Fréttablaðið - 25.05.2013, Blaðsíða 112
Mest lesið
1 Sökudólgurinn fundinn: Varist
innfl utt frosin jarðarber
2 „Háskólinn tekur ekki tillit til
fatlaðra“
3 Dýrasta íbúðarhús heims til sölu á 23
milljarða
4 Kannski vont fyrir meðalmanneskju
„Ég kynntist Eygló á sérstæðan hátt.
Var lögð inn á meðgöngudeild Land-
spítalans sumarið 2006 á stofu með
henni. Þar lágum við saman í fimm
vikur og urðum vinkonur fyrir
lífstíð. Hún er vinur í raun,
hefur mikla samhygð með
fólki og á auðvelt með að
setja sig í spor annarra.“
Soffía Eydís Björgvins-
dóttir, vinkona Eyglóar.
„Eygló tengdadóttir mín er ákveðin
og fylgin sér. Lætur fátt stoppa sig,
bíti hún eitthvað í sig. Mér þótti hún
stundum fulluppátækjasöm fyrr á
árum, en allt fór þó vel
að lokum. Hún er ljúf
og góð manneskja og
hugsar vel um sitt fólk.“
Vilhelm G. Kristinsson,
tengdafaðir Eyglóar.
„Eygló var mikið fyrirmyndarbarn. Hún
var námshestur mikill, góð í borðtennis
og eyddi frímínútum í skólanum með
bók í hönd.
Eygló er hrifnæm og tilfinningarík. Ég
er viss um að hið nýja starf á ekkert
eftir að breyta henni því að
hún kemur ávallt til dyranna
eins og hún er klædd.“
Óskar Harðarson,
bróðir Eyglóar
NÆRMYND
Eygló Harðardóttir
41 árs ráðherra.
FORELDRAR: Hörður Þ. Rögnvaldsson
verktaki og Svanborg E. Óskarsdóttir
framkvæmdastjóri og kennari.
EIGINMAÐUR: Sigurður E. Vilhelmsson
framhaldsskólakennari.
DÆTUR: Hrafnhildur Ósk og Snæfríður
Unnur.
Eygló er nýr félags- og vinnumála-
ráðherra. Hún fylgir Framsókn að
málum og var fyrst kjörin á þing árið
2008 fyrir Suðurkjördæmi. Hún er með
próf í listasögu frá Stokkhólmsháskóla.
Hefur setið í ótal ráðum og nefndum,
var meðal annars framkvæmdastjóri
Þorsks á þurru landi í átta ár og í
stjórn Visku, fræðslu- og símenntunar-
miðstöðvar í þrjú.
VIÐ SEGJUM FRÉTTIR · SMÁAUGLÝSINGASÍMINN OG SKIPTIBORÐ: 512 5000 DREIFING: dreifing@postdreifing.is
EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060
VÍSIR
RITSTJÓRN 512 5313, Fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Ísafoldarprentsmiðja