Fréttablaðið - 14.09.2013, Blaðsíða 82

Fréttablaðið - 14.09.2013, Blaðsíða 82
14. september 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN BÆKUR | 42 Þýðingar standa í blóma Margir góðir gestir sækja Bókmenntahátíð í Reykjavík heim í ár. Auk þeirrar ánægju sem fylgir því að fá skemmtilega gesti þýða heimsóknir höfundanna erlendu að mikill kippur hefur hlaupið í íslenskar þýðingar á athyglisverðum bókmenntaverkum. Þessa dagana kemur hver bók gestanna af annarri út á íslensku. Ewa Lipska pólskt ljóðskáld Fædd árið 1945 í Kraká, er á meðal virtustu ljóðskálda Póllands og hefur unnið til alls kyns bókmenntaverð- launa. Ljóð hennar hafa verið þýdd á fjölda tungu- mála og birtust nokkur þeirra á íslensku í þýðingu Geirlaugs Magnússonar árið 1993. Í tilefni Bókmennta- hátíðar koma út ljóð eftir Ewu í íslenskri þýðingu Óskars Árna Óskarssonar, Braga Ólafssonar og Magn- úsar Sigurðssonar. Ljóðin eru úr ljóðabókinni Kæra frú Schubert … sem kom út árið 2012. Útgáfan er hluti af verkefninu ORT sem hefur það að markmiði að kynna íslenska ljóðlist í Póllandi og pólska ljóðlist á Íslandi. Rachel Joyce breskur skáldsagna- höfundur og leikskáld Hefur samið meira en 20 útvarpsleikrit fyrir BBC og hlotið verðlaun fyrir. Jafn- framt hefur hún skrifað bæði leikgerðir og þætti fyrir sjónvarp. Fyrsta skáldsaga hennar, Hin ótrúlega pílagrímsganga Harolds Fry, kom út í fyrra og sló hressilega í gegn, bæði hérlendis og víða heim. Önnur skáldsaga hennar, Árið sem tvær sekúndur bættust við tímann, kom út hjá Bjarti í tilefni af komu Joyce á Bókmennta- hátíðina. Það er Ingunn Snædal sem þýðir og væntan lega óhætt að lofa lesendum góðri skemmtun við lesturinn. Georgi Gospodinov búlgarskt ljóðskáld, rit- höfundur og leikritaskáld Fæddur árið 1968. Hann þykir einhver merkasti höfundur Búlgara og er sá búlgarski höfundur sem er hvað mest þýddur á erlend tungumál eftir árið 1989. Fyrsta skáldsaga Gos- podinovs var Estestven roman frá árinu 1999 og er hún hans best þekkta verk. Hún hefur komið út á 22 tungumálum og verið prentuð átta sinnum í Búlgaríu. Bókin inniheldur fjöldann allan af styttri frásögnum og hugleið- ingum. Meginstefið er frá- sögn manns hvers hjóna- band er í molum. Bókin er nú komin út á íslensku hjá Dimmu í þýðingu Aðal- steins Ásbergs Sigurðs- sonar og ber heitið Nátt- úruleg skáldsaga. Mazen Maarouf palestínskt ljóðskáld, rit- höfundur og blaða maður Fæddur í Beirút í Líbanon árið 1978. Maarouf er með háskólapróf í efnafræði og starfaði áður sem blaða- maður. Hann gaf út fyrstu ljóðabók sína árið 2000 og fjórum árum síðar fylgdi önn ur bók í kjölfarið. Þriðja ljóðabókin, An Angel on Clothesline, kom út árið 2012 og komið er út hjá Dimmu úrval ljóða úr þeirri bók í tvímála útgáfu: á íslensku og arabísku. Bókin nefnist Ekkert nema strokleður og þýðendur eru Aðalsteinn Ásberg Sigurðs- son, Kári Tulinius og Sjón. Kiran Desai indverskur/bandarískur skáldsagnahöfundur Fædd á Indlandi árið 1971 en býr í Bandaríkjunum. Fyrsta bók hennar, Hulla- balloo in the Guava Orch- ard, kom út árið 1998 og hlaut góðar viðtökur. Frægasta verk Desai er bókin The Inheritance of Loss frá árinu 2006, en fyrir hana hlaut Desai mikið lof gagnrýnenda og lesenda og margvísleg verðlaun, til dæmis Man Booker-verðlaunin það sama ár. Bókin er komin út á íslensku hjá Múltíkúltí í þýð ingu Kjartans Jóns- sonar og nefnist Horfin arfleifð. Sagan fjallar um indverskt samfélag, átökin á milli kynslóða, tveggja heima sýn, stöðu innflytj- enda, hvað tapast og hvað varðveitist þegar flutt er á milli heimshluta. Madeline Miller bandarískur skáldsagnahöfundur Madeline er fædd í Banda- ríkjunum árið 1978. Hún er klassískt menntuð og kennir grísku og latínu. Fyrsta og eina skáldsaga hennar er verðlauna- og metsölubókin The Song of Achilles sem kom út í september 2011. Fyrir hana hlaut Miller Orange-verðlaunin árið 2012, en þau eru veitt fyrir framúrskarandi skáldsögur kvenna af öllum þjóðernum. Bókin er nú komin út á íslensku hjá bókaforlaginu Sölku í þýðingu Þórunnar Hjartar dóttur og nefnist Söngur Akkillesar. Sagan er byggð á Ilíonskviðu Hómers og segir frá ástarsambandi Akkillesar og Patróklosar en þeir voru kappar sem börðust í Trójustríðinu í liði Grikkja. Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is Við fórum af stað með þetta fyrir tveimur árum og það tókst svo glimrandi vel að nú verður ekki aftur snúið,“ segir Stella Soffía Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Bókmenntahátíðar, um Bókaballið sem haldið verður í Iðnó í kvöld. „Okkur fannst vanta sameiginlegan punkt þar sem höf- undar og lesendur gætu mæst og það er á hreinu að Bókaballið verður fastur liður í bókmenntahátíðum framtíðarinnar.“ Ágústa Eva og hljómsveit Ómars Guðjónssonar leika fyrir dansi og ein af hugmyndunum á bak við ballið er að lesendum gefist hugsanlega tækifæri til að dansa við uppáhaldshöfundinn sinn. Húsið verður opnað klukkan 21 og dansinn hefst klukkan 22. Miðinn kostar 1.500 krónur og eru miðar seldir í Iðnó og í Norræna húsinu. - fsb Bókaball í Iðnó DANSIBALL Stella Soffía lofar miklu fjöri á Bóka- ballinu. BÆKUR ★★★ Rosie verkefnið Graeme Simsion ÞÝÐING: ELÍSA BJÖRG ÞORSTEINSDÓTTIR BJARTUR Rómantískar gamanmyndir hafa tröllriðið kvikmyndaheiminum undanfarin tuttugu ár eða svo og smátt og smátt hefur það þema smeygt sér inn í bókmenntirnar. Rosie verkefnið er grein af þeim meiði, áströlsk reyndar, ekki amerísk eða bresk, en lýtur öllum sömu lögmálum og umræddar myndir enda skilst mér að þegar sé búið að selja kvikmyndaréttinn að bókinni. Höfuðpersónan er prófessor- inn Don Tillman, hálfeinhverfur prófessor í erfðafræði, og sagan hverfist í kringum tilraun hans til að finna hina fullkomnu eigin- konu. Rosie, sú sem titillinn vísar til, uppfyllir ekkert af þeim skil- yrðum sem hann setur en auð vitað dragast þau hvort að öðru og lifa væntanlegan hamingjusamlega upp frá því. Tillman er skemmtilega skrifuð persóna, sérviska hans og fast- mótaðar venjur gera hann illa hæfan í mannlegum sam skiptum og árekstrar við allt og alla er daglegt brauð í lífi hans. Pólitískt rétthugsandi fólk setur hins vegar kannski spurningarmerki við rétt- mæti þess að gera einkenni heil- kennis að hálfgerðum brandara, en fyrir þá sem láta sér slíkt í léttu rúmi liggja er óneitanlega skondið að fylgjast með lífsbasli hans. Persónan nýtur fullrar sam- úðar höfundar og sú samúð smit- ast yfir til lesandans sem getur ekki annað en látið sér þykja vænt um þennan furðufugl og stendur engan veginn á sama um örlög hans. Rosie er öllu hefðbundnari persóna, konan sem þykist sterk og töff en býr yfir leyndarmáli sem særir inn í merg og mótar öll hennar samskipti við karlmenn. Aukapersónur eru óljósari, enda svo sem hálfgerðir statistar nema Gene, besti vinur Tillmans, sem vinnur að því verkefni að sænga hjá konum af öllum þjóðernum. Skemmtileg persóna og nauðsyn- legt mótvægi við Tillman. Bókin er líflega og skemmti- lega skrifuð en ansi fyrirsjáan- leg og spennan sem á að byggjast upp í kringum leit Rosie að blóð- föður sínum fer fyrir lítið þar sem lesandinn sér niðurstöðuna fyrir mjög snemma í ferlinu. Einnig er breyting Tillmans á inn grónum fastmótuðum venjum sínum frekar ósannfærandi og aðeins of Hollywood-myndaleg til að les- andinn taki hana trúanlega. Engu að síður er hin besta skemmtun að kynnast þessum persónum og basli þeirra í samskiptum við hitt kynið og það er óhjákvæmilegt að glotta út í annað og jafnvel flissa á köflum við lesturinn. Aðall bók- arinnar er þó hve vænt höfundi þykir um persónur sínar, einkum Tillman, og hversu mannleg og hlý frásögn hans er. Þýðing Elísu Bjargar Þorsteins- dóttur er vel og vandlega unnin eins og við var að búast úr þeirri áttinni, rennur vel og er á góðu máli. Friðrika Benónýsdóttir NIÐURSTAÐA Mannleg og hlý frásögn af vel skrifuðum persónum sem lesandinn tekur ástfóstri við. Ástin og heilkennið Suður-afríski rithöfundurinn Masande Ntshanga hlaut Nýræktarverðlaun PEN International fyrir verk sitt Space. Rithöf- undurinn og dómnefndarmeðlimurinn Alain Mabanckou tilkynnti um verðlaunin og verðlaunaféð, 1.000 Bandaríkjadali, á Bókmenntahátíð í Reykjavík, nánar tiltekið á hinu 79. heimsþingi PEN Inter- national. Nýræktarverðlaunin eru veitt óút- gefnum höfundum sem tilnefndir eru af deildum PEN í hverju landi fyrir sig. Í ár voru einnig tilnefnd þau José Pablo Salas frá Mexíkó og Claire Battershill frá Kanada. Masande Ntshanga hlaut Nýræktarverðlaun PEN VERÐLAUNAVEITING Alain Mabanckou afhendir Masande Ntshanga verðlaunin. MYND/MAGNÚS HELGASON FÆRT TIL BÓKAR Bókmennta- hátíð í dag Danski rit- höfundurinn Kim Leine fjallar um kynni sín af Grænlandi og áhrif danskrar tungu og menn- ingar þar í landi í Þjóðminjasafn- inu kl. 15.30 á morgun. !
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.