Fréttablaðið - 14.09.2013, Síða 90

Fréttablaðið - 14.09.2013, Síða 90
14. september 2013 LAUGARDAGUR| TÍMAMÓT | 50 Móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, ARNÞRÚÐUR KARLSDÓTTIR handavinnukennari, Furugerði 1, Reykjavík, verður jarðsungin frá Grensáskirkju miðvikudaginn 18. september kl. 13.00. Innilegar þakkir fær starfsfólk í Furugerði 1 og á öldrunardeild LHS B4. Sigurveig Kristjánsdóttir Ólafur Ágúst Ólafsson Berglind Bragadóttir Kristján Ólafsson Ragna Eyjólfsdóttir Ólafur Ágúst Ólafsson Jacqueline Santos Silva Sigrún Sandra Ólafsdóttir Albert Björn Lúðvígsson Arnþrúður Ösp Karlsdóttir Gylfi Arnbjörnsson Hrefna Björk Karlsdóttir Haukur Pétur Benediktsson Kristján Friðrik Karlsson Hulda Kristín Jónsdóttir Ásta Þöll, Silja Rán, Eydís Arna, Oddrún Eik, Daníel Karl, Benedikt Páll, Arngrímur Þorri, Daníel Hólmar, Ísleifur Jón, Ragnhildur Sandra, Karl Friðrik, Kristófer Matthías, Iðunn Júlía, Arndís Stella og langalangömmubörn. Innilegar þakkir til allra þeirra er sendu okkur samúðarkveðjur eða sýndu okkur hluttekningu vegna andláts eiginkonu minnar, GUÐRÚNAR PÁLSDÓTTUR, DÚRU. Sérstakar þakkir til hjúkrunarfólksins á deildum 14 E-G á Landspítalanum við Hringbraut fyrir einstaklega nærgætna umönnun og frábæra hjúkrun hennar oft við erfiðar aðstæður. Þröstur Sigtryggsson og fjölskylda. Elskulegur eiginmaður, sonur, bróðir og frændi, HELGI VIGFÚS JÓNSSON lést laugardaginn 7. september sl. Jarðarförin verður auglýst síðar. Ingibjörg Jónasdóttir Sigríður Steindórsdóttir Steindór Jónsson Anna Þórný Jónsdóttir Lára Magnea Jónsdóttir Ólafur Guðmundsson Þórunn, Jón Elvar, Guðmundur Andri, Stefanía Lára, Glódís Erla og Elísabet Helga Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, SJÖFN ÞÓRARINSDÓTTIR Hrísmóum 1, Garðabæ, verður jarðsungin frá Garðakirkju mánudaginn 16. september kl. 13.00. Óli Kristinn Jónsson Jón Þór Ólason Ragna Soffía Jóhannsdóttir Gústav Óli Jónsson Edda Líf Jónsdóttir Bjartur Þór Jónsson Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SVEINBJÖRG RÓSANTSDÓTTIR Hjallalundi 15, Akureyri, lést 6. september. Útförin fer fram frá Höfðakapellu mánudaginn 16. september kl. 10.30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á öldrunarheimili Akureyrar. Edda Bolladóttir Sigurður Ármannsson Eggert E. Bollason Bára Arthúrsdóttir Unnur Sigursveinsdóttir Tryggvi Stefánsson Rósa Sigursveinsdóttir Jón Már Héðinsson barnabörn og langömmubörn. TÍMAMÓT Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@365.is. „Þarna var fólk úr öllum heimshorn- um, frá 800 félögum í 136 löndum, allt með sama brennandi áhugann á franskri tungu og menningu.“ Þetta segir Guðlaug Matthildur Jakobsdótt- ir, forseti Alliance française í Reykja- vík, um ráðstefnu og hátíðarhöld sem hún tók þátt í í París nýverið í tilefni 130 ára afmælis Alliance française. Hún segir samtökunum hafa verið mikill sómi sýndur í París. Til dæmis hafi forsetum og framkvæmdastjórum verið boðið í Élysée-forsetahöllina, þar sem Francois Hollande, forseti Frakk- lands, hafi heilsað upp á gesti. „Hol- lande kvaðst hafa lært góða frönsku í æsku, meðal annars orð sem fáir kynnu að nota nú á dögum, enda hefði afi hans, sem var kennari, látið hann læra utanbókar nokkrar blaðsíður í franskri orðabók í hvert skipti sem þeir hittust. Þótt það hafi nú kannski ekki verið vinsælt hjá stráknum á sínum tíma þakkaði hann afa sínum nú í ræðu sem fjallaði um gildi franskrar tungu.