Fréttablaðið - 25.05.2013, Page 37

Fréttablaðið - 25.05.2013, Page 37
FERÐIR LAUGARDAGUR 25. MAÍ 2013 Löndin við Miðjarðarhafið laða marga að. Þar er hægt að finna staði fyrir matgæðinga, strandaðdáendur, partífólk, hina rómantísku, fjölskyldustaði og þá sem vilja reyna á sig í göngu-, hjóla- eða fjallaferðum. Blaðamaður á netmiðli VG í Noregi tók saman nokkra slíka staði fyrir lesendur og víst er að þær upplýsing- ar henta líka Íslendingum. Ef íslenskar ferðaskrifstofur bjóða ekki ferðir á þessar slóðir er auðvelt að fara á eigin vegum frá Lundúnum, Kaupmannahöfn eða öðrum borgum. Fyrir strandaðdáendur Sól, sumar og strönd eru í augum margra þau þrjú orð sem þýða gott frí. Á grísku eyjunni Lefkada er ströndin Porto Kat- siki sem er umkringd fallegum klettum og grænum fjallstindum. Kríthvít strönd- in liggur þar með óendanlegu útsýni. Á hinni fallegu Sardiníu eru paradís- arstrendur eins og Cala Goloritze og Cala Luna. Sardinía er stöðugt að verða vinsælli sem ferðamannastaður, enda afar fallegt landslag. Á Kýpur eru margar góðar strendur sem þar utan eru í öruggu umhverfi og sjórinn er tær og fallegur. Korsíka kemst einnig á blað fyrir hvítar strendur og kristaltæran sjó. Um mitt sumarið er þó mikið margmenni á þeim slóðum. Í Króatíu er afar fallegt landslag og góðar strendur. Fyrir partífólkið Ibiza hefur löngum verið mikill partí- staður. Þar eru næturklúbbarnir í röðum, flottir plötusnúðar og nóttin er alltaf ung. Á Ayia Napa á Kýpur eru flottir nætur- klúbbar og þar er meðalaldur djammar- anna á milli 20-30 ár. Magaluf á Mallorca er þekktur partí- staður. Mjög vinsæll djammstaður fyrir ungt fólk. Kos í Grikklandi er sömuleiðis þekkt- ur partístaður. Partí, dans og drykkja allar nætur. St. Tropez í Frakklandi er fyrir þá efna- meiri en klúbbarnir standa í röðum og alltaf hægt að lenda í fjöri. Fyrir þá ofvirku Sierra Nevada á Spáni. Góður staður til að fara í fjallaferðir og ýmsar skemmti- legar göngur. Skoðið spanishhighs.co.uk. Krít býður upp á margar óvenjulegur gönguferðir. Skoðið Bungy.gr. Malta hefur upp á að bjóða einhverjar bestu dýfingaupplifanir við Miðjarðarhaf- ið. Skoðið Scubadivingmalta.com. Fyrir þá sem vilja fara í fallhlífarstökk er Norður-Spánn upplagður. Skoðið skydi- veempuriabrava.com. Fyrir þá rómantísku Útsýnið frá grísku eyjunni Santorini er heimsfrægt fyrir hinn einstaka sólar- gang. Santorini þykir ákaflega hentug fyrir ljósmyndara og er mest myndaða eyja í heimi. Ítalía er afar rómantísk og marg- ir möguleikar til að njóta rómantíkur. Þar má nefna eyjuna Ponza, sem liggur á milli Rómar og Napólí, eða Terracina og Sperlonga og svo má ekki gleyma Amalfi- ströndinni sem er einstök. Sigling um Miðjarðarhafið er sömuleið- is einstaklega rómantísk. Frönsk upplifun. Leigðu bíl og keyrðu um frönsku rivíeruna þar sem hægt er að aka um litla og stóra bæi og njóta kvöld- stemningar við ströndina í Nice eða á vínbúgörðum inn til landsins. Fyrir matgæðinga Það er aldrei hægt að fá nóg af góðum mat í fríinu. Á frönsku rivíerunni eru margir möguleikar í matarupplifun. Hægt er að nefna bæinn Eze þar sem veitingahúsið Chevre d‘Or býður upp Hvernig er þín draumaferð? Margir eru líklega að velta fyrir sér draumaferðinni í sumarfríinu. Einhverjir ætla að ferðast innanlands en aðrir horfa til útlanda. Það er misjafnt hvað fólk vill gera í fríinu, rólegheit, partí eða puð. Hvert er þá best að fara? 4
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.