Fréttablaðið - 14.09.2013, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 14.09.2013, Blaðsíða 22
14. september 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 22 Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is Gunnlaugur Briem trommari Spilar í Amsterdam Ég er að fara til Amsterdam með hljómsveitinni minni Mezzoforte um helgina þar sem ég spila á tvennum tónleikum. Einnig ætla ég að skoða borgina og hitta gamla vini. Sigríður Eyrún Friðriksdóttir leikkona Lífi ð er söngleikur Ég er að leika í Mary Poppins og æfa fyrir „Ef lífið væri söngleikur“ sem verður sýnt í Norðurljósasal Hörpu í október og nóvember. Helga Þórey Jónsdóttir kvikmyndafræðingur Nýtur frelsisins Um helgina ætla ég að njóta þess að vera með syni mínum nú þegar skrifum meistararitgerðar er lokið. Örn Úlfar Sævarsson hugmyndasmiður Tekur upp kartöfl ur Ég ætla á sýninguna hans Hallgríms Helgasonar og taka upp kartöflur í Skerjafirðinum áður en það byrjar að snjóa. BÓKMENNTAHÁTÍÐ „Ég ætla að hlusta á Kim Leine, það er alveg víst,“ segir skáldið Gerður Kristný, spurð hvað hún ætli sér að sjá og heyra á Bókmenntahátíð um helgina. „Ég hef lesið tvær af bókunum hans og finnst hann koma með skemmtilega nálgun inn í bókmenntirnar. Hann er hjúkr- unarfræðingur og starfaði sem slíkur áður en hann fór að skrifa þannig að hann hefur dálítið öðruvísi sýn á lífið.“ Gerður Kristný er meðal íslensku þátttakendanna á Bókmenntahátíð í ár og segir hafa verið skemmtilegt að vera með. Hún hefur verið tíður gestur á slíkum hátíðum undanfarin ár og strax á mánudagskvöld flýgur hún til Ítalíu til að taka þátt í ljóðahátíð. Eru ljóðskáld farin að lifa eins og poppstjörnur? „Stundum, já,“ segir hún og hlær. „Það væri skemmtilegt að geta sagt að ljóðskáld séu poppstjörnur nútímans, en það er því miður ekki alveg þannig. Ljóð- skáldin þurfa nefnilega að borða alla litina í M&M namminu.“ - fsb Gerður Kristný á Bókmenntahátíð: Vill sjá Kim Leine Ég hef alla tíð haft brennandi áhuga á vísindum og gagn-rýninni hugsun. Einu leikföngin sem ég fékk sem barn voru þroskaleikföng. Mér er sagt að ég hafi einhvern tím- ann sagt við pabba þegar hann var að fara í ferðalag og lofaði að koma með dót handa okkur bræðrunum, „en gerðu það elsku pabbi, ekki fleiri þroskaleik- föng“, segir Vilhelm Anton Jóns- son sem einnig er þekktur sem Villi naglbítur og stundum sem Vísinda-Villi í sjónvarpi og kvik- myndum. Síðastnefndi holdgervingur Villa, sá sem sem hrífst af vís- indum, sendir senn frá sér bók- ina Vísindabók Villa sem kemur til með að innihalda ýmsar til- raunir og fróðleik um heiminn í kringum okkur. Meðal annars verður að finna í bókinni kafla um svarthol, atóm, köngulær, rafmagn, tré, blóð, heimspeki, stjörnuhimininn og fleira. Umbrot og myndskreytingar Vísindabókar Villa eru í höndum þeirra Guðrúnar Hilmisdóttur og Dagnýjar Reykjalín en sjálfur semur Villi textann. Hann segist lengi hafa haft brennandi áhuga á fræðibókum, enda hafi hann nán- ast eingöngu fengið slíkar bækur í jólagjöf þegar hann var yngri. „Fræðibækur eru þær bækur sem mér finnst skemmtilegast að lesa í dag. Stuttir og þægileg- ir kaflar sem maður ræður auð- veldlega við. Ég kann líka vel við ljóðabækur, en stórar skáldsög- ur eru erfiðar því ég er svo ótrú- lega lengi að lesa. Ætli þetta hafi ekki gert mig eins og ég er,“ velt- ir Villi fyrir sér og bætir við að honum þyki frábært að geta nýtt þá staðreynd að