Fréttablaðið - 14.09.2013, Page 79

Fréttablaðið - 14.09.2013, Page 79
LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 2013 3Orkuhúsið tíu ára ● Sjúkraþjálfun Íslands er með starfsemi á tveimur hæðum í Orkuhúsinu. Þar starfa 26 sjúkraþjálfarar með áralanga reynslu. Sjúkraþjálfararnir hafa fjöl breyttan bakgrunn og eru sérhæfðir í mismunandi vandamálum. Alls voru 45 þúsund komur til fyrirtækisins á sl. ári og er heildstæð þjónusta sem boðið er upp á í Orkuhúsinu viðskiptavinum SÍ mikilvæg. Sjúkraþjálfarar Sjúkraþjálfunar Íslands í Orkuhúsinu sinna allri hefðbundinni sjúkraþjálfun en hafa þó sérhæft sig í bakvandamálum, íþróttameiðslum, sogæða- nuddi og endurhæfingu eftir axlar- eða hné- aðgerð. Margir sjúkraþjálfaranna hafa leyfi frá Landlækni til að nota nálastungur í með- ferðum sínum. Þá er boðið upp á þrekmæl- ingar t.d. mjólkursýrumælingar. „Sjúkraþjálfarar okkar eru 26 talsins, meðalstarfsaldur þeirra er tólf ár og því töluverð reynsla sem býr í hópnum,“ segir Ólafur Þór Guðbjörnsson, sjúkraþjálfari og framkvæmdastjóri Sjúkraþjálfunar Íslands. Sjúkraþjálfarar SÍ hafa mismunandi bak- grunn. „Margir hafa útskrifast á Íslandi en hjá okkur starfar einnig fólk sem hefur út- skrifast frá skólum í Ástralíu, Þýskalandi, Sví- þjóð, Hollandi og Noregi. Margir eru einnig með talsvert framhaldsnám á bakinu, og þá eru tveir að vinna að mastersverkefnum sínum og aðrir tveir að doktorsverkefnum,“ lýsir Ólafur. Hann bendir á að sjúkraþjálf- arar SÍ hafi ekki aðeins fjölbreyttan mennt- unargrunn og sérhæfingu heldur séu þeir í góðum tengslum við íslenska íþróttahreyfingu og starfi með mörgum félagsliðum og lands- liðum Íslands. Flestir sem leita eftir þjónustu SÍ eiga við einhvers konar stoðkerfisvanda að stríða og koma oft í kjölfar aðgerða, slysa eða álags- tengdra einkenna. „Um fjörutíu og fimm prósent af tilvísunum koma innanhúss, frá læknum Orkuhússins, en aðrar til vísanir koma frá heilsugæslu og víðar að,“ segir Ólafur. Vandamálin eru vissulega af mismun- andi toga en með sérhæfingu sjúkraþjálfar- anna verður meðferðin skilvirkari og árang- ursríkari fyrir viðskiptavini þar sem þeim er vísað á þann þjálfara sem sérhæfir sig í því vandamáli sem hrjáir viðkomandi. ÖLL ÞJÓNUSTA Á EINUM STAÐ Aðstaða Sjúkraþjálfunar Íslands í Orkuhús- inu er mjög góð að sögn Ólafs. „Hver sjúkra- þjálfari er með sitt eigið herbergi til að með- höndla og auk þess er hér gott sameiginlegt rými og vel útbúinn tækjasalur,“ lýsir Ólafur en móttaka og starfsemi SÍ er á annarri hæð Orkuhússins og á þriðju hæð er æfingasalur- inn ásamt vinnuaðstöðu sjúkraþjálfaranna. Ólafur er afar ánægður með það starf sem fram fer í Orkuhúsinu. „Sú samvinna sem er milli fyrirtækjanna í húsinu er viðskipta- vinum okkar til mikilla hagsbóta.