Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.05.2013, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 25.05.2013, Qupperneq 26
25. maí 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 26 FLEIRI KONUR EN KARLAR HAFA VERIÐ Í DOKTORSNÁMI SÍÐAN 2004 ■ Karlar ■ Konur 300 250 200 150 100 50 0 19 97 19 98 19 99 20 00 20 01 20 02 20 03 20 04 20 05 20 06 20 07 20 08 20 09 20 10 20 11 Það er nauðsynlegt að við færum okkur frá því að sérhæfa okkur um of. Það verður til þess að rann-sóknir verða á of þröngu sviði og kennsla verður það líka. Eins og umhverfið er í dag erum við ekki að standa okkur í því að undirbúa nemend- urna fyrir lífið og vinnu á 21. öldinni,“ segir Mark C. Taylor, forseti trúarbragðafræði- deildar Columbia-háskóla í New York. Fréttablaðið leitaði eftir viðbrögðum við þessum ummælum Taylors í háskóla- umhverfinu á Íslandi, en hann hélt fyrir- lestur í síðustu viku í Háskóla Íslands. Þar spurði Taylor áleitinna spurninga um háskólaumhverfið og benti meðal annars á að háskólamódelið sem við byggjum á í dag er yfir 300 ára gamalt. Hann vill breyting- ar af ýmsu tagi, en segir erfitt að koma þeim í gegn því vilji virðist ekki vera til staðar. Taylor hefur róttækar hugmyndir um hvernig þessu skuli breytt. Hann vill meðal annars taka fyrir fastráðningar prófessora og taka upp sjö ára starfssamninga, eins og Fréttablaðið fjallaði um í vikunni. Eitt af stóru áhyggju- efnum Taylors er jafn- framt að verið sé að offramleiða fræðimenn við háskólana og að dokt- orsnám sé að þróast á þá leið að prófessorar sem rannsaki þröng viðfangs- efni beini nemendum sínum á svipaðar slóðir. Þannig verði æ meira um fræðilegar útgáfur, sem hafi æ minna innihald, en sífellt fleiri vísanir í verk annarra. Þetta undirbýr þessa nemendur ekki undir almennan vinnumarkað, heldur akademíu eingöngu. Og þar er ekki pláss fyrir alla þessa doktorsnema. „Hlutirnir eru að breytast, hratt og beint fyrir framan nefið á okkur. Þetta er vegna samverkandi áhrifa hnattvæðingar og tækni. Nemendur geta í dag setið nám- skeið hvar sem er, hvenær sem er og með hverjum sem er. Af hverju ættu þeir þá að sitja í skólastofu, með 300 samnemendum sínum, að horfa á glærusýningu sem þau sjá varla á?“ sagði Taylor ennfremur í samtali við Fréttablaðið. Hvað verður um doktorsnema? „Þetta hefur ekki verið rannsakað sem skyldi, engar úttektir hafa verið gerðar og þannig getum við ekki áttað okkur á því hvað verður til dæmis um doktorsnema og þá sem útskrifaðir eru og hvernig þeir nýt- ast í samfélaginu,“ segir Páll Skúlason, fyrr- verandi rektor Háskóla Íslands. „Vafalaust erum við að framleiða of marga fræðimenn á tilteknum sviðum, í svokölluðum tísku- greinum eins og viðskiptafræði hefur verið. En um leið er auðvitað hæpið fyrir yfirvöld að ætla sér að fara að stýra nemendum inn á ákveðin fræðasvið fremur en önnur. Að mínum dómi þyrfti að auka eða kynda undir áhuga á ýmsum raungreinum sérstaklega, þar sem við vitum að eru mjög fáir og væri æskilegt að fleiri væru. Þannig gætu yfir- völd hjálpað, myndi ég segja.“ Langt frá mettun í lögfræði Oddný Mjöll Arnardóttir prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, sem var fyrst íslenskra kvenna til að hljóta doktors- nafnbót í lögfræði, segir offramboð á fræðimönnum ekki vandamál innan lög- fræðinnar hér á landi. „Þvert á móti. Ef ég tala út frá fræðasviði lögfræðinnar þá er það undan tekning frekar en regla að kenn- arar við lögfræðideild séu með doktors- gráðu. En ef ég á að ræða um doktorsgráður í lögfræði, almennt, til dæmis í nágranna- löndum eins og Danmörku þá er mikil fjölg- un í hópi þeirra sem taka doktorsgráðu í lögfræði, og umhverfið er að breytast að því leytinu til að þetta fólk er ekki endilega að sækjast eftir eða fá akademískar stöð- ur innan háskólanna, heldur ætlar að nota þessa þekkingu og reynslu sem það öðlast með gráðunni á vinnumarkaði.