Fréttablaðið - 25.05.2013, Síða 110

Fréttablaðið - 25.05.2013, Síða 110
25. maí 2013 LAUGARDAGUR| MENNING | 70 „Ég vissi að ég mundi ala barnið mitt ein. Ég var undirbúin og ég var spennt. Ég hef ekki tíma fyrir neitt annað en son minn og veit ekki hvernig ég ætti að hafa tíma fyrir maka.“ MAD MEN-LEIKKONAN JANUARY JONES, SPURÐ ÚT Í FAÐERNI SONAR SÍNS Í VIÐTALI VIÐ TÍMARITIÐ THE EDIT. LEIKKONAN HEFUR ALLA TÍÐ NEITAÐ AÐ RÆÐA MÁLIÐ VIÐ FJÖLMIÐLA. ILMUR Í ÚTVARPIÐ Leikkonan Ilmur Kristjánsdóttir er mætt við hlið Andra Freys Viðars- sonar í útvarpsþáttunum Virkir morgnar á Rás 2. Þar leysir hún Guð- rúnu Dís Emilsdóttur af, en hún eignaðist barn á dögunum. Ilmur mun allavega stjórna þættinum í sumar ásamt Andra Frey, en undan- farið hefur hún verið að leika í sjónvarpsþátt- unum Ástríði, sem verða sýndir á Stöð 2 í haust. - áp „Það er mikill heiður að fá að tak- ast á við hlutverk Hamlets og ég er fullur tilhlökkunar,“ segir leikar- inn Ólafur Darri Ólafsson en hann hefur landað hinu eftirsótta hlut- verki í jólasýningu Borgarleikhúss- ins á næsta ári. Hamlet er ein þekktasta leiksýn- ing allra tíma og hlutverk danska prinsins eftirsótt í leikhúsheimin- um. Þetta er í fyrsta sinn í sautján ár sem sýningin er sett upp hér á landi en það er Jón Páll Eyjólfsson sem leikstýrir verkinu. Ólafur Darri er nýkominn til landsins eftir tveggja mánaða dvöl í Hollywood þar sem hann tókst á við þrjú stór verkefni í borg engl- anna umvafinn stórum nöfnum í kvikmyndaheiminum. Hann lék í spennumyndinni A Walk Among the Tombstones, þar sem sjálfur Liam Neeson fer með aðalhlut- verkið, auk tveggja sjónvarps- sería. Annað var aukahlutverk í nýrri HBO-seríu sem nefnist True Detectives. Þeir þættir voru teknir upp í Louisiana en Woody Harrel- son og Matthew McConaughey leika aðalhlutverkin. Einnig fékk Ólafur Darri hlutverk í seríunni Banshee sem er úr smiðju hand- ritshöfunda True Blood. Þó að Ólafur Darri sé nú kominn heim er hann með fjölmörg verk- efni í pípunum þarna úti sem ekki er unnt að segja frá enn þá. Leikarinn hefur einnig gengið frá fastráðningarsamning við Borgar- leikhúsið í kjölfarið, eitthvað sem hann er mjög glaður yfir, enda hefur leikarinn verið með annan fótinn í leikhúsinu um hríð, nú síð- ast sem Lenny í Mýs og Menn, en sýningar á því leikriti eru að hefjast að nýju núna. Þá leikur hann aðal- hlutverk í nýrri sjónvarpsþátta- seríu, Ófærð, sem fjallað er um á síðu 58 í blaðinu. alfrun@frettabladid.is Heiður að leika Hamlet Leikarinn Ólafur Darri fer með hið eft irsótta hlutverk Hamlets í jólasýningu Borgar leikhússins á næsta leikári. Hann er nýkominn heim frá Hollywood, þar sem hann hefur tekið þátt í þremur stórum verkefnum. FULLUR TILHLÖKKUNAR Ólafur Darri fer með hlutverk hins hefnigjarna prins Hamlets í jólasýningu Borgarleikhússins. