Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.09.2013, Qupperneq 118

Fréttablaðið - 14.09.2013, Qupperneq 118
14. september 2013 LAUGARDAGUR| MENNING | 78 „Við erum á fullu að vinna í því að breyta bílastæðakjallar anum um þessar mundir,“ segir Hildur Gunnlaugsdóttir, arkítekt og umhverfisfræðingur hjá umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar. Hún er einn af skipuleggjendum hjólaskauta diskós í bíla- kjallara Ráðhússins. Viðburðurinn fer fram þann 20. september næstkomandi á milli klukkan 17 og 20. „Þetta verður ofboðslega skemmtilegt. Þarna verð- ur plötusnúður, Roller Derby-félag Íslands, sem koma einnig að skipulagningunni, og nemendur úr Lista- háskólanum ætla að setja upp diskókúlur og fleira,“ segir Hildur. Í fyrra var fjórum bílastæðahúsum borgarinnar breytt í stofu, bíósal, útsýnispall og hjólaskauta diskó og gaf hið síðastnefnda góða raun. „Hjólaskautadiskóið í fyrra var samt ekki jafn veg- legt og það sem við sjáum fyrir okkur í ár,“ segir Hildur, létt í bragði. En það eru nemendur sem útskrifuðust úr arkítektúr úr Listaháskóla Íslands sem sjá um umgjörð og hönnun diskósins. Uppátækið er kostað af Bílastæðasjóði. „Þeir eru hressir hjá Bílastæðasjóði. Það er auðvitað þeirra hags- munamál að fólki átti sig á því hvar bílastæðahúsin eru, enda oft illa nýtt. Við hjá Reykjavíkurborg sem önn- umst skipu lagninguna viljum líka að fólk gerir sér betur grein fyrir því hvað einkabíllinn tekur mikið pláss. Það er hægt að breyta bílastæða kjallara í heilt diskó!“ segir Hildur að lokum og bætir við: „Við ætlum líka að biðja fólk sem á hjólaskauta og vill gefa þá eða losa sig við þá að koma með þá í þjónustuverið hjá okkur í Borgartúni 12-14 eða í móttökuna í Ráðhúsinu.“ olof@frettabladid.is Hjólaskautadiskó haldið í Ráðhúsinu Bílastæðakjallara Ráðhússins breytt í hjólaskautadiskó í september. „Þegar ég vinn með konum sem eru venjulegar, ekki fyrir- sætur, og fer með þær í fataverslanir, þá virðist ekki vera hægt að fá jafn flott föt í stærðum 12 og upp úr. Hversu fáránlegt er það?“ STJÖRNUSTÍLISTINN TIM GUNN HNEYKSLAÐIST YFIR ÞVÍ AÐ KONUR SEM NOTA FATASTÆRÐ 12 OG YFIR EIGA ERFIÐARA MEÐ AÐ FINNA SÉR FALLEGAR FLÍKUR Í VIÐTALI VIÐ HUFFINGTON POST. SKIPULEGGUR DISKÓ Hildur Gunnlaugsdóttir er einn skipuleggjenda hjólaskauta diskósins í ár. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI AF DISKÓ- INU Í FYRRA Hjólaskauta- diskóið kemur til með að vera veglegra í ár en í fyrra. MYND/ANTON SVANUR GUÐ- MUNDSSON Á fimmtíu ára afmælistónleikum Hljóma í Hörpu 5. október koma Hljómar saman í fyrsta skipti eftir að Rúnar Júlíusson féll frá. „Rúnar var svo stór partur af hljómsveitinni, þetta á eftir að vera mjög skrítið og erfitt,“ segir Gunnar Þórðarson, tónskáld og meðlimur Hljóma, um fyrstu tón- leikana án Rúnars. „Þetta verður líklega í síðasta skiptið sem við komum saman.“ Hljómar frá Keflavík eru ein vinsælasta hljómsveit Íslands- sögunnar. Fimmta október verða liðin nákvæmlega fimmtíu ár síðan þeir stigu fyrst á svið. Það var í samkomuhúsinu Krossinum í Njarðvík 1963. „Ég man lítið eftir fyrstu tónleikunum en Ólafur, maðurinn sem sá um samkomu- húsið lánaði okkur fyrir hljóð- færunum og við spiluðum upp í þau,“ segir Gunnar. Meðlimir Hljóma munu spila nokkur lög á tónleikunum í Eld- borgarsal Hörpu en Júlíus Freyr Guðmundsson, sonur Rúnars, mun einnig koma fram með þeim. Við- burðafyrirtækið Dægurflugan stendur á bak við tónleikana. -glp Mjög skrítið og erfi tt að spila án Rúna Júl Hljómar koma fram í fyrsta og líklega síðasta sinn án Rúnars Júlíussonar á 50 ára afmælistónleikum. HLJÓMAR Í HÁLFA ÖLD Gunnar Þórðarson kemur fram með Hljómum á tónleikunum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ÖRLYGSMYND Í HÁSKÓBÍÓI Heimildamynd Garðars Arnar Arnars- sonar um körfuboltamanninn Örlyg Aron Sturluson var tekin til almennra sýninga í Háskólabíói í gær. Sýningar standa yfir fram á mánudag og munu 10% af hverjum seldum miða renna í Minningarsjóð Ölla, sem hefur það að markmiði að styrkja börn sem minna mega sín á Íslandi til íþróttaiðkunar. Hinn stórefnilegi Örlygur var aðeins átján ára þegar hann lést af slysförum árið 2000, daginn eftir að hann spilaði í stjörnuleik Körfuknattleikssambands Íslands. - fb GLÆNÝTT LAG FRÁ EYÞÓRI INGA Eyþór Ingi vinnur nú, ásamt hljóm- sveit sinni, hörðum höndum að því að klára plötu sem kemur út á næstu mánuðum. Fyrsta smáskífulagið af henni, Hárin rísa, kemur út í vikunni. Eyþór Ingi og hljóm- sveit hans hafa eytt miklum tíma í hljóð- verinu Geimsteini í Keflavík þar sem upptökur hafa farið fram undir stjórn Stefáns Arnar Gunnlaugssonar. - fb LÍFLEGT Á OKTÓBERFEST Hið árlega Októberfest hófst á fimmtu- daginn og kemur til með að standa fram til kvöldsins í kvöld. Margir hafa lagt leið sína á hátíðina, enda mikið um dýrðir. Þá tróðu upp í opnunarpartíinu hljómsveitirnar Dikta, Mammút, Kaleo, 1860, Einar Lövdahl og Snorri Helgason. Meðal gesta hátíðarinnar voru María Rut Kristinsdóttir, formaður Stúdentaráðs, Halldór Eldjárn og Agnes Björt Andradóttir í Sykri, Orri Freyr á X-inu, og Benedikt Vals- son og Fannar Sveinsson í Hrað- fréttum. - ósk P O K A H O R N DAGUR ÍSLENSKRAR NÁTTÚRU Kæru landsmenn Til hamingju með Dag íslenskrar náttúru mánudaginn 16. september. Megi dagurinn verða okkur öllum ánægjulegur og góður til að fagna og njóta fegurðar og gjafa íslenskrar náttúru. Upplýsingar um dagskrá er að finna á www.umhverfisraduneyti.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.