krakkar þekki andlitið á honum til að koma skemmtilegri þekkingu til skila. „Þessi bók er auðvitað ekki tæm- andi og tilgangurinn með henni er að vekja forvitni á þessu ótrú- lega kraftaverki sem heimurinn sem við búum í er, og eins við sjálf. Ef bókin verður til þess að ein stelpa eða einn strákur fái áhuga á vísindum verð ég glaður, því þá hefur heimurinn okkar eignast nýjan vísindamann. Svo þegar ég verð orðinn gam- all á elliheimili verður allt miklu betra, því svo margir krakkar í dag verða orðnir fullorðnir og frábærir vísindamenn að mér mun líða vel á einhverju svaka fínu elliheimili sem þeir hafa hannað.“ Af tónlistarsviðinu er það helst að frétta af Villa að í byrj- un október kemur sveit hans, 200.000 naglbítar, fram á Lands- móti lúðrasveita í Þorlákshöfn, en sveitin gerði plötu með Lúðra- sveit verkalýðsins um árið. Jónas Sig og Fjallabræður eru meðal þeirra sem einnig koma fram á landsmótinu. „Þetta verður rosa- lega gæjalegt landmót og við hlökkum mikið til,“ segir Villi. HELGIN 14. september 2013 LAUGARDAGUR Ég ætla til dæmis að fjalla um þá hugmynd að það sem höfundar skrifa um helgist að einhverju leyti af þjóðerni þeirra eða kynferði,“ segir Auður Ava Ólafsdóttir um efni fyrirlestrarins Dvergar og stríð sem hún flytur í Norræna húsinu í dag. „Það er stundum sagt að karlar skrifi um stríð og heims- sögulega viðburði á meðan konur skrifi um það sem gerist í svefnherbergjum fólks og eldhúsum.“ Auður Ava hyggst í fyrirlestrinum hrekja þessar kenningar og sýna fram á að það hvað fólk skrifi um hafi ekkert með ríkisfang eða kyn að gera. Þess utan mun Auður minnast á hávaxnar og smá- vaxnar sögupersónur og velta fyrir sér hugmyndum um eyjar og meginlönd bókmenntanna. „Ég ætla að reyna að vera ekki voðalega sjálfhverf, en mun þó minnast á sögupersónu eftir mig sem er dvergur, býr í kjallara og er alltaf að leita að nógu háleitu umfjöllunarefni í skáldsögu.“ - fsb Það sem gerist í svefnherbergjum fólks Dvergar og stríð nefnist fyrirlestur sem Auður Ava Ólafsdóttir rithöfundur fl ytur í Norræna húsinu í dag. Þar skoðar hún klisjur um mun á efnisvali kynjanna. DVERGAR OG STRÍÐ Auður Ava veltir fyrir sér klisjunni um mismunandi viðfangs- efni karla og kvenna í skáldskap. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON MYNDLIST Borgarbókasafn stendur nú í annað sinn fyrir teiknismiðju í tengslum við alþjóðlegu teikni- samkeppnina Colorful Rights, en samkeppnin byggir á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Smiðjan verður á morgun, sunnudaginn 15. september, í aðalsafni frá klukkan 13 til 17 og er fyrir börn á aldrinum þriggja til 14 ára. Allur efniskostnaður er í höndum Borgarbókasafns og geta áhugasamir komið allan daginn og teiknað myndir að vild. Kristín Arngrímsdóttir, lista- maður og starfsmaður safnsins, verður til leiðbeiningar frá klukkan 15 til 16. Teiknismiðja á bókasafni: Teikna myndir allan daginn BORGARBÓKASAFNIÐ Stendur í annað sinn fyrir teiknismiðju. Fékk bara fræðibækur í gjöf Vilhelm Anton Jónsson, öðru nafni Villi naglbítur eða Vísinda-Villi, sendir frá sér bókina Vísindabók Villa í næsta mánuði. Hann segir tilgang bókarinnar að vekja forvitni á því kraft averki sem heimurinn er. VÍSINDA-VILLI Vilhelm Anton Jónsson segist kunna vel við fræðibækur og ljóðabækur en stórar skáldsögur séu erfiðari vegna þess að hann sé svo lengi að lesa. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.