Fréttablaðið - 14.09.2013, Page 42

Fréttablaðið - 14.09.2013, Page 42
14. SEPTEMBER 2013 LAUGARDAGUR2 ● Orkuhúsið tíu ára Á Læknastöðinni eru gerðar um 3.700 stoðkerfisaðgerðir á ári og fer þeim fjölgandi. Ferlið er gjarnan þannig að fólk byrjar hjá lækni og fer síðan í rannsóknir á röntg- endeildinni og þaðan ef til vill í aðgerð og/eða sjúkraþjálfun. Það getur líka byrjað á hinum endanum; pantað tíma í sjúkraþjálfun en verið vísað þaðan til læknis ef hún dugar ekki til,“ útskýrir Sigurður Ásgeir Kristins son, framkvæmdastjóri Læknastöðvarinnar. Hann segir flæðið innanhúss mjög gott, en þar getur fólk auk áðurnefndar þjónustu nálgast stoðtækjavörur og stuðn- ingshlífar og komið í göngugrein- ingu svo dæmi séu nefnd. „Það er frekar auðvelt að komast að þó að vissulega séu einhverjir biðlistar. Þegar fólk er hins vegar komið að í húsinu gengur þjónustan yfirleitt hratt fyrir sig.“ Tuttugu og fimm læknar starfa við stöðina, þar af nítján bæklunar- læknar og einn læknir í sérnámi bæklunarlækninga, en læknastöð Orkuhússins er eina læknastöðin sem er með námsstöðu. „Þar erum við í samstarfi við Háskóla Íslands, Bæklunarskurðdeild Landspítalans, Íslenska bæklunarlæknafélagið og Sjúkratryggingar Íslands. Um er að ræða lækna sem hafa verið í starfs- námi á Bæklunardeild Landspítal- ans í ár en koma svo í sex mánuði til okkar. Ástæðan er meðal annars sú að stór hluti bæklunaraðgerða landsins er framkvæmdur hér. Þess utan starfa fimm svæfingar- og deyfingalæknar við stöðina ásamt 21 starfsmanni í mismunandi starfs- hlutföllum. Flestir læknanna starfa eingöngu í Orkuhúsinu.“ Komur á læknastöðina eru um 21 þúsund á ári og skiptast nokkuð jafnt í nýkomur og endurkomur, sem eru yfirleitt ein til þrjár. „Yfir- leitt kemur fólk í nýkomu, fer svo ef til vill í aðgerð, sjúkraþjálfun eða annað. Ef það fer í aðgerð kemur það í eina endurkomu og í flestum tilfellum er þá málið leyst. Þeir sem eru með þrálát vandamál koma þó vissulega oftar. Tæplega fimm- tíu prósent sjúklinga koma á tilvís- unum en 35 prósent þar fyrir utan hafa ekki áður fengið lausn sinna mála annars staðar í heilbrigðis- kerfinu og leita því til okkar á eigin vegum, samkvæmt upplýsingum úr skráningarkerfi okkar. Auk þess erum við í mjög góðu samstarfi við aðra heilbrigðisstarfsmenn, svo sem innan Landspítalans og heilsugæsl- unnar,“ segir Sigurður. Á Læknastöðinni eru gerðar um 3.700 aðgerðir á ári og mun þeim líklega fjölga með tilkomu nýju skurðstofunnar. „Þetta eru ýmiss konar aðgerðir á liðum, vöðvum og beinum ásamt liðspeglunum á öllum stærstu liðum útlima en auk þess ýmsar handa- og fótaaðgerðir. Undan farin ár höfum við svo boðið upp á sérhæfða verkjameðferð hvað snertir háls- og bakeymsli en þó ekki í sama magni síðustu tvö ár, einfald- lega vegna þess að læknirinn sem hafði umsjón með henni flutti tíma- bundið af landi brott. Stefnt er þó að því að hefja slíkar meðferðir fljót- lega aftur. Eins standa vonir um slit- gigtar- og beinþynningarmóttöku.“ Sigurður segir lækna stöðv- arinnar framkvæma ýmiss konar stórar aðgerðir sem áður fyrr voru einungis gerðar á inniliggjandi sjúk- lingum, meðal annars krossbands- aðgerðir. „Þegar St. Jósefsspítala í Hafnarfirði var lokað tókum við yfir flestar af þeim aðgerðum sem þar voru gerðar á inniliggjandi sjúklingum og eru þær nú gerð- ar í dagaðgerðum hjá okkur, þar á meðal stórar axlaraðgerðir. Það er svo aldrei að vita nema við förum einhvern tímann út í enn stærri að- gerðir sem krefjast innlagnar, enda fleytir tækninni fram og legutími styttist.“ Sífelld framþróun í aðgerðum Hér má sjá læknana Ágúst Kárason og Brynjólf Jónsson framkvæma krossbands- aðgerð fyrr í vikunni, en það er með stærri aðgerðum sem gerðar eru í Orku- húsinu. MYND/GVA LÆKNASTÖÐIN Læknar Orkuhússins framkvæma ýmiss konar stórar aðgerðir sem áður fyrr voru einungis gerðar á inniliggjandi sjúklingum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.