segir sambandið heilbrigt og gott og útilokar ekki brúðkaup í framtíðinni. „Mér finnst gaman að vera gift,“ segir Lopez, en hún á þrjú hjónabönd að baki. Lopez útilokar ekki brúðkaup Bandaríska þungarokkhljómsveitin Slayer hefur tilkynnt að athöfn verði haldin í Hollywood í næstu viku til minningar um gítarleikarann Jeff Hanneman. Hann lést fyrir tveimur vikum úr lifrarbilun eftir að hafa verið bitinn af könguló. Hinn 49 ára Hann- eman, sem samdi lög Slayer á borð við Raining Blood og Angel of Death, var bitinn árið 2011 og hafði glímt við erfið veikindi síðan þá. Athöfnin verður á tónleikastaðnum Holly- wood Palladium og á að standa yfir í fjórar klukkustundir. Til minningar um Hanneman

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.