“ Guðlaug telur skemmtilegri leiðir til að læra tungumál þó vænlegri en aðferð afans og segir tæplega hálfa milljón nemenda Alliance française á hverju ári geta staðfest það. Guðlaug rekur upphaf Alliance française til stofnfundar við Saint Germain-breiðgötuna í París árið 1883 þar sem nokkrir ólíkir einstaklingar hafi hist, þar á meðal landfræðingur, diplómat og prestur. „Markmið félags- ins var og er að auka veg franskrar tungu með kennslu og að kynna menn- ingu Frakklands og annarra frönsku- mælandi landa á alþjóðavísu,“ lýsir hún og segir sögu félagsins samofna sögu þeirra landa sem það er staðsett í. Höfuð stöðvum þess í París hafi til dæmis verið lokað af Þjóðverjum á stríðsárunum því þeir hafi óttast að félagið hýsti meðlimi andspyrnuhreyf- ingarinnar og það hafi þurft sjálfan Che Guevara til að koma í veg fyrir að félagi Castro lokaði skrifstofu félags- ins á Kúbu, frelsishetjan hafi nefnilega lesið um frönsku stjórnar byltinguna á bókasafni þess. Nú er fólk í tugþúsunda vís um allan heim í launuðum og ólaunuð- um störfum við að miðla hinni fjöl- breyttu frönsku menningu á fagleg- an og skemmtilegan hátt og byggja brú milli menningarheima og tungu- mála, að sögn Guðlaugar. Sjálf er hún í ólaunuðu starfi sem forseti Alliance français í Reykjavík. Hún segir sex frönskukennara hafa kennt rúmlega 470 manns frönsku á Íslandi á síðasta ári, bæði börnum og fullorðnum. „Okkur sem komum að rekstri Alli- ance française þykir vænt um þetta 130 ára alþjóðlega menningarfélag,“ segir Guðlaug. „Það var líka aug- ljóst að allir þeir sem mættu í Élysée- höllina á afmælishátíðina voru sama sinnis. Þeir hylltu með stolti félag sem starfar um allan heim í sátt við umhverfi sitt, óháð trúar- og stjórn- málaskoðunum.“ gun@frettabladid.is Brúar menningarheima Alliance française hélt veglega upp á 130 ára afmæli sitt í París í sumar, meðal annars í Élysée-höllinni. Guðlaug M. Jakobsdóttir, forseti félagsins í Reykjavík, var á meðal gesta. ■ Frönskunámskeiðin eru að hefjast hjá AF fyrir sex ára og eldri. Auk hinna hefðbundnu er boðið upp á námskeið í málfræði, talþjálfun með leiklistarívafi, frönsku gegnum tónlist fyrir börn, frönskunámskeið fyrir fólk sem starfar í ferðaþjónustu og frönsku fyrir diplómata og borgarstarfsmenn. ■ Alliance française tekur þátt í bókmenntahátíð Reykjavíkur með sérstökum gesti, rithöfundinum Alain Mabanckou. ■ Kvikmyndaklúbbur verður fyrir börn og fullorðna. ■ Franska kvikmyndahátíðin verður í janúar. ■ Í tilefni af 77 ára dánarafmæli Jean-Baptiste Charcot, vísindamanns og heim- skautafara, verða fyrstu tónleikar frönsk-íslensku sinfóníuhljómsveitarinnar FIFO 16. september í Hörpu. Hljómsveitin er stofnuð að frumkvæði franska sendiherrans á Íslandi, Marc Bouteiller og er samvinnuverkefni franska sendi- ráðsins, Alliance française og Reykjavíkurborgar. ■ Félagið tekur þátt í RIFF. Lokamynd hátíðarinnar verður La vie d‘Adéle (Blue is the warmest color) sem hlaut Gullpálmann í Cannes í ár. Félagið verður í sam- vinnu við RIFF við framkvæmd viðburðar á vegum Pompidou-safnsins og tekur á móti erlendum gestum tengdum Frakklandi. ■ Sýningin Tableaux tables, sem þýða má sem „borðlist“, verður í október í sam- vinnu við Norræna húsið. Fram undan hjá Alliance á Íslandi FORSETINN „Okkur sem komum að rekstri Alliance française þykir vænt um þetta 130 ára alþjóðlega menningarfélag,“ segir Guðlaug Matthildur. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.