Fréttablaðið - 30.09.2013, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 30.09.2013, Blaðsíða 36
KYNNING − AUGLÝSINGSjónvörp MÁNUDAGUR 30. SEPTEMBER 20134 1930-1940 Sjónvarpið var formlega kynnt til sög- unnar á heimssýningunni í London árið 1939. Áður höfðu stöðvar á borð við NBC og CBS þó verið með útsendingar í nokkur ár. Sjónvarpstæki voru stærðarinnar tæki með litlum tólf tommu skjá. Í Bandaríkj- unum kostuðu slík tæki milli 400 og 500 dollara en meðalárslaun á þeim tíma voru um 1.300 dollarar. Á dagskrá: Þáttagerð var af skornum skammti. Sýnt var frá kosningum, box- leikjum og sagðar fréttir. Þekktustu sjónvarps- upptökur þessara ára voru frá ól- ympíu- leikun- um í Berl- ín árið 1936. Tækninni hefur fleygt fram Saga sjónvarpstækja er ekki ýkja löng, en fyrsta sjónvarpið var formlega kynnt til sögunnar árið 1939. Þróun tækjanna var fremur hæg fyrstu áratugina en hin síðustu ár hefur tækninni fleygt óðfluga fram. 1940-1950 Heimsstyrjöldin síðari setti nokkurt strik í reikninginn þegar kom að þróun sjón- varps. Meira púðri var varið í stríðsrekst- ur og þróun samskipta- og ratsjártækni. Þróunin stóð þó ekki alveg í stað því tæknin á bakvið litasjónvarpið var kynnt til leiks á fyrri hluta áratugarins. Það var einnig á svipuðum tíma sem sjónvarps- auglýsingar urðu til. Meðan á stríðinu stóð var sjónvarpið notað til að miðla upplýsingum og smyrja áróðursvélina. Á eftirstríðsárunum varð sprenging í sölu sjónvarpstækja í Banda- ríkjunum. Tvær tegundir voru algengar. Annars vegar sjónvörp sem byggð voru inn í skáp og hinsveg- ar tæki sem hægt var að tilla ofan á önnur húsgögn. Á dagskrá: Sjón- varpsstjörnur á borð við Milton Berle, Ed Sullivan og Howdy Doody stíga fram í dags- ljósið. 1950-1960 Sjötti áratugurinn hefur af sumum verið kallaður gullöld sjónvarpsins. Almenningur hafði meira á milli handanna og fjár- festi í heimilistækjum. Við lok 1951 voru til að mynda átta millj- ón sjónvarpstæki í Bandaríkj- unum. Litasjónvarpið var þróað áfram og fjarstýringin fund- in upp. Fæstir áttu þó slík tækni- undur. Auglýsingar og kostaðir þætt- ir urðu æ algengari. Sápu óperur voru til dæmis nefndar eftir þvottaefni sem kostuðu síðdegis- þættina í sjónvarpinu. Við lok áratugarins kost- aði svart/hvítt sjónvarp um 200 dollara og litasjónvarp með 21 tommu skjá næstum 500 dollara. Sjónvörp voru við lok áratugarins á nærri 90 prósent bandarískra heimila. Á dagskrá: I Love Lucy, The Honeymooners, Father Knows Best, Leave It to Beaver og the Lone Ranger. 1960-1970 Sjónvörp urðu ódýrari og ekki eins fyrirferðarmik- il og áður. Við lok áratug- arins er talið að um 200 milljónir sjónvarpstækja hafi verið til í heiminum öllum. Á dagskrá: Fréttir í sjón- varpi voru vinsælar og fylgst var með myndum af morðinu á Kennedy, geim- skotum og stríðinu í Víet- nam. Teiknimyndirnar um Flintstones voru vinsælar en aðrir vinsælir þættir voru The Andy Griffith Show, My Three Sons, Bewitched, „Batman og Star Trek. 1970-1980 Fyrsta gervihnattaútsendingin var árið 1972. Framleiðsla stóru svart/ hvítu sjónvarpstækjanna dróst mjög saman. Á áttunda áratugnum kom fram á sjónvarpssviðið vídeótæknin sem gerði fólki í fyrsta sinn kleift að taka upp þætti úr sjónvarpinu. Á dagskrá: All in the Family, Saturday Night Live, Happy Days, The Brady Bunch og Sesame Street. 