Fréttablaðið - 25.05.2013, Blaðsíða 58
| ATVINNA |
Stórkaup birgðaverslun óskar eftir að ráða starfsmann.
Starfið er fólgið í daglegum rekstri. Viðkomandi þarf vera
þjónustulundaður, skipulagður og góður í mannlegum
samskiptum. Æskilegt er að viðkomandi vinni mjög vel
undir álagi og hafi lágmarks tölvuþekkingu.
Umsóknum skal skilað til Stórkaups eða í tölvupósti á
starfsmannahald@hagkaup.is. Allar nánari upplýsingar
veitir Arndís Arnarsdóttir starfsmannastjóri í síma 563 5000.
Faxafen 8 • Sími 567 9585 • www.storkaup.is • storkaup@storkaup.is
Hagkaup óskar eftir að ráða öryggisverði til starfa.
Starfið felst í staðbundinni öryggisgæslu og almennu rýrnunareftirliti
í verslunum Hagkaups.
Umsóknum skal skilað í tölvupósti smlverslunarstjori@hagkaup.is fyrir 6. júní.
Hagkaup leggur mikinn metnað í öryggismál í verslunum sínum og fá
öryggisverðir Hagkaups víðtæka þjálfun til að geta sinnt starfi sínu sem
best.
Við leitum að einstaklingum sem eru líkamlega hraustir, heiðarlegir, með
hreint sakavottorð, metnaðargjarnir og útsjónasamir. Viðkomandi þarf að
hafa fullt vald á íslensku máli, jafnt talmáli sem og rituðu máli.
Umsækjendur yngri en 20 ára koma ekki til greina.
ÖRYGGISGÆSLA
Í SMÁRALIND
Hagkaup er smásölufyrirtæki, sem býður
íslenskum heimilum breitt úrval af vörum til
daglegra þarfa, jafnt í matvöru, sem fatnaði,
húsbúnaði og vörum til tómstundaiðkunar.
Hjá Hagkaup starfar samhentur hópur fólks, um
850 manns í 500 stöðugildum.
Verkefnastjóri
Samtök fiskvinnslustöðva leitar eftir að ráða verkefnastjóra
til að vinna að fjölbreyttum og áhugaverðum verkefnum
er tengjast fiskvinnslu í landinu og vera félagsmönnum og
stjórn til ráðgjafar á fjölmörgum sviðum. Viðkomandi þarf
að vera sjálfstæður, agaður og faglegur í vinnubrögðum og
lipur í öllum mannlegum samskiptum.
Æskilegt er að viðkomandi hafi tæknimenntun og/eða aðra
hagnýta menntun og starfsreynslu sem nýtist í starfi s.s.
þekkingu á sjávarútvegi, launakerfum í fiskvinnslu, starfs-
menntamálum fiskvinnslunnar, atvinnu - og kjaramálum ,
ásamt reynslu af rekstri fyrirtækja o.fl.þ.h. Góð excel kunn-
átta er nauðsynleg og leikni í að setja tölulegar upplýsingar
fram á myndrænan hátt.
Nánari upplýsingar veitir Arnar Sigurmundsson, form. SF í
síma 822- 0351.
Umsóknir um starfið sendist fyrir 29. maí nk.
á netfangið arnar@sf.is
Við Stóru-Vogaskóla í Sveitarfélaginu
Vogum, vantar kennara í smíði og
umsjónarkennara á yngsta stigi.
Menntunarkröfur: kennsluréttindi.
Nánari upplýsingar veita:
Svava Bogadóttir, skólastjóri og Hálfdan Þorsteinsson
aðstoðarskólastjóri í síma 440-6250. Einnig er hægt að
senda fyrirspurnir og umsóknir á: skoli@vogar.is
www.storuvogaskoli.is
Laun samkvæmt kjarasamningi Kennarasambands
Íslands og Launanefndar Sveitarfélaga.
Umsóknarfrestur er til 27. maí.
25. maí 2013 LAUGARDAGUR14