Fréttablaðið - 30.09.2013, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 30.09.2013, Blaðsíða 4
30. september 2013 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 4 LANDBÚNAÐUR Sala á kinda- kjöti snarféll eftir hrunið 2008 og hefur lítið hjarnað við síðan. Nokkuð annað er uppi á teningn- um hvað varðar aðrar kjötvörur, þar sem samdráttur í sölu var mun minni. Sigurður Eyþórsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands sauðfjárbænda, segir að á vegum sambandsins hafi lítið verið litið til neyslu á hvern íbúa. Litið sé á stóru myndina, til dæmis fram- legð, og að minni sala hafi ekki haft áhrif á greinina í heild. Sigurður telur að stærsta ein- staka skýringin á samdrætti í sölu kindakjöts sé mun meira framboð á fersku alifugla- og svínakjöti. „95 prósent kinda- kjöts falla til í sláturtíðinni í september og október og mest af framleiðslunni er seld frosin allt til næstu sláturtíðar. Það hefur örugglega haft áhrif á neysluna því það er ekki alltaf hentugt að grípa með sér frosið kjöt, og kindakjöt hefur ekki sterka stöðu á skyndibitamarkaðnum.“ Sigurður segir að tölur Hag- stofunnar sýni að smásölu verðið hafi hækkað svipað og almenn verðlagsþróun frá 2002-2012, en raunlækkun sé litið til lengri tíma. „Það er svo athyglisvert að í nýrri skýrslu OECD segir að framleiðendaverð á kindakjöti hérlendis sé nú rúmlega þriðj- ungi lægra en sambærilegt verð á heimsmarkaði. Það eru lík- lega tíðindi fyrir þá sem trúa því enn að íslenskar landbúnaðar- vörur séu þær dýrustu í heimi. Sala á kindakjöti tók djúpa dýfu eftir hrun Sala lamba- og ærkjöts snarminnkaði eftir hrun – ólíkt öðrum kjötvörum. Forsvars- maður sauðfjárbænda segir markaði erlendis bæta þetta upp. Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir neyslumynstur breytt, dýrari vara láti undan. 130 prósenta aukning varð á heildverslun með mat, drykk og tóbak á Íslandi milli áranna 2001 og 2010. Árið 2001 nam heildverslun með þessa vöruflokka 45,8 milljörðum króna en 105,3 milljörðum króna árið 2010. Þetta kemur fram í tölum Hagstofu Íslands. STJÓRNMÁL Arnþór Sigurðsson, bæjar- fulltrúi Vinstri-grænna í Kópavogi, lagði fram bókun á fundi bæjarráðs á miðvikudaginn þar sem fram kemur að hann telji óeðlilegt að Kópavogsbær haldi úti fiskirækt. Tilefnið er samþykkt bæjarráðs í vor þar sem Ómar Stefánsson, bæjar- fulltrúi Framsóknarflokksins, vildi láta kanna möguleikann á því hvort mögu- legt væri að sleppa eldisfiski í Kópa- vogslæk. Skýrsla liggur fyrir um málið en í henni er ekki mælt með því að sil- ungur sé ræktaður í læknum. Kópavogslækurinn hefur lengi haft slæma ímynd og var stundum kallaður skítalækurinn í gamla daga þegar skólp lak út í hann. Ímyndin batnaði svo ekki þegar mengunarslys varð í læknum með þeim afleiðingum að lækurinn varð snjó hvítur. Það gerðist örfáum dögum eftir að ósk Ómars um könnun var sam- þykkt. Ómar bókaði á fundi bæjarráðs síð- asta miðvikudag að hann væri ekki sammála mati Arnþórs og óskaði eftir áliti Náttúrustofu Kópavogs. - vg Bæjarfulltrúar Framsóknarflokks og VG í Kópavogi eru ósammála um silungarækt í bæjarlandinu: Deilt um ræktun á silungi í Kópavogslæk 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 80 60 40 20 0 kíló á ári Alifuglakjöt Svínakjöt Nautakjöt Kindakjöt 81,6 kg* *Heildarkjötneysla einstaklings yfi r árið Heildarneysla einstaklings á kindakjöti 2004-2005 24,7 kg 13,5 kg 21,9 kg 26,5 kg ÁRLEG KJÖTNEYSLA ÍSLENDINGA 2000–2012 24 ,0 k g 24 ,0 k g 23 ,6 k g 23 ,6 k g 19 ,7 k g 19 ,7 k g 19 ,7 k g 19 ,7 k g 18 ,9 k g 18 ,9 k g 20 ,7 k g 20 ,7 k g Auð vitað er þetta vegna gengis- þróunar að mestu leyti en raun- veruleikinn engu að síður.“ Andrés Magnússon, fram- kvæmdastjóri Samtaka versl- unar og þjónustu, segir viðsnún- ing hafa orðið í neyslumenningu þjóðarinnar við hrunið. „Neyslan sótti einfaldlega í ódýrari vöru. Vörur sem voru hættar að seljast rjúka út sem aldrei fyrr, en þetta eru einfaldlega einkenni kreppu.