Fréttablaðið - 30.09.2013, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 30.09.2013, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 30. september 2013 | SKOÐUN | 15 Við höfum vanist því að fjársvelt heilbrigðis- kerfi sé eðlilegt ástand. Við höldum að lykilhugtakið sé hagræðing fremur en heil- brigði, þjónusta og líkn. Í DAG Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur AF NETINU Krónufrystir á Íslandi Sigmundur Davíð kom frá London sem breyttur maður. Þar hlógu útlendingarnir, þegar hann sagði þeim að koma með peninga til Íslands. Vilja ekki festa fé í krónufrysti. Forsætis fór hingað kominn beint í sjón- varpið og sagði okkur ekki þurfa erlenda peninga. Erlent áhættufé væri næsti bær við erlend lán. Betra væri að nota innlenda peninga, til dæmis fé lífeyris- sjóða. Svo sagði þessi formaður stóriðjuflokks, að fremur þyrfti að efla sprotafyrirtæki. Snerist á punktinum. Er hann orðinn vinstri grænn? Auðvitað á þjóðin fyrst og fremst að fagna, að Sigmundur Davíð getur skipt um skoðun á punktinum. www.jonas.is Jónas Kristjánsson Tilræði við menningu Ég hef oft velt því fyrir mér hvílík sturlun það er hjá hinni gömlu menningarþjóð Ítölum að velja Silvio Berlusconi til forystu. Það hafa fleiri gert, á því hefur verið hamrað í fjölmiðlum utan Ítalíu að maðurinn sé allsendis óhæfur sem þjóðarleiðtogi. En Berlusconi náði að leggja undir sig fjölmiðlana á Ítalíu og hefur í gegnum þá miðlað slíkri lágkúru að það verður að teljast tilræði við menningu Ítala. Nú riðar stjórni á Ítalíu til falls, enn einu sinni– og enn er það vegna Berlusconis. En nú hefur sturl- unin náð nýjum hæðum. eyjan.pressan.is/silfuregils Egill Helgason á nýlegum bílum bílarnir eru komnir Dekkjaávísunfrá N1 fylgiröllum bílum Bílaármögnun Landsbankans Útborgun frá0 kr. Auðveld kaup Opið Virka daga 10-18Laugardag 12-16 Sunnudag 12-15 Einstakt tækifæri! Takmarkað magn á Bílasölu Reykjavíkur Bílaleiga Fjölbreytt úrvalgæðabíla Bíldshöfða 10 S: 5878888 br.is Á R N A S Y N IR Dapurlegasta frétt síðustu viku var sú að Björn Zoega skuli hætt- ur sem forstjóri Landspítalans. Hann hefur nú í nokkur ár stað- ið í því að reka spítalann með neyðar ráðstöfunum sem miðast við neyðarástand, rétt eins og hér á landi hafi geisað borgara- stríð um árabil. Við höfum séð langlegusjúk- linga senda heim. Við höfum séð fárveikt fólk á bráðamóttökum að bíða eftir að fá verkjalyf. Við höfum séð rangar sjúkdómsgrein- ingar úrvinda lækna. Við höfum séð sárþjáða sjúklinga rukkaða fyrir smáviðvik. Við höfum séð tæki grotna niður og eðlilegt við- hald eftirlátið sjónvarpssöfnun- um og einkaframtakssöfnunum. Við höfum séð lokanir deilda. Við höfum séð spítalann rekinn með óeðlilegu og óhóflegu vinnuálagi á læknanema, þar sem mikil og illa launuð ábyrgð er lögð á mjóar herðar. Við höfum vanist því að fjár- svelt heilbrigðiskerfi sé eðlilegt ástand. Við höldum að lykilhug- takið sé hagræðing fremur en heilbrigði, þjónusta og líkn. Björn Zoega stóð í þessu hag- ræðingarhelvíti án þess að blikna, án þess að hvika nokkru sinni, því að allan tímann virðist hann hafa séð fyrir sér ljóstýru við endann á göngunum; þá stund þegar hægt væri að fara að reka Landspítal- ann á eðlilegan hátt. En ljósið hverfur langt og mjótt. Það slokknaði nú í síðustu viku þegar hann fékk að sjá fjár- lög ríkisstjórnar sjávarútvegs, landbúnaðar og afskriftameist- ara. Hann hafði trúað því sem stjórnarherrarnir sögðu en nú veit hann betur. Og hann er hætt- ur. Hann er farinn. Ertu þá farin? Og Sigga á borði númer tuttugu og sjö hætti í gær. Hún er farin til einhvers lands þar sem hún þarf ekki að borga allt sem hún ber