Fréttablaðið - 14.09.2013, Blaðsíða 40
14. september 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 40
óþekktum manni í nóvember 1919, aðeins
tveim mánuðum eftir að hann gekk í Þýska
verkamannaflokkinn, sem þróaðist yfir í
nasistahreyfinguna. Það gekk ýmislegt á í
Þýskalandi í miðju hruninu eftir ósigurinn
í fyrri heimsstyrjöldinni og enginn hefði
veitt því sérstaka athygli ef óbreytti dátinn
Hitler, ómenntaður og að því er best var
vitað hæfileikalaus með öllu, hefði fallið
fyrir morðingjahendi.
Hugleiðingar um „Hvað ef“-sögu hafa
hingað til ekki alltaf fengið mikið pláss í
akademískum sögurannsóknum, þar hafa
menn gjarnan hneigst til að líta svo á að
það sem gerðist í reynd hljóti að hafa verið
óhjákvæmilegt og út í hött sé að velta
fyrir sér einhverjum öðrum möguleikum.
En í reynd er hjásaga, eins og einnig má
kalla fyrirbærið, ekki aðeins skemmti-
leg, heldur getur reyndar aukið mjög við
dýpt söguskilnings okkar – einmitt með
vanga veltum um hvað var óhjákvæmi-
legt að gerðist, og hvað var kannski háð
duttlungum og tilviljunum.
Varð með engu móti komist undan skelf-
ingum seinni heimsstyrjaldar? Voru það
á einhvern hátt örlög hinnar menningar-
ríku þýsku þjóðar að standa aðgerðalaus
hjá og jafnvel taka virkan þátt þegar leið-
togar hennar misstu sig í einhverjum ótrú-
legustu blóðfórnum sögunnar? Var engin
leið að komast hjá þessu? Og hvað hefði þá
gerst?
Sögunni troðið í svipað mót
Reyndar er það ótrúlega sterk tilhneiging
þeirra sem velta fyrir sér hjásögu að troða
sögunni fyrr eða síðar aftur í næstum
því það sama mót og hún fór í. Nefna má
skáldsöguna Making History sem leik-
arinn Stephen Fry gaf út árið 1997. Þar
gefur hann sér sömu forsendu og ég var að
leika mér með í upphafi þessarar greinar
– hann fjarlægir sem sé Hitler úr sögunni.
Og niðurstaða hans er sú að það hefði litlu
breytt og ef eitthvað er, hefði sagan orðið
heldur verri án Hitlers en með honum.
Það hefði einfaldlega komið fram einhver
annar sams konar einræðisherra í Þýska-
landi, nema þessi hefði ekki klúðrað stríðs-
rekstrinum jafn illa og Hitler gerði, og því
hefði þýskt kúgunarríki á endanum hrósað
sigri í Evrópu. Þjóðernisofstopi, gyðinga-
hatur og hernaðarhyggja hefðu einfald-
lega verið svo sterkir þættir í þýsku þjóð-
lífi eftir fyrri heimsstyrjöld að Hitler (eða
einhver mjög svipaður honum) hefði verið
óhjákvæmilegur. Með öllum þeim hryllingi
sem á eftir fylgi.
Ég held ekki. Allan þriðja áratuginn í
Þýskalandi otaði Hitler fram þjóðernis-
ofstopa sínum og gyðingahatri. Já, hann
náði athygli og nokkru fylgi, en hvergi
nærri nógu miklu til að komast til valda.
Það var ekki fyrr en við kreppuna 1929
sem fylgi nasista rauk upp, en ástæðan
var fyrst og fremst óánægja Þjóðverja
með atvinnuleysið. Árið 1933 var fylgi
nasista byrjað að dala en þá komst Hitler
til valda vegna innbyrðis sundrungar ann-
arra stjórnmálahreyfinga. Það hefði alls
ekki þurft að gerast. Og „einhver annar“
lýðskrumari hefði ekki óhjákvæmilega
náð sömu stöðu. Og Þjóðverjar þráðu ekki
í stórhópum fjöldamorð á gyðingum. Þær
ráðstafanir gegn atvinnuleysi sem komu
landinu á skrið á ný voru flestar í undir-
búningi áður en nasistar komu til, en
þeir þökkuðu sér árangurinn. Og smátt
og smátt fylgdi þýska þjóðin þeim út í af
hengifluginu.