“ Ekki ávísun upp á starf í háskóla Ari Kristinn Jónsson rektor Háskólans í Reykjavík velti fyrir sér hver eðlilegur fjöldi doktorsnema væri á Íslandi í saman- burði við nágrannaþjóðir. „Ef við berum okkur saman við Norðurlöndin og miðum við höfðatölu, væri eðlilegt að doktors- útskriftir á Íslandi væru um það bil 60 á ári. Til að standa að baki slíkum fjölda útskrifta væri rétt að hafa rúmlega 200 nemend- ur í doktorsnámi á hverjum tíma. Og ef við miðum við hvernig grannþjóðir okkar standa að doktorsnámi þá eru doktors nemar á Íslandi um það bil tvöfalt fleiri en það sem þarf til.“ Ari Kristinn sagði almennt um doktors- nám að sú þekking og færni sem fólk fengi úr náminu væri dýrmæt. „Doktorsmenntun er eins og önnur menntun, fólk á að horfa á þetta sem færni og þekkingu sem það hefur aflað sér en svo er það á þeirra eigin ábyrgð að skapa sér tækifæri. Ábyrgðin liggur ekki hjá fræðasamfélaginu. Fræðasamfélagið á að velja þá hæfustu inn í háskólana og doktors nám er engin ávísun á það að verða akademíker.“ Deilt um doktorsnám Skiptar skoðanir eru um hvort offramleiðsla sé á fræðimönnum í háskólum landsins. Páll Skúlason, fyrrverandi háskólarektor, segir of marga nemendur í tískugreinum. Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, telur doktorsnema eiga að skapa eigin tækifæri. HÁSKÓLANEMAR Fræðasamfélagið á að velja þá hæfustu inn í háskólana og doktorsnám er engin ávísun á það að verða akademíker,“ segir Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ODDNÝ MJÖLL ARNARDÓTTIR ARI KRISTINN JÓNSSON PÁLL SKÚLASON „Ekki gera það sama og ég geri. Frekar ættuð þið að taka það sem ég hef fram að færa og gera eitt- hvað alveg nýtt með það,“ segir Mark C. Taylor í samtali við Fréttablaðið. „Eitthvað sem ég get ekki einu sinni gert mér í hugarlund. Svo skulið þið koma aftur og segja mér frá því.“ MIKILVÆGT AÐ GERA EITTHVAÐ NÝTT Dr. Gyða Margrét Pétursdóttir er aðjúnkt við stjórnmálafræði- deild Háskóla Íslands og doktor í kynjafræði. Hún segir nokkrar skýringar vera á því að fleiri konur eru í doktorsnámi en karlar. „Ekki er langt síðan hefðbundnar kvennagreinar færðust yfir á háskólastig, en þar má nefna greinar eins og leikskólakennarann og þroskaþjálfann. Því fylgja auknar kröfur um menntun, ekki síst gagnvart þeim sem ætlað er að kenna þessum stéttum, auk þess sem menntunarkröfur aukast almennt innan þessara stétta. Þetta má kalla kerfislæga skýringu. Þá hefur mikil áhersla verið lögð á að konur mennti sig og að menntun sé lykill kvenna að aukinni hlutdeild á hinu opinbera sviði samfélagsins. Sú samfélagslega orðræða virðist hafa skilað sér til kvenna sem nú eru í auknum mæli að leita sér menntunar. Í einhverjum tilfellum eru það konur sem ekki höfðu tök á að mennta sig þegar þær voru yngri og það skýrir að hluta það að konur eru fleiri í háskólanámi almennt.“ „Ég hefði ekki haft þolinmæði í doktorsnám ef ég hefði verið fastur í einhverju einu. Ég er doktorsnemi í bókmenntafræði, en það er vegna þess að það var ekki pláss fyrir mig annars staðar,“ segir Gunnar Theódór Eggerts son, doktorsnemi í bókmenntafræði við HÍ. Rannsóknarefni Gunnars Theodórs er svokölluð dýrafræði, þar sem hann fjallar að mestu leyti um gagnrýnið hlutverk dýrsins í samfélaginu og í menningunni. „Mig langar til þess að halda áfram að kenna. Þetta er nýtt fag og mikið eftir að gera. Ég vil taka þátt í að móta þessi fræði og halda umræðunni uppi.“ VILL EKKI VERA FASTUR Í EINU EFNI „Útskrifuðum doktorsnemum á Íslandi virðist vegna ágætlega að finna vinnu, en þetta þarf ef til vill að rannsaka betur. Á síðustu 20 árum hefur Ísland breyst mikið og Háskóli Íslands líka. Við höfum lagt meiri áherslu á rannsóknir og erum mjög framarlega á mörgum sviðum, eins og í líf- vísindum þar sem við erum mjög nálægt atvinnulífinu. Þetta ætti náttúru- lega að skila sér út í atvinnulífið og leiða til verðmæta- og nýsköpunar. Doktorsnám við Háskóla Íslands er ekki hugsað þannig að bara sé verið að búa til vinnuafl fyrir háskóla,“ segir dr. Jón Atli Benediktsson, aðstoðar- rektor vísinda- og kennslu við HÍ og forstöðumaður miðstöðvar framhalds- náms. VEGNAR ÁGÆTLEGA AÐ FINNA VINNU Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.