úr býtum í afborganir af vöxt- um af lánum sem væru löngu uppgreidd í eðlilegu þjóðfélagi. Hún ætlar ekki til Rússlands eða Kína, landanna sem ríkisstjórn- in og forsetinn telja að við eigum að miða okkur við – hún er geng- in í Evrópusambandið. Og samt er allt fólkið hennar Siggu hér, menningarlegar viðmiðanir henn- ar eru flestar hér, tungumálið og minningarnar, kenndirnar ljúfar og sárar, vinir og saga; hún þekk- ir sig hérna. Það bara dugir ekki lengur til. Hún er farin til útlanda þangað sem er einhver heil brú í þjóðfélaginu. Og unga fólkið sem er að ljúka háskólanámi í útlöndum kemur ekki aftur – kannanir segja okkur að það sé ekkert sérstaklega að flýta sér heim. Það langar ekki að búa í þjóðfélagi sem metur lít- ils menntun þess og þekkingu. Og fyrirtækin sem byggja á hug- viti og útflutningi á hágæðavöru – þau eru á leiðinni burt, eru að gefast upp á gjaldeyrishöftun- um. Iðnaðar mennirnir eru á leið- inni burt, enda varla verið reist hús hér af viti árum saman, en ansi mörg í öngviti uppi á Gnita- heiði og inni í Feigðarósi. Ríkis- bubbarnir eru löngu farnir; þó að þeir eigi hér allt sem gefur arð þá búa þeir sjálfir á sólríkum strönd- um sælli landa. Þannig gæti allt farið. Við gætum lent í ljótum vítahring fólksflótta og efnahagslegrar stöðnunar. Haldi áfram hin mark- vissa láglaunastefna og verði áfram haldið í ónýtan gjaldmiðil – og verði áfram blásnar bólur með reglulegu millibili sem springa svo með æ hörmulegri afleiðing- um – þá er hætt við því að eng- inn verði hér lengur eftir nokkra áratugi, nema fólk á leiðinni burt sem sættir sig í bili við lág laun, okurvexti, verslunareinokun, svimandi matarverð og hafta- þjóðfélag – nokkrir stjórnmála- menn, verkfræðingar sem komnir eru hingað til að virkja Dettifoss fyrir álverið á Bakka eftir að síð- asta borholan á Þeistareykjum tæmdist og líta eftir olíuhreins- unarstöðinni sem Rússarnir fengu loks að reisa í Arnarfirði, og nokkrir aldraðir íslensku- fræðingar eins og ég, sem hvergi fá vinnu við sitt hæfi í útlöndum vegna þess að Ísland verður aftur orðið púkó. Kínverskir auðkýfing- ar hafa fyrir löngu veðsett öræf- in sem eru í eigu bandarískra vogunar sjóða. Hver vegur að heiman Og þegar fólk er farið – þá er það því miður farið. Það getur svo sem haft hugann heima, eins og hún Svana ömmusystir mín í Ameríku sem söng fjár- lögin í hárri elli eða hann Snorri Hjartar son, skáldið góða sem orti línurnar um að hver vegur að heiman sé vegur heim. Hann var auðvitað bara að hugga sjálfan sig og aðra brottflutta Borgfirðinga, því að hann var ekkert á leiðinni þangað aftur, heldur var tilvera hans í Reykjavík. Brottflutt fólk getur reist sér sumarbústað í gömlu heimahögunum en allar forsendur fyrir því að búa þar til langframa eru brostnar um leið og það festir rætur á nýjum stað. Þetta þarf ekki að vera svona. Það ætti að vera dásamlegt að búa hér – og er það meira að segja enn á marga lund. Hér er skemmtilegt fólk, það talar stór- kostlegt tungumál, það er dug- legt, uppátækjasamt, sniðugt og jafnvel einhver hetjubrag- ur stundum á mannlífinu hér. Fegurð in hér er frámunaleg, endalaus víðernin, vatnið gott úr lækjarlontu; berin vaxa á ilm- andi lyngi; og nóg af blessuðum vindinum til að feykja burt fúlum þönkum þegar svo ber undir; fámenn og vel menntuð þjóð í góðu og gjöfulu landi. En það þarf að vera hægt að búa hérna. Við verðum að fara að koma okkur upp stjórnmálamönnum sem hafa það að leiðarljósi að það sé hægt að búa hérna. Og vilja byggja sanngjarnt og nokkurn veginn dellufrítt samfélag. Hver vegur að heiman er vegurinn burt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.