“ Í Orkuhús- inu eru, auk SÍ, Læknastöðin, Röntgen, Fótaað- gerðastofa Helgu Ínu og verslunin Flexor, auk þess sem stoðtækjafræðingar á vegum Stoðar eru með móttöku í Orkuhúsinu fjóra daga vikunnar. „Með þessum hætti fáum við víð- tækari sýn á vandamálin og getum leyst þau með skilvirkari hætti,“ útskýrir hann. Ólafur tekur dæmi um viðskiptavin sem fer í kross- bandsaðgerð á skurðstofu og þarf á sjúkra- þjálfun að halda í framhaldinu. „Þá getum við hitt viðskiptavin okkar strax í vöknun, hitt lækninn sem framkvæmdi aðgerðina og fengið hjá honum útlistun á meiðslum og aðgerð. Þá förum við yfir það með einstak- lingnum hvað sé fram undan í þjálfuninni. Síðan getum við fylgt honum eftir þar til hann nær bata,“ lýsir hann. SÍ er með útibú í Heilsuborg og getur því fylgt viðskiptavininum eftir enn lengur en áður. „Með því getum við komið fólki í áfram- haldandi þjálfun undir leiðsögn sjúkraþjálf- ara þegar meðferð lýkur í Orkuhúsinu. Þannig getum við fylgt viðkomandi betur eftir svo að hann geti gert þjálfun að hluta af sínu dag- lega lífi,“ segir hann og bætir við að það skipti sjúkraþjálfara SÍ miklu máli að skila fólki vel frá sér. 16 ÁRA FARSÆL SAGA Sjúkraþjálfun Íslands var stofnuð árið 1996. Hún var smá í sniðum í upphafi en stækkaði mikið við samruna tveggja stofa árið 1998. „Fyrst um sinn vorum við með starfsemi í Fellsmúla. Árið 2001 eignaðist fyrir tækið stofu í Hafnarhúsinu og á svipuðum tíma opn- aði það aðra stofu í Álftamýri en þá í sam- starfi við hóp bæklunarlækna, röntgenlækna og stoðtækjafræðinga,“ lýsir Ólafur. Þegar starfsemin í Álftamýri sprengdi utan af sér húsnæðið árið 2003 flutti SÍ ásamt öðrum samstarfsaðilum úr Álftamýrinni í húsnæði að Suðurlandsbraut 34 og til varð Orku húsið. „Þá sameinuðum við stofurnar í Fellsmúla, Hafnarhúsinu og Álftamýri í eina stofu í Orkuhúsinu þar sem við erum enn, tíu árum síðar,“ segir Ólafur. Nánari upplýsingar um Sjúkraþjálfun Íslands má finna á www.sjukratjalfun.is og á Facebook. Sérhæfðir sjúkraþjálfarar Ólafur aðstoðar einn af viðskiptavinum sínum í æfingasal Sjúkraþjálfunar Íslands í Orkuhúsinu. MYND/GVA Mikið er lagt upp úr persónulegri og notalegri þjónustu hjá röntgendeild Orkuhússins. Þjónusta deildarinnar er skjót og góð og fólk kemst yfirleitt strax að. Í dag sinnir deildin einnig myndgreiningarþjónustu utan Orkuhússins. Röntgendeildin hóf rekstur árið 1999 og hefur lengst af verið í eigu Arnar Thorstensen og Einfríðar Árnadóttur. Fyrir rúmlega ári bættist svo Arnþór Guðjónsson í hópinn og er deildin í dag í eigu þriggja röntgenlækna. Fyrstu þrjú árin fór starfsemin fram í Álftamýri í Reykjavík. Árið 2003 flutti deildin ásamt samstarfsað- ilum frá Álftamýri á Suðurlands- braut 34 og Orkuhúsið varð til. Síðan þá hefur deildin eflst mikið og umsvifin aukist. Örn segir að á þessum árum hafi tækjakostur deildarinnar batnað samfara aukn- um umsvifum. „Í dag ráðum við yfir góðum tækjakosti, til dæmis röntgentækjum, ómtæki, tölvu- sneiðmyndatæki og tveimur segul- ómtækjum, annað er með sterkt segulsvið og hitt með veikt segul- svið, sem bæði eru sniðin til út- limarannsókna.