Draumur að vera með dáta?
Mín skoðun er sú að seinni heims-
styrjöldin hafi ekki verið óhjákvæmileg.
Ef þeir Egon og Moshe hefðu í raun staðið
yfir líki Hitlers 1919 hefði kannski á end-
anum komið til margvíslegra átaka í Evr-
ópu en hin stóra styrjöld hefði ekki átt sér
stað. Hrunið mikla 1945, sem leiddi til tví-
skiptingar Evrópu í áhrifasvæði Banda-
ríkjanna og Sovétríkjanna, hefði varla
orðið. Þar með er því miður líklegt að
margvísleg smærri stríð hefðu getað brot-
ist út, jafnvel ríkja í Vestur-Evrópu, þegar
enginn var sameiginlegur óvinur. Og það
er algjörlega óvíst hvernig farið hefði
fyrir Sovétríkjunum ef þau hefðu ekki
náð tangarhaldi yfir allri Austur -Evrópu
vegna feigðarflans Hitlers. Ofsóknir gegn
gyðingum og öðrum minnihlutahópum
hefðu sjálfsagt víða átt sér stað og af
miklum hryllingi, en hin vísindalegu gyð-
ingamorð hefðu alveg áreiðanlega aldrei
átt sér stað. Þar með hefðu ríki Vestur-
landa heldur aldrei hleypt af stokkunum
Ísraelsríki og að minnsta kosti alls ekki
stutt það svo dyggilega eins og raun ber
vitni. Saga Miðausturlanda hefði orðið
allt, allt önnur. Og raunar saga heims-
ins alls – því nýlenduveldi Breta, Frakka
og fleiri Evrópuþjóða hefði staðið mun
lengur, ef Evrópuríkjunum hefði ekki
blætt út í seinni heimsstyrjöldinni.
Hvað hefði breyst á Íslandi? Engin her-
seta Breta 1940, það er öruggt. Enginn
draumur að vera með dáta, svo mikið er
víst.
FLÆKJUSAGA
Illugi Jökulsson
frétti af
námskeiði um
hjásögu
í Háskóla
Íslands og
fór að brjóta
heilann.
Líkið lá á grúfu á snjáðum dívan. Á hnakkanum var ekkert að sjá nema einn svartan blóðblett í stuttklipptu hárinu en miklar blóðdreifar á koddanum gáfu til kynna að andlitið væri líklega
stórskaddað. Gamli rannsóknarlögreglu-
maðurinn Egon hlakkaði ekki til að velta
skrokknum við. Meðan heimsstyrjöldin
stóð hafði morðum og alvarlegu ofbeldi
fækkað heilmikið í München og hann var
orðinn óvanur því að horfast í augu við
illa farin lík. Og þótt nú færi ofbeldis-
verkum fjölgandi á ný var hann ekki búinn
að venjast því. Annað en ungi nýliðinn við
hlið hans sem var nýkominn á staðinn og
skimaði nú kringum sig í heldur fátæk-
legu leiguherberginu þar sem líkið hafði
fundist. Moshe hafði verið í skotgröfunum
í Frakklandi öll stríðsárin og vafalaust séð
þar meiri hrylling en Egon gamla langaði
einu sinni til að ímynda sér.
Þótt úti væri farið að skyggja var enn
næg birta í herberginu. Við hlið dívansins
var lítið skrifborð sem var þakið pappírum
og bókum og úti í horni kommóða. Ofan
á hana hafði verið lagður stór – heljar-
stór spegill, sem var eiginlega það eina
óvænta í herberginu. Líkið var snyrtilega
klætt en fötin ósköp fátækleg og venjuleg,
svo hégómleikinn sem spegillinn gaf til
kynna kom nokkuð á óvart. Að öðru leyti
hafði Egon séð ótal svona herbergi áður
í leiguhjöllunum í München. Þar bjuggu
einhleypir karlar á ýmsum aldri, einstæð-
ingar og margir hreinlega auðnuleys-
ingjar, oftar en ekki fyrrverandi hermenn
sem voru að flosna upp úr samfélaginu. Já,
hugsaði Egon með sér meðan hann mann-
aði sig upp í að snúa við líkinu, við erum
ekki búnir að bíta úr nálinni með stríðið.
