Fréttablaðið - 25.05.2013, Síða 22
25. maí 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 22
Það er sólríkur snemmsumarsmorgun er Elínrós tekur á móti blaðamanni í fallegu húsi í Vesturbænum. Hún er nýflutt þangað aftur eftir nokkurra ára búsetu á Sel-tjarnarnesinu. Hér kann Elínrós best við sig enda uppal-in Vesturbæingur. „Ég kann best við mig þegar ég er í göngufæri við allt,
get gengið með strákunum í skólann og í vinnuna á morgnana. Það
er svo mikið frelsi sem fylgir því að ferðast um á tveimur jafn-
fljótum, svo ekki sé minnst á hvað það er umhverfisvænt.“
Elínrós hefur komið víða við á lífsleiðinni þó að nú sé hún þekkt-
ust sem stjórnandi fatamerkisins ELLU. Hún hefur starfað sem
blaðamaður, er menntuð í sálfræði og með MBA-nám í stjórnun og
fyrirtækjarekstri frá Háskólanum í Reykjavík. Á tíu ára planinu er
síðan doktorspróf í hagfræði, en Elínrós hefur gríðarlegan áhuga á
tölum og tölfræði.
„Ég hugsa í tölum og þarf alltaf að fá að vita tölurnar á bak við
allt sem ég tek mér fyrir hendur. Við mælum velgengni í tölum og
jafnvel hönnunarteymið mitt er meðvitað um tölurnar á bak við
hverja flík, hvað virkar og hvað ekki.“
Líður vel í móðurhlutverkinu
Elínrós á þrjá drengi. Sá elsti er sautján ára menntaskólanemi, en
hún var 21 árs gömul er hún eignaðist hann og alveg blaut á bak við
eyrun varðandi móðurhlutverkið að eigin sögn. Faðir hans er Elfar
Aðalsteinsson kvikmyndagerðamaður, sem vann Edduna fyrr á árinu
fyrir stuttmyndina Sail Cloth.
„Ég man eftir því að hafa verið með litla strákinn minn á mjöðm-
inni og verið að spá í því hvernig í ósköpunum ég ætti að komast í
sturtu. Helst vildi ég bara sitja og horfa á hann. Enda var þetta ást
við fyrstu sín, fullkomið sköpunarverk sem fékk mig til að elska
sjálfa mig í fyrsta skiptið. Við mæðginin erum mjög náin og í gegn-
um tíðina hef ég þurft að biðja hann um að sýna mér skilning, ég
sé að gera þetta allt saman í fyrsta sinn,“ segir Elínrós brosandi og
bætir við hún kunni mjög vel við sig í móðurhlutverkinu.
„Tveir yngstu drengirnir mínir eru í Landakotsskóla og mér
líður best með alla strákana mína hjá mér. Ég hef tamið mér lífs-
stíl sem einkennist af því að við erum öll saman. Þeir eru ótrú-
legir allir með tölu og ég blessuð að eiga þá. Þeir eru miklir þátt-
takendur í mínu lífi og ég í þeirra.“
Missti áhugann á tískuheiminum
Elínrós segist ekki hafa getað beðið eftir að verða fullorðin þegar hún
var yngri. Geta klæðst klassískum fögrum flíkum og látið til sín taka
í samfélaginu. Þegar hún síðan varð fullorðin fannst henni eins
Leitar stöðugt
í nýjar áskoranir
Elínrós Líndal hefur á fáum árum tekist að búa til farsælt fatamerki
með umhverfissjónarmið og samfélagsvitund að leiðarljósi. Hún kann
best við sig utan þægindarammans og stefnir á að berjast fyrir hug-
sjónum í þágu alþjóðasamfélagsins í framtíðinni.
Álfrún
Pálsdóttir
alfrun@frettabladid.is
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI