Fréttablaðið - 25.05.2013, Side 100

Fréttablaðið - 25.05.2013, Side 100
25. maí 2013 LAUGARDAGUR| MENNING | 60 Mjög myndarlegt fólk Ben Stiller kom einnig fram í spjallþætti Jimmy Kimmel í fyrra og talaði að sjálfsögðu um hversu fallegt væri á Íslandi. „Sólin sest aldrei og fólkið er mjög myndar- legt.“ Spurður hvort það væri gott að sólin skuli aldrei setjast sagði hann: „Já, þegar fólkið er svona myndarlegt.“ Stiller tók upp hluta kvik- myndarinnar The Secret Life of Walter Mitty á Íslandi í fyrra. Eins og í Lord of the Rings Leikkonan Julia Stiles var nýlega í við- tali við bandarísku sjónvarpsstöðina Fox News og hafði þetta að segja um landið: „Einn af mínum uppáhalds- stöðum sem ég farið til í vinnuferð var Ísland. Það var draumi líkast, algjör drauma- staður– mjög aðlaðandi og fallegur. Þú verður að fara á réttum tíma því ég held að það sé dimmt meirihluta vetrarins. Það er svo mikið hægt að gera þar, eins og náttúrulegir hverir og svo er mjög góð tónlist þar,“ sagði hún og bætti við að umhverfið væri eins og í Lord of the Rings- myndunum. Hún lék í kvikmynd- inni A Little Trip to Heaven sem var tekin upp hér á landi og kom út 2005. Stjörnur elska Ísland Það kitlar alltaf hégómagirnd Íslendinga þegar erlendar stjörnur tala fallega um litlu eyjuna okkar í norðri. Hér eru nokkur nýleg dæmi um slík ummæli. Grænar geimgufur Fyrr í þessum mánuði spurði vefsíðan Bahighlife.com Dave Grohl, forsprakka rokk- sveitarinnar Foo Fighters, um eftirminnilegustu nóttina á tónleikaferðalagi og þar stóð ekki á svari. „Ísland. Landslagið þar er ólíkt öllu öðru í heiminum, eins og virkilega fallegur hluti af Mars. Við sáum norðurljósin, sem litu út eins og grænar gufur úr geimnum. Það var töfrandi. Algjörlega ótrúlegt.“ Grohl spilaði í Laugardalshöll árið 2003 og aftur í Egilshöll tveimur árum síðar. Sigu ofan í eldfjall „Hefur einhver komið til Íslands hérna?“ spurði Tom Cruise gesti í spjallþætti Jimmy Kimmel í Bandaríkjunum í apríl. Í þættinum talaði hann fallega um Ísland og ævintýrin sem hann upplifði hér. Hann sagðist elska Ísland og var undrandi á því að enginn í áhorfendasalnum hefði komið hingað. „Sólin settist aldrei að meðan við vorum þarna og við gátum tekið upp allan daginn. Við fórum í jeppaferð upp á jökul og létum okkur síga ofan í eldfjall. Þetta er gullfallegt land.“ Cruise var staddur hérlendis síðasta sumar við tökur á kvikmyndinni Oblivion, sem var frumsýnd fyrr á þessu ári. Skeggin frusu Kit Harington, einn af leikurunum úr Game of Thrones, talaði um Ísland í viðtali við vefsíðuna Cntraveler.com í fyrra. „Þetta var eins og að lenda á tunglinu. Það eru öfgar í allar áttir. Þarna eru risastórir jöklar sem rísa upp úr flötu landsvæði. Það er magnað að sjá þetta,“ sagði hann. „Þegar ég var fimmtán ára og fór til Íslands var sumar og hlýtt en þegar ég var að taka upp Thrones að vetri til var bara dagsljós í fjórar eða fimm klukkustundir og kuldinn getur farið niður í mínus þrjátíu gráður. Skeggin á okkur frusu.“ Kit Harington lék í annarri og þriðju þáttaröð Game of Thrones sem voru teknar upp að hluta til hér á landi. Fjárfestir - meðeigandi Fyrirtæki í alþjóðlegri netþjónustu leitar að fjárfesti til áframhaldandi uppbyggingar. Félagið hefur nú þegar vísi að starfsemi í nokkrum löndum. Mjög áhugaverður fjárfestingarkostur fyrir réttan aðila. Félagið tók þátt í Start up Reykjavík og öll gögn og áætlanir eru til staðar. Áhugasamir hafi vinsamlegast samband við fulltrúa Ráðgjafa ehf. í síma 544-2400 á skrifstofutíma eða jhg@radgjafar.is Á morgun, sunnudaginn 26. maí, verður haldin ein skemmtilegasta torfærukeppni sumarsins. Hún fer fram í Jósepsdal (á móti Litlu Kaffistofunni) og hefst kl. 13:00 Helmingur ágóðans rennur til Umhyggju, styrktarfélags langveikra barna. Við skorum á sem flesta að mæta á skemmtilegt mót og styðja verðugt málefni í leiðinni. Frítt er fyrir börn 12 ára og yngri, en 1.500 kr. fyrir fullorðna. Styrktaraðili keppninnar er Bílabúð Benna, umboðsaðili Toyo. Akstursíþróttafélag Suðurnesja stendur að keppninni. TOYO TORFÆRAN JÓSEPSDALUR - SUNNUDAG 26. MAÍ: Styðjum Umhyggju!
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.