Fréttablaðið - 25.05.2013, Qupperneq 104
25. maí 2013 LAUGARDAGUR| SPORT | 64
ÚRSLITALEIKUR MEISTARADEILDARINNAR 2013
Laugardagurinn 26. maí
Wembley-leikvangurinn í London
Jafntefl i 29
Innbyrðisleikir
liðanna
Dortmund 26 Bayern 45
Hafa mæst fj órum sinnum á þessu
tímabili, gerðu 2 jafntefl i í deildinni
en Bayern vann bæði í bikarnum og í
Meistarakeppninni.
Leiðin í úrslitaleikinnEfst í D-riðli á
undan Real Madrid
Efst í F-riðli á
undan Valencia16 liða úrslit
Shakhtar 2-2 (úti), 3-0 (heima) Arsenal 3-1 (ú), 0-2† (h)
8 liða úrslit
Malaga 0-0 (ú), 3-2 (h) Juventus 2-0 (h), 2-0 (ú)
Undanúrslit
Real Madrid 4-1 (h), 0-2 (ú) Barcelona 4-0 (h), 3-0 (ú)
† Áfram á fl eiri
mörkum á útivelli
LEIKBOLTINN
Finale Wembley er nafnið á 20. opinbera boltanum sem Adidas hannar
fyrir Meistaradeildina. Stjörnurnar tákna þá sex úrslitaleiki sem hafa
farið fram á Wembley.
FÓTBOLTI „22 leikmenn elta einn
bolta í 90 mínútur og svo vinna
Þjóðverjarnir“ hefur einhvern
tíma heyrst áður hjá enskum
knattspyrnuspekingum. Það á
aldrei betur við en á Wembley-
leikvanginum í kvöld þegar
þýsku liðin Bayern München
og Borussia Dortmund spila til
úrslita í Meistaradeildinni.
Bayern hefur verið í rosalegum
ham á tímabilinu og er á góðri leið
með að landa þrennunni í fyrsta
sinn. Liðið vann Barcelona sam-
tals 7-0 í undanúrslitunum og er
með 25 stiga forskot á Dortmund
í þýsku deildinni.
Í viðbót við það missir ein
helsta stjarna Dortmund-liðsins,
Mario Götze, af leiknum vegna
meiðsla og „sleppur“ jafnframt
við að mæta verðandi liðsfélögum
sínum en þessi tvítugi leikmaður
fer til Bayern í sumar.
Á Dortmund þá einhverja
mögu leika? Bayern var líka
sigur stranglegra í úrslitaleikjun-
um 2010 og 2012 og nánast allir
bjuggust við sigri hjá Bayern
fyrir ári þegar liðið var á heima-
velli á móti Chelsea. Uppskeran í
bæði skiptin – sárt tap og silfur
um hálsinn.
Það hefur bara tvisvar sinnum
gerst að lið hefur tapað úrslita-
leik Meistaradeildarinnar tvö ár
í röð (Juventus 1997-98 og Val-
encia 2000-01) og ekkert félag
hefur tapað þrisvar á fjórum
árum. Pressan er því öll á Bæj-
urum í leiknum í kvöld og Jürgen
Klopp og lærisveinar hans hafa
allt að vinna í þessum leik. Dort-
mund hefur blómstrað við slík-
ar aðstæður í Meistaradeildinni
í vetur. Hver bjóst þannig við að
liðið kæmist upp úr dauðariðl-
inum, næði að skora tvö mörk í
uppbótartíma á móti Malaga til
að bjarga sér í átta liða úrslitun-
um eða burstaði Real Madrid 4-1 í
fyrri leiknum í undanúrslitunum?
Það má því aldrei afskrifa Dort-
mund.
Það er örugglega flestum í
fersku minni hvernig þessi tvö
frábæru þýsku lið fóru illa með
spænsku stórliðin Barcelona og
Real Madrid. Hápressa, hnit-
miðaður sóknarleikur og heil-
steypt leikskipulag sá til þess
að margir af bestu knattspyrnu-
mönnum heims litu út sem hálf-
gerðir byrjendur í boltanum. Það
er því von á veislu á stóra sviðinu
í kvöld og í viðbót við það að vinna
ein eftirsóttustu verðlaunin í bolt-
anum vegur það örugglegt þungt
fyrir þýska þjóðarstoltið að geta
sótt sigur á enska grundu. Það
er líka öruggt að þýskt lið vinn-
ur Meistara deildina í fyrsta sinn
síðan 2001. ooj@frettabladid.is
Á Dortmund-liðið
einhverja möguleika?
Bayern sýndi mátt sinn og megin þegar liðið rassskellti stjörnum prýtt lið
Barcelona og liðið mætir Dortmund í úrslitaleik á Wembley í dag. Pressan er samt
öll á Bæjurum, sem hafa tapað tveimur úrslitaleikjum á þremur árum.
SÚRT OG ENN SÚRARA Bastian Schweinsteiger sést hér eftir tapið í úrslitaleiknum í fyrra og á hinni myndinni óskar hann Jose
Mourinho, þjálfara Internazionale, til hamingju með sigurinn í úrslitaleiknum á Santiago Bernabéu 2010. MYND/AFP
LÍKLEG BYRJUNARLIÐ
ÞÓR HF | Reykjavík: Krókhálsi 10 | Sími: 568-1501 | Akureyri: Lónsbakka | Sími: 568-1555 | www.thor.is
Neuer
Schweinsteiger
Müller
Ribery
Lahm
Martinez
Alaba
Van Buyten
Dante
Robben
Weidenfeller
Bender
Lewandowski
Großkreutz
Schmelzer
Gündogan
Piszczek
Hummels
Reus
SPORT