Fréttablaðið - 25.05.2013, Side 86
25. maí 2013 LAUGARDAGUR| TÍMAMÓT | 46TÍMAMÓT
„Ég hef velt fyrir mér hvort það boði
einhver undur og stórmerki að verða
sjötugur en býst við að láta það ganga
yfir á sem einfaldastan hátt, án mikils
umróts. Átta mig samt á því að dags-
planið breytist töluvert við að hætta
að vinna og held að brýnt sé að vera
með eitthvert plan fyrir daginn,“ segir
Markús Örn Antonsson, forstöðumaður
Þjóðmenningarhússins, sem er sjötugur
í dag. Hann hefur ánægju af göngu- og
hjólatúrum og býst við að fjölga þeim
með auknum frítíma. Annað áhugamál
er eiginlega framlenging af hans fyrra
starfi sem ljósvakamaður en það er
margmiðlun. „Ég hef alltaf haft áhuga
á tækni í fjölmiðlun og lagt töluverða
áherslu á að setja mig inn í það sem er
að gerast í þeim efnum,“ segir hann
og kveðst vinna talsvert með hljóð- og
myndefni í tölvunni eftir að hann eign-
aðist handhæga myndbandsupptökuvél
í sextugsafmælisgjöf og einnig hafa
gaman af útlitshönnun á blaðaefni.
Fimmtíu ár eru frá því að Markús
Örn fór af stað með sinn fyrsta útvarps-
þátt í félagi við Andrés Indriðason. „Við
Andrés föluðumst eftir að vera með þátt
fyrir ungt fólk og fengum tækifæri til
þess. Þátturinn hét einfaldlega Með
ungu fólki og þar var rætt við ungt
fólk í ýmsum greinum. Einnig var mik-
ill tónlistarflutningur, unglingahljóm-
sveitir sem voru að hasla sér völl, við
spiluðum Bítlalög sem þá voru ný af
nálinni og aðrar plötur sem við feng-
um frá einhverjum sem höfðu verið í
Bretlandi. Þetta var nýlunda því ekki
var mikið efni ætlað þessum aldurs-
hópi í dagskrá Ríkisútvarpsins á þess-
um árum.“
Leið bæði Markúsar og Andrésar lá
síðan inn í sjónvarpið að fást við hina
ólíkustu hluti. „Útsendingar hófust
haustið 1966 og mitt hlutverk var aðal-
lega á fréttastofunni. Við vorum tveir
fréttamenn í byrjun, Magnús Bjarn-
freðsson og ég, enda var bara sent út
tvö kvöld í viku í upphafi en fljótlega
voru útsendingarkvöldin orðin sex svo
auðvitað fjölgaði í starfsliðinu,“ rifjar
hann upp.
Eftir fréttamannsárin varð Markús
Örn borgarfulltrúi, síðar borgarstjóri,
útvarpsstjóri og sendiherra og kveðst
þakklátur forsjóninni fyrir að hafa
fengið tækifæri til að vinna að fjöl-
breyttum verkefnum.
Markús Örn er kvæntur Sigrúnu
Ármannsdóttur kennara, sem starfar
á menntasviði Reykjavíkurborgar. Þau
eiga tvö börn, dótturina Sigrúnu Ásu,
sem er búsett í London og starfar fyrir
uppboðsfyrirtækið Christie‘s í Hong
Kong eins og er, og soninn Anton Björn
hæstaréttarlögmann.
Inntur eftir veisluhöldum í tilefni
afmælisins svarar Markús Örn: „Ég
ætla að kveðja samstarfsmenn mína í
Þjóðmenningarhúsinu með því að bjóða
þeim heim til okkar Sigrúnar. Hins
vegar sé ég til með afmælisveisluna
vegna þess að sonardóttir okkar, Katrín
Steinunn Antonsdóttir, er að útskrifast
sem stúdent úr Verslunarskólanum og
ég ákvað að gefa henni allan forgang að
deginum. Hún ætlar að vera með sína
gesti heima hjá sér, þar á meðal okkur
foreldrana. En hver veit nema við skell-
um upp veislu ef dóttir mín og tengda-
sonur eiga heimangengt úr sinni vinnu
síðar á árinu.“ gun@frettabladid.is
Átta mig á að dags-
planið breytist töluvert
Markús Örn Antonsson, fyrrverandi borgarstjóri og útvarpsstjóri, lítur yfi r farinn veg,
sjötugur. Hann er þakklátur fyrir að hafa fengið að vinna að fj ölbreyttum verkefnum.
Markús Örn Antonsson ólst upp í Bústaðahverfi og fór í skólabíl öll barnaskóla-
árin í Laugarnesskóla.
1965 Útskrifaðist úr Menntaskólanum í Reykjavík
1966-1970 Fréttamaður hjá Ríkissjónvarpinu
1970-1985 Borgarfulltrúi í Reykjavík
1983-1985 Forseti borgarstjórnar
1991-1994 Borgarstjóri í Reykjavík
1985-1991 og 1998-2005 Gegndi embætti útvarpsstjóra Ríkisútvarpsins
2005-til 2008 Sendiherra Íslands í Kanada
Forstöðumaður Þjóðmenningarhúss frá 2008 en lætur af því embætti um næstu
mánaðamót.