1980-1990 Sjónvarpstækin þróuðust lítið á níunda áratugnum. Hinsvegar varð ör þróun í fylgihlutum. Þó vídeótækið hafi verið kynnt til leiks á áttunda áratugnum varð það ekki vinsælt fyrr en á þeim níunda. Þá varð gríðarleg sprenging í leikjatölv- um sem hægt var að tengja við sjónvarp, til dæmis Nintendo. Fjarstýringar urðu þarfaþing á hverju heimili. Á dagskrá: Gamanþættir urðu gríðar- vinsælir. Þættir á borð við Roseanne, The Cosby Show, Cheers, Family Ties og Married with Children. Þá voru teiknimyndaþætt- irnir Simpsons frumsýndir árið 1989. 1990-2000 Tækninni fleygði fram á tíunda áratugn- um sérstaklega með tilkomu internetsins. Sjónvarpstækni á borð við Plasma og LCD var í þróun á þessum árum. Venjuleg túbu- sjónvörp voru enn algengustu sjónvarps- tækin en ýmis ný tækni var fáanleg í þeim. Til dæmis að vera með mynd í mynd, texta- varp og tímastillingar. Þá stækkuðu tækin mikið á þessum árum. Árið 1996 var einn milljarður sjónvarpstækja í veröldinni. Fyrsta Plasma-sjónvarpstækið kom á markað árið 1997 og LCD-sjónvörp voru einnig í boði en kostuðu afar mikið. Hás- kerpusjónvörp komu á markað árið 1998 og á þessum tíma gátu sjónvörp farið að taka við stafrænum útsendingum í stað analog- sendinga. Fyrsta stafræna upptökutækið, DVR, kom á markað árið 1999 svo fólk gat tekið upp sjónvarpsþætti og geymt á hörðum disk. Á dagskrá: Vinsælir þættir voru Friends, Seinfeld, Twin Peaks og The Simpsons. Kapalstöðvar urðu fyrirferðar- meiri og fram- leiddu þætti á borð við The Sopranos og Sex in the City. 2000- DVD spilarar tóku við af vídeótækjun- um. Raunar var DVD-tæknin kynnt ára- tug áður en náði ekki vinsældum fyrr. Í upphafi áratugarins voru DVD-spilarar á 7 prósent heimila en við lok hans á yfir 80 prósent heimila í Bandaríkjunum. Flatskjáir hófu innreið sína. Framfarir í LCD- og Plasma-tækni urðu til þess fram- leiðsla slíkra sjónvarpa jókst og verðið lækkaði. TiVo varð vinsælt í Bandaríkjun- um. Þannig gat fólk gert hlé á þáttum eða geymt þætti til að horfa á seinna. Slík tækni hefur hafið inn- reið sína á Ís- landi und- anfarin ár með tilkomu VOD, Leigu Vodafone og Tímaflakks. Útsending- ar urðu staf- rænar. DVD og Blu-ray kepptust um vídeómarkaðinn líkt og VCR og Betamax 30 árum fyrr. Internetið og sjónvarpið tengdust nán- ari böndum. Ólöglegt niðurhal á þáttum varð vandamál sem enn er óleyst. Apple setti á markað Apple TV árið 2007. Með því má þráðlaust tengja saman tölvu og sjón- varp og nýta þannig sjónvarpsskjáinn til að sýna það sem gert er í tölvunni. Svip- uð tækni hefur komið frá öðrum fyrirtækj- um á borð við Microsoft og Pana sonic. Nýjasta æðið er síðan þrí- víddarsjónvarp. Enn eru slík tæki mjög dýr en margir telja að slík tæki muni verða vin- sæl í framtíðinni. Á dagskrá: Raunveru- leikaþættir verða gríðarlega vinsælir til dæmis American Idol og Survivor. Aðrir vin- sælir þættir eru Friends og CSI.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.