Fréttablaðið - 25.05.2013, Page 24

Fréttablaðið - 25.05.2013, Page 24
25. maí 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 24 og tískuheimurinn væri að hvetja hana til að klæðast sama fatnaði og unglingsstúlkur, að mæður ættu að „yngja sig upp með klæðaburð- inum“. Þessi upplifun Elínrósar var í raun upphafið að fatamerkinu ELLU, sem er þekkt fyrir góð snið og klassískan fatnað úr gæðaefni fyrir hugsandi konur. „Ég hafði alltaf mikinn áhuga á tískuheiminum en missti hann svo á tímabili. Hann var að upp- hefja gildi sem ég gat ekki verið sammála eins og æskudýrkun og líkamspressu. Til dæmis Karl Lager feld, hann er eflaust frá- bær fatahönnuður en ég ber ekki virðingu fyrir honum. Mér finnst fráleitt að hann hvetji konur til að líta út eins og Victoria Beckham, sem er augljóslega kvalin af van- næringu,“ segir Elínrós, sem lang- aði að búa til klassískar flíkur sem endast í áraraðir. Elínrós lýsir sér sem „algerri stelpu-stelpu“ sem þó búi yfir gaurslegum eiginleikum sem geri það að verkum að hún lætur aldrei neinn vaða yfir sig. Hún æfði ball- ett í tíu ár sem barn en var óhrædd við að láta villingana í hverfinu heyra það ef henni þóknaðist. „Ef mér misbýður eitthvað læt ég í mér heyra. Ég er með bein í nefinu og læt fátt stöðva mig. Ég ætla að klára doktorspróf fyrir fimmtugt í hagfræði og koma ELLU á þann stað að það verði fyrir tæki sem Ísland getur verið stolt af í framtíðinni.“ Umvafin töffurum í ELLU Elínrós stofnaði fatamerkið ELLU fyrir þremur árum í bílskúrnum heima hjá sér. Það var með ráðum gert enda hafa flestöll góð fyrir- tæki verið stofnuð í bílskúrum að hennar sögn. Elínrós var á undan sinni samtíð er hún byrjaði að tala um hæg tísku (e. slow fashion) sem gerir út á klassískan fatnað úr gæða efnum. Fatnað sem endist ævi- langt, þarf minna að þvo og er þar af leiðandi umhverfisvænni. Með henni í fyrir tækinu eru meðal ann- ars þær Katrín Káradóttir hönn- uður og Lilja Björg Rúnarsdóttir klæðskeri. „Þær eru algjörir töffarar, konur sem ég myndi treysta fyrir lífi mínu. Enda er Katrín Kára reyndur fjallaleiðsögumaður og kallar ekki allt ömmu sína og Lilja Björg vann áður hjá álverinu, með vinnuvélaréttindi og meirapróf. Þessar ofurkonur eru lykillinn að velgengni ELLU, algjörir snill- ingar í sínum fögum og ég geri mitt allra besta til að vera ekki fyrir þeim,“ segir Elínrós og bætir við að þær séu allar ólíkar. „Ég er frum kvöðullinn sem er að draga vagninn og þær sérfræðingarnir.” Áhugi að utan Í dag er ELLA búið að festa sig í sessi sem virt fatamerki hér á landi með fastan hóp viðskiptavina á bilinu 15 til 80 ára. Merkið hlaut á dögunum alþjóðlega viðurkenningu Bláa fiðrildisins, fyrir fagleg vinnu- brögð og góða viðskiptahætti. Þar með er ELLA komið í hóp með virt- um tískuhúsum úti í heimi á borð við Christian Dior. „Nú er neytandinn orðinn með- vitaðri um hvaðan varan sem hann kaupir kemur. Það hefur orðið vitundarvakning í alþjóða- samfélaginu, til dæmis í tengslum við atburðina í Bangladess. Þú ert kannski með jakka sem kostar fimmtíu þúsund krónur en er úr gæðaefnum og ætti því að endast þér út lífsleiðina. Það þarf engan stærðfræðisnilling til að reikna út að sá jakki kostar ekki svo mikið til langs tíma litið. Veistu hvað við notum í raun mikið af fata- skápunum okkar? 80% af tíman- um notarðu einungis 20% af fata- skápnum.“ Það stendur ekki á áhuganum frá útlöndum en Elínrós heldur að sér höndum í þeim efnum enda á fyrirtækið nóg með að anna eftir- spurn hérna heima. Hún segir Íslendinga vera allt of gjarna á að hvetja ung fyrirtæki í útrás snemma án þess að hugsa um afleiðingarnar. „Velgengnishlutfall fatafyrirtækja þrjú ár eftir stofn- un er sjö prósent, eftir fimm ár en það ennþá lægra, eða eitt prósent. Lifi maður það af er maður kom- inn á ágætan stað,“ segir Elínrós, sem hefur hingað til hafnað þeim erlendu aðilum sem sýna merkinu áhuga. „Það er mjög hollt að segja nei stundum. Ég er mikið á móti því að ala upp þægar og góðar stelpur sem eiga erfitt með að segja nei. Aftur á móti á ég sjálf erfitt með að taka því að fá nei sem svar en það er önnur saga.