“ GÓÐ ÞJÓNUSTA OG NOTALEGT UMHVERFI Mikið er gert til að veita sem besta þjónustu. „Fólk kemst yfirleitt strax að hjá okkur eða að minnsta kosti mjög fljótlega. Við leggjum líka áherslu á að læknar fái niður- stöður eins fljótt og hægt er og samstundis sé það nauðsynlegt,“ segir Einfríður. Starfsfólk deildarinnar legg- ur mikinn metnað í að búa við- skiptavinum vinsamlegt umhverfi. Stór þáttur í velferð viðskipta- vinanna er aðkoman. Bið stofan er rúmgóð, björt og aðlaðandi og stórir gluggar opna útsýni í fallegan garð. Á biðstofunni er af- þreyingar efni, til dæmis nýjustu tímaritin, leiksvæði fyrir börn, kaffi á könnunni og þráðlaust net- samband. Á biðstofunni er einnig stórt sjónvarp þar sem ýmislegt fræðsluefni um starfsemi deildar- innar er sýnt auk þess sem ýmis- legt skemmtiefni er á boðstólum að sögn Arnar. „Stundum sitja við- skiptavinir hlæjandi frammi þegar við köllum þá inn og þegar stærri viðburðir eru sýndir í sjónvarp- inu, eins og til dæmis landsleikur í fótbolta, myndast oft góð stemn- ing. Eftir rannsóknirnar hefur fólk sest aftur og klárað það sem það var að horfa á.“ SÍVAXANDI STARFSSEMI Arnþór segir að upphaflega hafi deildin eingöngu þjónað bækl- unarlæknum í Orkuhúsinu en nú sé það breytt. „Í dag er almenn myndgreiningarþjónusta deild- arinnar utan Orkuhússins orðinn stærri þáttur og fer sífellt vax- andi. Þar er um að ræða heimilis- lækna og aðra sérfræðinga, mest á höfuðborgarsvæðinu, en einnig utan af landi. Einnig þjónum við Heilbrigðisstofnun Vestmanna- eyja enda er þetta allt rafrænt í dag. Við þurfum ekki að vera á sama stað og tækin sjálf, heldur er hægt að senda rannsóknir rafrænt og greiningarvinnan getur þá farið fram annars staðar.“ Sérsvið deildarinnar er sjúk- dómar í stoðkerfi en hún fram- kvæmir í raun allar hefð bundnar myndgreiningarrannsóknir að sögn Arnar. „Þetta gengur þannig fyrir sig að fólk hittir lækninn sinn sem sendir beiðni til okkar, yfirleitt rafrænt. Við hringjum svo í fólk og gefum tíma í viðkomandi rannsókn eða þá að fólk kemur beint til okkar. Við framkvæm- um rannsóknirnar og sendum svörin til læknanna. Þessi svör eru einnig send rafrænt þannig að læknirinn fær svarið án tafar. Einnig getum við faxað eða sent svarið sé þess óskað. Margir halda að rannsóknin sé send til viðkom- andi læknis en við á röntgendeild- inni sjáum um myndgreininguna. Þó er það þannig að læknar geta fengið beinan aðgang að rann- sóknum sjúklinga sinna hjá okkur. Það getur einnig verið mjög gagn- legt.“ Í dag starfa þrír læknar í fullu starfi hjá deildinni og einn í hálfu starfi. Auk þeirra starfa sex geislafræðingar þar og þrír mót- tökuritarar. Öll þjónusta læknarit- unar er á hendi Læknaritunar ehf. Allar nánari upplýsingar má finna á www.rontgen.is. Skjót og góð þjónusta í notalegu umhverfi SJÚKRAÞJÁLFUN ÍSLANDS RÖNTGENDEILD ORKUHÚSSINS Eigendur Röntgendeildar Orkuhússins, frá vinstri, Örn Thorstensen, Einfríður Árnadóttir og Arnþór Guðjónsson. MYND/GVA
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.