Fréttablaðið - 14.09.2013, Side 44
KYNNING − AUGLÝSINGVítamín & bætiefni LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 20132
Ég hefði aldrei trúað því hvað spreyið virkar fljótt og vel,“ segir Sigrún, sem hefur
notað magnesíumsprey frá Better
You, bæði Original og Sport, síðan
í vor og finnur mikinn mun á
endur heimt eftir æfingar og orku.
„Ég hef notað spreyið eftir erf-
iðar æfingar og fæ síður harð-
sperrur og er f ljótari að ná upp
orkunni. Eins reif ég kálfavöðva
f yrir nokkrum árum og finn
stundum fyrir stífleika og vöðva-
krampa þar við mikið álag en
spreyið slær fljótt á það þegar slíkt
gerist.“
Sigrún sýndi úðunum fyrst
áhuga starfs síns vegna og lang-
aði að prófa hvort þeir hjálpuðu
henni enda spennandi nýj-
ung og magnesíum eitt þeirra
steinefna sem þarf að passa
að líkaminn fái nóg af. Nú er
hún farin að benda við-
skiptavinum sínum á að
prófa spreyin enda ansi
margir sem fá harð-
sperrur, vöðvakrampa,
eiga erfitt með svefn eða
eru með meltinguna í
ólagi.
„Það er frábært að geta
borið þetta beint á húð-
ina og að magnesíum
skili sér strax inn í kerfið. Skjól-
stæðingar mínir sem hafa prófað
eru mjög ánægðir með árangurinn.
Ég hef líka notað þetta á kvöldin því
ég fæ af og til fótapirring, sérstak-
lega ef ég drekk of mikið kaffi eða
fæ mér eitt rauðvínsglas og þetta
slær strax á fótapirringinn,“ segir
Sigrún sposk á svip.
Áhersla á að njóta
og láta sér líða betur
Sigrún hefur í gegnum tíðina ekki
lagt mikla áherslu á fæðubótarefni
nema í litlu magni og hvetur fólk
fyrst og fremst til að borða hollan
og góðan mat og hafa fjölbreyti-
leikann í fyrirrúmi.
„Það er ekkert bannað en fólk
verður að fylgjast með því
hvernig því líður eftir mál-
tíðir. Það má ekki gleyma að
matur er bæði félagslega
og tilfinningalega
tengdur ok kur
og öllum hollt
að skoða matar-
he gðu n s í n a .
Mér finnst skipta
m i k l u m á l i
að fólk læri að
hlusta á líkam-
ann og muna að góðir hlutir ger-
ast hægt. Það eru ekki kíló-
in sem skipta höfuð máli
heldur hvort og hvernig
við getum notað líkam-
a n n,“ seg i r
Sigrún. Hún
hefur í gegn-
um tíðina lagt
áherslu á það
við sína skjól-
stæðinga að
vera þakklátir
fyrir það sem
þeir geta gert og velja hverju þeir
vilji breyta í sínu daglega lífi til að
létta lífið.
„Mér finnst orka, svefn og slökun
skipta miklu máli og magnesíum-
úðinn hefur hjálpað mér til að
ná enn betra jafnvægi milli
hreyfingar og slökunar. Mér
líður vel og er full af orku. Ég
hef prófað að spreyja beint út í
baðvatnið en nú veit ég að það
eru líka til magnesíumflögur
frá Better You og hlakka til
að prófa þær næst,“ segir Sig-
rún brosandi að
lokum.
Kom mér á óvart hvað spreyið
virkar frábærlega
Sigrún Björg Ingvadóttir er einn af vinsælustu einkaþjálfurum og hóptímakennurum í World Class og hugsar vel um heilsuna. Hún
leggur mikla áherslu á að hafa gaman af lífinu, setja sér raunhæf markmið og hugsa jákvætt. Hún kolféll fyrir magnesíumspreyi sem
minnkar vöðvastífleika, eykur orkuna og minnkar fótapirring sem hún fær stundum á kvöldin.
Magnesíumvörurnar frá Gengur vel.
Sigrún Björg Ingvadóttir, einkaþjálfari og
hóptímakennari í World Class, mælir með
magnesíumspreyjunum frá Better You.
Af hverju þarf sértöflur fyrir karla og konur?
„Í stuttu máli er aukajárn í vítamíninu fyrir
konur en ekki í karla-útgáfunni. Ástæðan fyrir
því er einfaldlega sú að konur tapa reglulega
mun meira af járni úr líkamanum en karlmenn
þar sem þær fara á blæðingar en ekki karlar,“
svarar Arnar og bætir við að ófrískar konur og
konur með barn á brjósti hafi auk þess öllu
meiri fjörefnaþörf en karlar og því henti þeim
að fá aukalegan skammt af kalki, járni og fólati
sem einmitt sé að finna í fjölvítamíninu „Allt í
einni“ fyrir konur.
„Það er því ákveðin ástæða fyrir því að vít-
amínin okkar eru hönnuð og úthugsuð eftir
þörf hvors kyns fyrir sig,“ segir Ívar. Hann
bendir þó á að sameiginlegur grunnur vít-
amínanna sé æði líkur. „Báðar tegundir eru
með ríflegum ráðlögðum dagskammti af D-vít-
amíni. Þá þurfa karlar auðvitað líka kalk,
eins og gefur að skilja, enda mikil-
vægt steinefni fyrir líkamann,“ segir
Ívar. Helsti kalkgjafi Íslendinga er
mjólk en þeir félagar segja orðið
algengt að fólk drekki litla sem
enga mjólk. „En inntaka kalks
er öllum mikilvæg og þar kemur
vítamínið okkar í góðar þarfir,“
segja þeir.
