Fréttablaðið - 14.09.2013, Page 77

Fréttablaðið - 14.09.2013, Page 77
KYNNING − AUGLÝSING Vítamín & bætiefni 14. SEPTEMBER 2013 LAUGARDAGUR 3 Flestir hugsa vel um bílinn sinn, skipta um dekk, setja rétt eldsneyti á hann og smurolíu. En þegar kemur að lík- amanum kveður við annan tón og við troðum alls konar mat ofan í okkur án þess að hugsa. Við gleymum því að líkaminn þarf að endast vel í 95 ár og til þess þarf hann gott viðhald,“ segir Selma Hreiðarsdóttir, sölumaður hjá Profitt. „Fæðubótarefnin frá Profitt hjálpa okkur að innbyrða þau nauðsynlegu næringarefni sem líkaminn þarf. Profitt er al- íslensk framleiðsla og við vönd- uðum okkur sérstaklega vel svo neyt endur geta treyst því að holl- ustan sé í fyrirrúmi. Það eru engin litar efni í Profitt-vörunum, engin gervisæta og engin E-efni.“ Nýir notkunarmöguleikar „100% Profitt-mysuprótein er nýj- ung hjá okkur og eins hreint og það getur verið. Mysupróteinið er hugsað fyrir alla þá sem vilja holl og góð fæðubótarefni og er frábært að nota í þeyting en líka til þess að velta fiski eða kjúklingi upp úr í stað hveitis, þegar við erum að elda. Einnig er það tilvalið í súpur, en í hraða samfélagsins í dag fáum við ekki það próteinmagn sem við þurfum úr fæðunni. Því hefur verið mikil eftirspurn eftir þessu. Mysupróteinið er bragðlaust en Profitt-próteinvörurnar fást með súkkulaði-, jarðarberja- og van- illubragði en við höfum getað þróað bragðið í takt við óskir neyt- enda,“ segir Selma. Nánari upplýsingar er að finna á www.profitt.is. Nýjung í notkun á mysupróteini Profitt-fæðubótarefnin eru íslensk framleiðsla og án allra aukaefna. 100 prósent hreint mysuprótein er nýjung frá Profitt sem hentar meðal annars í matargerð. Líkaminn er farartæki okkar fyrir lífstíð og því þarf að huga að réttu mataræði. Selma Hreiðarsdóttir, sölumaður hjá Profitt. MYND/PJETUR Ferskir ávextir eru góður millibiti. Hollur, góður og fjöl breyttur matur er vítamínríkur. Hægt er að fá úr fæðunni flest þau vítamín sem fólk þarfn- ast. Járnskortur getur orsakað blóðleysi og þar af leiðandi þreytu. Fólk þarf að láta mæla járn í blóði áður en það ákveður að taka það inn aukalega. Ekki er gott að fá of mikið járn í kroppinn. Vilji fólk hins vegar vera visst um að fá nægilegt járn í líkam- ann er gott að hafa í huga að gróft brauð, hafragrjón og múslí eru fæðutegundir sem eru ríkar af járni. Svo er einnig um nautakjöt og villibráð, eins og hreindýr og rjúpur. Lifrarkæfa er járnrík svo og egg og þurrk- aðir ávextir, til dæmis rúsínur, apríkósur og sveskjur. Kalk Allir þurfa kalk, ekki síst börnin sem eru að vaxa. Mest af kalki fæst úr mjólk, jógúrt og osti. Einnig er grænkál r íkt af kalk i svo og smá- fiskur eins og sardínur sem borð- aðar eru með beini. C-vítamín Það er hægt að fá C-vítamín úr mörgum fæðutegundum sem við borðum daglega. Þar má nefna ávexti, sérstaklega sítrónur, kíví og ananas. Einnig öll ber og græn- meti á borð við kartöflur, papriku, spergilkál og blómkál. D-vítamín Flestir vita að D-vítamín fáum við frá sólinni en þar sem lítið er af henni er nauðsynlegt að borða feitan fisk eins og lax, makríl og lúðu. D-vítamín er sömu- leiðis í eggjum, smjöri og D- vítamínbættri léttmjólk. A-vítamín A-vítamín er nauðsynlegt fyrir húð og hár. Egg eru rík af A- vítamíni, einnig hvítostur, smjör, lifur og allar afurðir úr henni. Vítamín úr matnum Undirstaða góðs mataræðis er að borða fjölbreyttan mat úr öllum fæðuflokkunum. Einfalt er að útbúa hollan drykk úr ávöxtum. Það er ágætt að skoða fæðuhringinn til að sjá hvað á að borða. NOKKUR ATRIÐI UM PRÓTEIN ● Prótein er mikilvægt til að byggja upp og viðhalda vöðvavefjum. ● Próteinþörf líkamans ræðst af álagi, þjálfun eða erfiðisvinnu. Því meira sem æft er, þeim mun meiri verður próteinþörf líkamans. ● Því próteinmagni sem líkami í æfingu þarf er erfitt að ná úr hefð- bundinni fæðu án þess að fá um leið óæskilegar hitaeiningar. Því er ProFitt tilvalin leið til að fylla up í próteinþörf líkama í þjálfun eða uppbyggingu. ● Settu þér raunhæf og skýr æfingamarkmið. ● Það krefst fyrirhafnar og staðfestu að auka vöðva- styrk og minnka fitu. Á heimasíðunni www.profitt.is er að finna þjálfunaráætlun og þrjár mismunandi mataráætl- anir fyrir heila viku.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.