Það á eftir að sitja í okkur lengi. Eins og
því til staðfestingar heyrði hann fjarlæg
öskur og læti utan af götu, þar fóru hópar
fyrrverandi hermanna um með látum í til-
EF ADOLF HITLER HEFÐI
VERIÐ MYRTUR 1919
efni þess að í dag, 11. nóvember 1919, var
rétt ár liðið frá uppgjöf Þýskalands, upp-
gjöf sem þá hafði verið svo langþráð en
virtist nú æ skammarlegri eftir því sem
lengra leið.
„Þú þarft ekki að velta honum við,“ sagði
Moshe lágróma enda hafði ekki farið fram
hjá honum hvað Egon kveið því að horfast
í augu við tætt andlit líksins. „Ég veit hver
hann er. Ég hitti húsvörðinn niðri, hann
sagði mér það.“
„Nú jæja,“ sagði Egon styggur. „Og hve-
nær hafðirðu hugsað þér að deila þessari
þekkingu með mér?“
„Hermaður, um þrítugt,“ sagði Moshe
og skaut sér ósjálfrátt í réttstöðu.
„Líklega Austurríkismaður af
hreimnum að dæma. Hús-
vörðurinn heldur að hann
sé enn í hernum en hann
er þó sjaldan einkennis-
klæddur. Virðist mjög
æstur yfir pólitík. Með-
limur í einum af þessum
örlitlu æsingaflokkum sem
endalaust eru að spretta
upp. Kemur stundum hingað
með einhverja félaga sína og
þeir rausa fram á nótt. Aðal-
lega er það víst hann sem
talar. Og þó hann sé
einn heima á kvöldin,
þá talar hann víst við
sjálfan sig. Heldur
þrumuræður hér í
holunni, aleinn. Hús-
vörðurinn heldur að
hann sé að æfa sig.“
„Jahérna,“ glotti
Egon. „Þeir eru margir
pólitíkusarnir núorðið!
Hvað hét svo þessi ræfill?“
„Hitler,“ sagði Moshe.
„Adolf Hitler.“
„Jæja,“ dæsti Egon. „Reynum að finna út
hver drap greyið. Þótt hann hafi kannski
bara verið einhver einskis verður Austur-
ríkismaður, sem engu skiptir í veraldar-
sögunni hvort lifir eða deyr, þá leyfist
náttúrlega engum að myrða hann.“
„Hvað ef“ sagnfræði
Þetta upphaf er sett saman til skemmt-
unar Guðna Th. Jóhannessyni sagnfræð-
ingi sem nú er farinn að kenna námskeið
við Háskóla Íslands um „Hvað ef“-sögu.
Hvaða afleiðingar hefði það haft í mann-
kynssögunni ef eitthvað hefði farið örlítið
öðruvísi en raun varð á. Ég hef ævinlega
haft sérlega gaman af slíkum hugleið-
ingum, og saga Adolfs Hitler hlýtur alltaf
að skjóta fljótt upp kollinum þegar menn
velta svona hlutum fyrir sér. Einfaldlega
af því upphaf og hörmungar síðari heims-
styrjaldarinnar eru í vitund okkar svo
órjúfanlega tengd hans persónu. Og hvað
gerist þá ef hann er tekinn út úr jöfnunni?
Í því tilfelli sem ég hef búið hér til: Ef
Hitler hefði nú verið myrtur af einhverjum
Mín
skoðun er sú
að seinni
heims-
styrjöldin
hafi ekki
verið óhjá-
kvæmileg.
HINN ÓHJÁKVÆMILEGI?
RITHÖF UND URINN
SAGNFRÆÐINGURINN
KAN
ARÍ
Bátsferð – Gay Sigling // Pikk Nikk // Gönguferð um
gamla bæinn í Las Palmas // Verslunarferð í Las Palmas
MEÐAL ANNARS VERÐUR BOÐIÐ UPP Á:
NÁNAR Á URVALUTSYN.IS