Fréttablaðið - 25.05.2013, Síða 22

Fréttablaðið - 25.05.2013, Síða 22
25. maí 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 22 Það er sólríkur snemmsumarsmorgun er Elínrós tekur á móti blaðamanni í fallegu húsi í Vesturbænum. Hún er nýflutt þangað aftur eftir nokkurra ára búsetu á Sel-tjarnarnesinu. Hér kann Elínrós best við sig enda uppal-in Vesturbæingur. „Ég kann best við mig þegar ég er í göngufæri við allt, get gengið með strákunum í skólann og í vinnuna á morgnana. Það er svo mikið frelsi sem fylgir því að ferðast um á tveimur jafn- fljótum, svo ekki sé minnst á hvað það er umhverfisvænt.“ Elínrós hefur komið víða við á lífsleiðinni þó að nú sé hún þekkt- ust sem stjórnandi fatamerkisins ELLU. Hún hefur starfað sem blaðamaður, er menntuð í sálfræði og með MBA-nám í stjórnun og fyrirtækjarekstri frá Háskólanum í Reykjavík. Á tíu ára planinu er síðan doktorspróf í hagfræði, en Elínrós hefur gríðarlegan áhuga á tölum og tölfræði. „Ég hugsa í tölum og þarf alltaf að fá að vita tölurnar á bak við allt sem ég tek mér fyrir hendur. Við mælum velgengni í tölum og jafnvel hönnunarteymið mitt er meðvitað um tölurnar á bak við hverja flík, hvað virkar og hvað ekki.“ Líður vel í móðurhlutverkinu Elínrós á þrjá drengi. Sá elsti er sautján ára menntaskólanemi, en hún var 21 árs gömul er hún eignaðist hann og alveg blaut á bak við eyrun varðandi móðurhlutverkið að eigin sögn. Faðir hans er Elfar Aðalsteinsson kvikmyndagerðamaður, sem vann Edduna fyrr á árinu fyrir stuttmyndina Sail Cloth. „Ég man eftir því að hafa verið með litla strákinn minn á mjöðm- inni og verið að spá í því hvernig í ósköpunum ég ætti að komast í sturtu. Helst vildi ég bara sitja og horfa á hann. Enda var þetta ást við fyrstu sín, fullkomið sköpunarverk sem fékk mig til að elska sjálfa mig í fyrsta skiptið. Við mæðginin erum mjög náin og í gegn- um tíðina hef ég þurft að biðja hann um að sýna mér skilning, ég sé að gera þetta allt saman í fyrsta sinn,“ segir Elínrós brosandi og bætir við hún kunni mjög vel við sig í móðurhlutverkinu. „Tveir yngstu drengirnir mínir eru í Landakotsskóla og mér líður best með alla strákana mína hjá mér. Ég hef tamið mér lífs- stíl sem einkennist af því að við erum öll saman. Þeir eru ótrú- legir allir með tölu og ég blessuð að eiga þá. Þeir eru miklir þátt- takendur í mínu lífi og ég í þeirra.“ Missti áhugann á tískuheiminum Elínrós segist ekki hafa getað beðið eftir að verða fullorðin þegar hún var yngri. Geta klæðst klassískum fögrum flíkum og látið til sín taka í samfélaginu. Þegar hún síðan varð fullorðin fannst henni eins Leitar stöðugt í nýjar áskoranir Elínrós Líndal hefur á fáum árum tekist að búa til farsælt fatamerki með umhverfissjónarmið og samfélagsvitund að leiðarljósi. Hún kann best við sig utan þægindarammans og stefnir á að berjast fyrir hug- sjónum í þágu alþjóðasamfélagsins í framtíðinni. Álfrún Pálsdóttir alfrun@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.