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ■ Hamlet er ein mest leikna sýning Shakespeares. ■ Sautján ár eru síðan hún var sett upp síðast á Íslandi. ■ Jafnan eru það leiðandi leikarar hverrar kynslóðar sem fara með hlut- verk Hamlets. ■ Þröstur Leó Gunnarsson lék hinn unga prins árið 1988 og Hilmir Snær Guðnason var svo Hamlet árið 1996, síðast þegar verkið var sett upp hér á landi. ■ Meðal leikara sem hafa farið með hlut- verkið í eftirminnilegum erlendum upp- færslum eru Sir Laurence Olivier, John Gielgud, Jonathan Pryce, Mark Rylance og Simon Russell Beale. ■ Ilmur Stefánsdóttir hannar leikmyndina og María Ólafsdóttir sér um búningana. Eftirsótt hlutverk í vinsælli sýningu HITTI COOPER Kristján Hafþórsson, heimspekinemi og einn af aðalleikurum kvikmyndar- innar Falskur fugl, var svo heppinn að rekast á leikarann Bradley Cooper í London á fimmtudag. Kristján hitti Cooper á veitingastað í borginni og spjallaði við hann á leiðinni út af staðnum. Háskólaneminn ungi var hinn kátasti með uppákom- una enda ekki á hverjum degi sem maður nær tali af manni sem Cooper. Krist- ján lék handrukkarann og fíkniefnasalann Hödda í kvikmynd- inni Falskur fugl og var hlutverkið hans fyrsta á hvíta tjaldinu. - sm „Við erum að fara að vaða í tökur á þessu. Við ætlum að gera þetta eins skemmtilegt og við mögu- lega getum,“ segir Bragi Valdimar Skúlason. Hann og Brynja Þorgeirsdóttir stjórna sjónvarpsþættinum Orð- bragð sem fer af stað í Sjónvarpinu í haust. Leikstjóri og framleiðandi er Konráð Pálmason. Bragi hefur undanfarið stjórnað þættinum Tungubrjótur á Rás 1, þar sem íslenskt mál hefur verið krufið til mergjar. Sá þáttur er á leið í sumarfrí og verður Orð- bragð að einhverju leyti byggður á honum. „Þetta verður ekki Tungu- brjótur. Við ætlum að leyfa honum að hírast á Rás 1 en við nýtum okkur eitthvað af því sem ég er búinn að röfla. Þetta verður hressi- legri nálgun en oft áður en það hafa reyndar ekki verið málfarsþættir í sjónvarpinu síðan þeir voru að reka út úr sér tunguna og framkvæma önghljóð árið 1985,“ segir hann. „Þetta er skemmtileg tilraun og ég er ánægður með að Rúv skuli ráð- ast í þetta verkefni.“ - fb Hressir þættir um íslenskt mál Bragi Valdimar Skúlason og Brynja Þorgeirsdóttir stjórna þáttunum Orðbragð. ORÐBRAGÐ Bragi, Brynja og Konráð sjá um þáttinn Orðbragð. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Mannbætandi konfektmoli „Enginn getur gert fyrir þig það sem þú getur gert fyrir sjálfan þig.“ Jorge Bucay Bók sem gerir hið flókna einfalt og lífið skiljanlegra Metsölubók um allan heim! NÝTT PAR? „Ég ætla hvorki að segja nei eða já“ sagði María Birta Bjarnadóttir, leik- og athafnakona, þegar falast var eftir viðbrögðum hennar við sögusögnum þess efnis að hún og Kolfinna Kristófersdóttir fyrirsæta væru nýjasta parið í bænum. María Birta hefur leikið í bíómyndum á borð við Svartur á leik í leikstjórn Óskars Þórs Axelssonar og XL í leikstjórn Marteins Þórssonar. Kolfinna flutti til Íslands fyrir skömmu en hún hefur unnið við fyrir- sætustörf í New York síðastliðin ár. - ósk
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.