Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.05.2013, Qupperneq 54

Fréttablaðið - 17.05.2013, Qupperneq 54
17. maí 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | 34 Sveitaballahjómsveitin Æfing frá Flateyri hefur gefið út sína fyrstu plötu, Fyrstu 45 árin. Alls kyns tónlistarstefnur eru á plöt- unni, m.a. vals, kántrí, rokkabillý, ballöð- ur, vögguvísur og hipparokk. Núverandi meðlimir sveitarinnar eru Árni Bene- diktsson, Siggi Björns, Jón Ingiberg Guð- mundsson, Ásbjörn Þ. Björgvinsson og Fjallabróðirinn Halldór Gunnar Pálsson. Æfing var stofnuð árið 1968 og lagði í fram- haldinu ballmarkaðinn á Vestfjörðum og nærsveitum undir sig næstu tuttugu árin. Eftir langt hlé var hljómsveitin endurvakin árið 2009. Á hvítasunnunni verða veglegir útgáfutón- leikar á stóra sviði Samkomuhússins á Flat- eyri. Á næsta ári spilar hljómsveitin svo á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður á Ísa- firði. Fyrsta plata Æfi ngar Sveitaballasveitin Æfi ng frá Flateyri gefur út fyrstu plötuna. ÆFING Strákarnir í Æfingu hafa gefið út sína fyrstu plötu. „Eins og er get ég lítið tjáð mig um hlut- verkið því enn er verið að ganga frá málun- um. En þetta er alveg þokkalegt hlutverk,“ segir leikarinn Gísli Örn Garðarsson. Hann mun fara með hlutverk í spennumynd- inni Terra Infirma í leikstjórn Christ- ophers Cain. Myndinni er lýst sem „indie“ umhverfistrylli og er framleidd af banda- ríska framleiðslufyrirtækinu Greenwomb. Samkvæmt Gísla Erni gerist myndin í framtíðinni og tengist söguþráðurinn meng- un jarðar og áhrifum hennar á náttúruna. Einn af framleiðendum Terra Infirma er útvarpskonan og heilsufrömuðurinn Mar- grét Hrafnsdóttir. „Margrét kom á sýningu með Vesturporti ásamt handritshöfundi myndarinnar, þannig að hún var kveikjan að þessu samstarfi,“ útskýrir Gísli Örn. Leikstjóri myndarinnar, Christopher Cain, er gamalreyndur í faginu og leik- stýrði meðal annars vestranum Young Guns frá árinu 1988. Myndin skartaði bræðrun- um Emilio Estevez og Charlie Sheen í aðal- hlutverkum auk Kiefers Sutherland og Lous Diamonds Phillips. „Young Guns var ein af mínum uppáhaldsmyndum og Emilio varð minn uppáhaldsleikari í kjöl- farið. Ég held ég hafi séð allar myndirnar hans eftir þetta,“ segir Gísli Örn og hlær. Gísli heldur til Þýskalands í júlí í þeim tilgangi að setja upp Ofviðrið í München ásamt Birni Helgasyni ljósahönnuði og Berki Jónssyni leikmyndahönnuði. Í ágúst stígur hann svo á svið í Ósló í uppsetningu á Hamskipt- unum. Gísli mun ekki eiga í neinum vandræðum með að fara með textann á norsku því hann ólst þar upp. „Ég er altalandi á norsku og ég hlakka mikið til að setja upp verkið þar. Það er alltaf ákveðin nostalgía sem fylgir því að koma aftur til gömlu heimahaganna í Noregi.“ - sm Vinnur með leik- stjóra Young Guns Gísli Örn Garðarsson er með mörg járn í eldinum. Leikarinn eyðir sumrinu í útlöndum og leikur í glænýrri spennumynd. Í LIÐ MEÐ CAIN Gísli Örn Garðarsson fer með hlutverk í kvikmyndinni Terra Infirma. Christ opher Cain leikstýrir henni, en hann á heiðurinn af klassíkinni Young Guns. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI YOUNG GUNS Emilio Estevez í hlutverki sínu í vestranum vinsæla. Jennifer Lopez útilokar ekki að hún muni ganga í hjónaband með kærasta sínum, dansaranum Casper Smart, í framtíðinni. Þetta segir hún í viðtali við ET Online. „Hann er mjög skapandi. Hann veit hverju ég vil ná fram, hann hjálpar mér og ég hjálpa honum og það virk- ar vel,“ sagði leik- og söngkonan. Smart hefur samið dansana fyrir tónlistarmyndbönd Lopez, nú síðast við lagið Live it, og sést gjarnan í myndböndum söngkonunnar. Lopez segir sambandið heilbrigt og gott og útilokar ekki brúðkaup í framtíðinni. „Mér finnst gaman að vera gift,“ segir Lopez, en hún á þrjú hjónabönd að baki. Lopez útilokar ekki brúðkaup Bandaríska þungarokkhljómsveitin Slayer hefur tilkynnt að athöfn verði haldin í Hollywood í næstu viku til minningar um gítarleikarann Jeff Hanneman. Hann lést fyrir tveimur vikum úr lifrarbilun eftir að hafa verið bitinn af könguló. Hinn 49 ára Hann- eman, sem samdi lög Slayer á borð við Raining Blood og Angel of Death, var bitinn árið 2011 og hafði glímt við erfið veikindi síðan þá. Athöfnin verður á tónleikastaðnum Holly- wood Palladium og á að standa yfir í fjórar klukkustundir. Til minningar um Hanneman
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.