En af hverju að taka vítamín?
„Vitað er að vítamínsskortur
getur skert starfshæfni líkamans
verulega og auk þess getur hann haft
töluverð áhrif á andlega líðan. Mönnum
verður þó ekki ljóst að líkamann skortir
vítamín fyrr en á reynir. Sá skortur getur
lýst sér sem allt frá smávægi legum trufl-
unum á líkamsstarfsemi til alvarlegra
líkamlegra einkenna,“ segir Arnar og
bendir á að vítamínskortur geti einnig valdið
þunglyndi og magnað kvíða. „Það að taka eina
fjölvítamíntöflu á dag stuðlar því að því að
maður sé fær í flestan sjó og í standi til að tak-
ast á við daginn. Við höfum sem sagt reynt að
hugsa fyrir öllu, hugsað fyrir vellíðan þinni, þó
hér sé bara stiklað á stóru,“ segir hann.
Allt í einni er sem sagt til í tveimur útgáfum
en þær eru í grunnatriðum líkar. „Hjón geta
síðan fylgst betur með vítamíntöku hvort ann-
ars, sem kemur best í ljós þegar
a n n a r a ð i l i n n
klárar úr boxi
sínu en ek k i
hinn. Við mæl-
umst til þess
að bæði karlar
og konur taki
fjöl-
víta mínin sín reglulega og verði hraust og heil-
brigð,“ segir Ívar og bætir við með áherslu: „Og
munið: Best er að taka vítamínin með stærstu
máltíð dagsins. Þannig nýtast fjörefnin líkam-
anum sem allra best.“
Smá fróðleikur um D-vítamín
Allt of marga Íslendinga skortir D-vítamín og
ná ekki nægjanlegum dagskammti þess svo
mánuðum skiptir. D-vítamín er meðal ann-
ars mikilvægt líkamanum til að nýta kalk svo
að viðhald og uppbygging tanna og beina sé
eðlilegt. Skortur á D-vítamíni getur til dæmis
leitt til þess að börn fái beinkröm sem lýsir sér
þannig að beinin verða lin og barnið hjólbein-
ótt eða kiðfætt. Fullorðnir sem þjást af D-vít-
amínsskorti fá beinþynningu sem þýðir að
beinin verða kalklítil og brothætt. Oft finnur
fólk fyrir þessu í baki, mjöðmum og fót-
leggjum.
D-vítamín er hægt að fá úr sólar-
ljósi. Sólin þarf að skína á líkam-
ann í u.þ.b. tvo klukkutíma á dag
svo líkaminn myndi ráð lagðan
dagskammt af D-vítamíni. Það
er því augljóst hér á norður-
slóðum að öllum Íslendingum
er alveg sérstaklega hollt að
taka inn D-vítamín frá sept-
embermánuði og fram í maí. Eftir
sólar lítið sumar eins og við fengum í ár
mælum við sérstaklega með háum D-vít-
amínskömmtum daglega. Þeir sem eru
mikið inni við eins og aldraðir og unga-
börn ættu líka alltaf að taka D-vítamín
í fæðubótarformi. Það kemur í veg fyrir
sjúkdóma og eykur hreysti þeirra. En D-
vítamín er ekki bara í sól, það er auðvitað
líka að finna í feitum fiski og eggjarauðu.
Allt í einni töflu
Líkamsræktarfrömuðirnir Arnar Grant og Ívar Guðmundsson hafa sett á markað fjölvítamínin Allt í
einni. Tegundirnar eru tvær, önnur hentar konum og hin körlum.
ILLGRESI NÝTT OFURFÆÐI
Plantan Sea buckthorn, Hippo-
phea upp á latínu, inniheldur
meira C-vítamín en kíví og meira
E-vítamín en sojabaunir.
Plantan þyrnótta vex í stórum
breiðum við strendur Skotlands
og hefur hingað til verið álitin
ágengt illgresi þar í landi en nú
telja vísindamenn að hún gæti
verið næsta ofurfæðið. Frá þessu
er greint á fréttasíðunni BBC.
Plantan ber skær appelsínugul
ber sem eru uppfull af vít-
amínum, steinefnum og
andoxunarefnum.
Vísindamenn við Queen
Margaret-háskólann í Edinborg
hafa rannsakað plöntuna í fimm
ár og vinna nú að því að nýta ber
hennar í ýmsan mat.
Skotar hafa ekki nýtt berin
hingað til þar sem uppskeran
reynist erfið, auk þess sem berin
eru fremur súr á bragðið. Þau
hafa hins vegar verið nokkuð
vinsæl í Kína, Noregi, Rússlandi
og Frakklandi. Stundum eru þau
notuð í safa en einnig er vinsælt
þar að setja þau út á morgunkorn
eða í eftirrétti.
HVAR?
Fæst í flestum apótekum, Heilsu-
húsinu, Lifandi Markaði, Fjarðarkaup,
Systrasamlaginu, Crossfit Reykjavík,
Crossfit Hafnarfirði og TRI Suður-
landsbraut.
GoodnightOriginalSport