“ Ungur leiðtogi Fyrir ári var Elínrós valin í sam- tök ungra frumkvöðla og leiðtoga í heiminum, Young Global Leaders. Þar er hún í góðum félagsskap því í samtökunum eru til dæmis Mark Zuckerberg, stofnandi Face- book, Hákon krónprins Noregs og íslenski þróunar fræðingurinn Hrund Gunnsteinsdóttir. Þau mál sem henni eru hugleikin eru umhverfismál, jafnréttismál og skapandi greinar. „Þegar ég fékk tilnefningu inn í þennan hóp fannst mér ég varla tilbúin í það strax. En maður verður að vera undir 40 ára svo ég varð að slá til. Það er gríðar- lega hvetjandi og skemmtilegt að vera partur af þessum hóp, maður byggir upp alþjóðlegt tengslanet og vinnur saman að þróun mikil- vægra alþjóðlegra málefna á borð við umhverfismál. Það þekkja allir World Economic Forum, en YGL eru virt samtök sem eiga eftir að festa sig í sessi hér á landi,“ segir Elínrós, sem meðal annars vill beita sér í því að hlúa að umhverfisauðlindum landsins. „Við eigum að einbeita okkur að því að hugsa vel um landið okkar, þessa náttúruperlu í miðju Norður-Atlantshafinu, óspillta náttúruna og hreina vatnið. Við megum ekki missa sjónar af því í gróðaskyni fyrir ferðamanna- iðnaðinn. Mér þótti því ákaflega miður að heyra fréttir af því að leggja eigi niður umhverfis- ráðuneytið og sameina það öðru ráðuneyti. Það er svo alls ekki í takt við tímann og sýnir ekki málefninu virðingu.“ Elínrós segir umhverfis mál ekki vera hagsmuna mál fárra einstaklinga heldur þjóðarinnar og því verði allir að leggjast á eitt við að finna leiðir til að varðveita náttúru- auðlindirnar. „Hvaða skilaboð væru það til samfélagsins ef ég myndi sam- eina hönnunardeild ELLU og markaðsdeildina? Væri ég að fylgja gildunum okkar eftir? Væri ég að gera sérfræðingum fyrir- tækisins hátt undir höfði? Varla,“ segir Elínrós og bætir við að henni líki vel við Hönnu Birnu í innanríkisráðuneytinu og Eygló í félagsmálaráðuneytinu. Vill vera hvetjandi fyrirmynd Elínrós er mikill femínisti og vill vera hvetjandi fyrirmynd fyrir ungar stúlkur. Í framtíðinni sér hún fyrir sér að láta til sín taka í þágu íslensks samfélags þó stjórn- mál heilli hana lítið. Hennar fyrir- mynd í lífinu er Vigdís Finnboga- dóttir, kona sem þorði að brjóta múra með því að sækjast eftir mikil vægustu stöðu þjóðfélagsins. „Stelpur verða að þora að segja frá markmiðum sínum, láta vita að þær ætli sér að ná langt. Tala um drauma sína og fylgja þeim eftir. Það er annaðhvort að klifra upp metorðastigann eða að taka svokallað stökk upp á við,“ segir Elínrós, sem sjálf tók stökkið með því að stofna eigið fyrirtæki og setjast sjálf beint í forstjóra- stólinn. „Ég hafði ekki þolinmæði í hitt. Ef mér er farið að líða of þægilega einhvers staðar leita ég eftir nýjum áskorunum. Mér líður í raun best fyrir utan þæginda- rammann. Þar sem ég er að kom- ast yfir hindranir og sækja fast fram. Enda fáránlegt að við konur eigum ekki nema 5% af auðæfum heimsins. Ég ætla að verða þátt- takandi í að breyta því.“ Eitt af aðalsmerkjum ELLU er að merkið eltir ekki síbreytilega tísku- strauma heldur einbeitir sér að því að gera klassískar flíkur sem standast tímans tönn. Fatamerkið er þekkt fyrir vel sniðinn fatnað og hefur vakið athygli síðan það var frumsýnt á Reykjavík Fashion Festival fyrir þremur árum. Ilmvötnin Night, Day og V eru með mest seldu vörum ELLU og það hefur komið Elínrós skemmtilega á óvart. Ilmvötnin eru þróuð í Grasse í Frakklandi og blönduð á Norðurlandi af Pharmarctica. Klassískar gæðaflíkur Ef mér misbýður eitthvað læt ég í mér heyra. Ég er með bein í nefinu og læt fátt stöðva mig. ➜ Elínrós Líndal stofnaði fatamerkið ELLU fyrir þrem- ur árum í bílskúrnum heima hjá sér. KLASSÍK Hin hefðbundna svarta dragt dettur seint úr tísku. M YN D /A LD ÍS P ÁL SD Ó TT IR Börnin fá rúmföt fyrir dúkkuna eða bangsann
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.