“ Andrés segir muninn á milli kjöttegunda liggja í því að þeir sem höfðu minna á milli hand- anna voru ekki að kaupa nauta- kjöt hvort sem var. „Þeir sem þurftu hins vegar að herða ólina fluttu sig frá lambinu yfir í svín og kjúkling.“ Sigurður segist ekki óttast að framleiðendur kindakjöts séu að tapa slagnum við aðrar kjöt- vörur. „Þetta gengur ágætlega í heild. Það eru líka ágætis markað- ir erlendis sem bæta það upp sem gefur eftir innanlands.“ Gagnrýni á útflutning lamba- kjöts; að íslenskir skattgreiðendur niðurgreiði kjöt fyrir útlendinga, segir Sigurður ekki standast skoð- un. Greiðslur til bænda séu ekki framleiðslu bundnar og þær myndu ekki breytast þó aðeins væri fram- leitt fyrir innanlandsmarkað. svavar@frettabladid.is KÓPAVOGSLÆKUR Mengunarslys varð í læknum í maí síðastliðnum. Bæjarfulltrúi vill silung í lækinn. MENNINGARMÁL Svokallað bílabíó fyrir krakka var haldið í Norræna húsinu í gær á vegum RIFF, alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykja- vík. „Krakkarnir, sem voru á aldrinum þriggja til sex ára, bjuggu til sinn eigin bíl og sátu svo í honum fyrir framan kvikmyndatjald þar sem sýndar voru nýjar íslenskar stuttmyndir fyrir börn ásamt klassískum stuttmyndum eftir Georges Méliès,“ segir Bergur Ebbi Benedikts son kynningarfulltrúi. „Krakkarnir fengu því að reyna á verkvit sitt við smíði bílanna og höfðu því svo sannarlega unnið sér inn fyrir notalegri stund fyrir framan tjaldið í bílum sínum,“ segir Bergur Ebbi. - gar Smíðuðu eigin bíla og horfðu á stuttmyndir í Norræna húsinu: Undu sér í góðum gír í bílabíói NOTALEGT BÍÓ Krakkarnir sem mættu í bílabíó RIFF létu fara vel um sig undir klassískum stuttmyndum Georges Méliès. MYND/LOÏC CHETAIL PAKISTAN, AP Um fjörutíu manns létu lífið þegar sprengjuárás var gerð á útimarkað í fjölfarinni götu í Peshawar í gær. Þetta er þriðja sprengjuárásin í landinu á innan við viku. Talið er að sprengjan hafi verið í bifreið sem lagt var skammt hjá markaðnum. Skammt frá er bæði moska og lögreglustöð og urðu miklar skemmdir á þessum bygg- ingum. Einnig kviknaði í mörgum bifreiðum. - gb Sprengjuárás í Pakistan: Fjörutíu manns létust í árásinni AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is, Sigurður Helgi Grímsson sigurdurhg@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ F ÍT O N / S ÍA F I0 4 3 2 5 9 568 8000 | borgarleikhus.is Borg arhol tsskó li, leiklis t 303 og 40 3 4 sýn ingar að eig in val i Áskri ftar- kortið okka r Veðurspá Miðvikudagur Víða fremur hægur vindur. BLAUTT Það verður heldur vætusamt þessa vikuna. Rigning með köflum um mest allt land en úrkomulítið NV-til. Vindur víðast hvar hægur eða fremur hægur. Hiti 2-12 stig og má búast við slyddu inn til landsins N-til. 4° 6 m/s 7° 4 m/s 8° 3 m/s 8° 9 m/s Á morgun Víða hægviðri. Gildistími korta er um hádegi 8° 4° 9° 10° 5° Alicante Basel Berlín 28° 19° 14° Billund Frankfurt Friedrichshafen 15° 17° 20° Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas 14° 14° 27° London Mallorca New York 18° 28° 22° Orlando Ósló París 30° 13° 21° San Francisco Stokkhólmur 18° 12° 9° 4 m/s 8° 4 m/s 7° 2 m/s 7° 2 m/s 7° 2 m/s 6° 5 m/s 3° 3 m/s 7° 5° 10° 8° 7° Snjólaug Ólafsdóttir veðurfréttamaður KIRKJAN Í gærkvöldi var haldin regnbogamessa í Laugarnes- kirkju. Þangað voru hinsegin fólk og ástvinir þeirra sérstak- lega boðin velkomin. Yfirskrift messunnar var: Fögnum fjöl- breytileika – krefjumst mann- réttinda. Sigurvin Lárus Jónsson prestur sagðist vilja opna dyr kirkjunnar fyrir hinsegin fólki, á sama tíma og verið væri að gefa tvöföld skilaboð frá Þjóð- kirkjunni. - hrs Fagna fjölbreytileika: Vilja opna dyr kirkjunnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.