Ferillinn í stuttu máli
MEÐ SIGRÚNU
KONU SINNI OG
AFASTELPUNUM
„Við erum þrjú sem
erum samanlagt
100 ára á þessu ári
því Katrín Steinunn
varð tvítug í mars og
Ísabella Tara verður
10 ára í júlí,“ segir
Markús Örn ánægður
á svip.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug
vegna andláts og útfarar okkar ástkæru,
MARÍU JÓNÍNU SIGURÐARDÓTTUR
hárgreiðslumeistara,
Þórunnarstræti 91, Akureyri.
Sérstakar þakkir færum við Oddfellow-
reglunni á Akureyri og starfsfólki
hjúkrunarheimilisins Lögmannshlíðar fyrir
einstaka umhyggju.
Gunnar Jónsson Svanhildur Daníelsdóttir
Daníel Gunnarsson Sigurður Þorri Gunnarsson
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
INGIRÍÐUR VILHJÁLMSDÓTTIR
lést á Hjúkrunarheimilinu Mörk laugardaginn
18. maí. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í
Reykjavík þriðjudaginn 28. maí nk. kl. 13.00.
Ásthildur Salbergsdóttir Friðrik F. Söebech
Vilhelmína Þ. Salbergsdóttir Jóhann G. Hálfdanarson
Karólína Árnadóttir
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.
Elskuleg eiginkona mín,
LAUFEY GUÐBRANDSDÓTTIR
sem lést 15. maí á hjúkrunarheimilinu
Grund, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju
þriðjudaginn 28. maí kl. 15.00.
Berent Th. Sveinsson.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, sonur,
sambýlismaður og bróðir,
BERGUR JÚLÍUSSON
lést af slysförum fimmtudaginn 16. maí.
Útförin fer fram frá Glerárkirkju á Akureyri
mánudaginn 27. maí kl. 13.30. Blóm og
kransar eru afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hans er bent á Landsbjörg.
Júlíus Pétur Bergsson
Gyða Ósk Bergsdóttir Stefán Andri Stefánsson
Helga Bergsdóttir Rögnvaldur Björnsson
Júlíus Bergsson Anna Þorsteinsdóttir
Halla Björk Ragnarsdóttir
og systkini hins látna.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
systir, amma og langamma,
ÓLÖF HELGA BENÓNÝSDÓTTIR
lést 21. maí á hjúkrunarheimilinu Sóltúni í
Reykjavík. Jarðarförin fer fram frá Kristkirkju
Landakoti, fimmtudaginn 30. maí kl. 15.00.
Innilegar þakkir til starfsfólks Sóltúns fyrir
einstaka alúð.
Benóný Ásgrímsson Kristín Ingibjörg Gunnarsdóttir
Ása Ásgrímsdóttir Júlíus Elliðason
Hjördís Halldóra Benónýsdóttir
ömmubörn og langömmubörn.
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför okkar
ástkæru móður, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
VIGDÍSAR DANÍELSDÓTTUR
Ásbraut 19, Kópavogi.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk
heimahjúkrunar Kópavogs og
krabbameinsdeildar 11E fyrir hlýhug og góða umönnun.
Guðlaug B. Olsen Árni Hilmar Jónsson
Jónína B. Olsen Guðmundur Kristjánsson
Daníel Olsen Hrafnhildur Svendsen
Sveinborg Steinunn Olsen Unnar Geir Holman
Klara Björg Olsen Bjarni Bentsson
Jóhanna Þórunn Olsen Magnús Helgi Sigurðsson
Bárður Olsen Kristín Vilhjálmsdóttir
Bryndís Olsen Kristinn Bragi Kristinsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug
við andlát ástkærrar móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
GERÐU JÓNSDÓTTUR
Vesturgötu 7, Reykjavík,
sem lést á Landspítalanum Fossvogi
27. apríl 2013. Bálför hefur farið fram
í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Einar Ólafsson Jónína Margrét Davíðsdóttir
Margrét Sólveig Ólafsdóttir Gústav Kristján Gústavsson
Berglind Gerða Libungan Bjarni Berg Elfarsson
Lisa Anne Libungan Kjartan Benediktsson
Nói Steinn Einarsson Ingunn Eyþórsdóttir
Hafsteinn Þór Einarsson Eva Hrund Guðlaugsdóttir
Sóley Ósk Einarsdóttir Baldur Freyr Óskarsson
Sindri Fannar Ólafsson
Daníel Pálmar Ólafsson
og barnabarnabörn.
Hjartans þakkir fyrir samúð og vinarhug við
andlát og útför
MARGRÉTAR GUÐJÓNSDÓTTUR
Dalsmynni.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk Brákarhlíðar
fyrir góða umönnun.
Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.