Fréttablaðið - 30.09.2013, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 30.09.2013, Blaðsíða 64
30. september 2013 MÁNUDAGUR| SPORT | 24 Mörkin: 0-1 Mark Tubæk (27.), 0-2 Chukwudi Chijindu (33.), 1-2 Víðir Þorvarðarson (35.) ÍBV (4-3-3): Guðjón Sigurjónsson 6, Arnór Eyvar Ólafsson 6, Eiður Aron Sigurbjörnsson 5, Brynjar Gauti Guðjónsson 5, Matt Garner 5 - Yngvi Magnús Borgþórsson 6 (58., Ragnar Pétursson 5), Tonny Mawejje 6 (67., Arnar Bergsson 5), Gunnar Már Guðmundsson 5 (67., Hermann Hreiðarsson 6) - Ian Jeffs 6, Víðir Þorvarðarson 6, Jón Gísli Ström 6. Þór (4-3-3): Srdjan Rajkovic 6 - Atli Jens Albertsson 5 (46., Hlynur Magnússon 6), Ármann Pétur Ævarsson 7, Ingi Freyr Hilmarsson 5, Jónas Sigurbergsson 5 (76., Sigurður Kristjánsson -), Orri Freyr Hjaltalín 6, Edin Beslija 6, Mark Tubæk 7 (84., Jóhann Hannesson -), Orri Sigurjónsson 5, Sveinn Elías Jónsson 5, Chukwudi Chijindu 7*. 1-2 Hásteinsvöllur Ívar Orri Kristjáns. (3) Mörkin: 1-0 Ellert Hreinsson (11.), 1-1 Elías Már Ómarsson (18.), 1-2 Bojan Ljubicic (25.), 2-2 Árni Vilhjálmsson (38.), 3-2 Guðjón Pétur Lýðsson (86.) Breiðablik (4-3-3): Gunnleifur Gunnleifsson 5 - Gísli Páll Helgason 4 (46., Tómas Óli Garðarsson 7), Renee Troost 5, Elfar Freyr Helgason 4 (46., Viggó Kristjánsson 6), Kristinn Jónsson 6 - Guðjón Pétur Lýðsson 5, Finnur Orri Margeirsson 6, Andri Rafn Yeoman 6 - Ellert Hreinsson 7 (72., Olgeir Sigurgeirsson -), Árni Vilhjálmsson 7*, Elfar Árni Aðalsteinsson 6. Keflavík (4-4-2): Ómar Jóhannsson 6 - Ray Jónsson 5, Grétar Atli Grétarsson 4, Halldór Kristinn Halldórsson 4, Magnús Þórir Matthíasson 6 - Daníel Gylfason 5 (90., Fannar Sævarsson -), Andri Fannar Freysson 6, Frans Elvarsson 6, Bojan Ljubicic 7 (90., Anton Freyr Hauksson -) - Elías Már Ómarsson 6 (90., Jón Tómas Rúnarsson -), Hörður Sveinsson 7. 3-2 Kópavogsvöllur Þóroddur Hjaltalín (5) Mörkin: 0-1 Viktor Bjarki Arnarsson (29.), 1-1 Gary Martin (69.), 2-1 Emil Atlason (85.). KR (4-3-3): Hannes Þór Halldórsson 6 - Haukur Heiðar Hauksson 6, Grétar Sigfinnur Sigurðarson 6, Jonas Grönner 6, Guðmundur Reynir Gunn- arsson - (11., Gunnar Þór Gunnarsson 5) - Bjarni Guðjónsson 5, Jónas Guðni Sævarsson 7 (82., Brynjar Björn Gunnarsson -), Baldur Sigurðsson 6 - Kjartan Henry Finnbogason 4 (77., Emil Atlason -), Óskar Örn Hauksson 5, Gary Martin 7. Fram (4-3-3): Ögmundur Kristinsson 6 - Halldór H. Jónsson 5, Halldór Arnarsson 7, Alan Lowing 6, Jordan Halsman 5 - Sam Hewson 6, Viktor Bjarki Arnarsson 8*, Orri Gunnarsson 5 - Aron Bjarnason 5 (83., Aron Albertsson -), Kristinn Ingi Halldórsson 6 (77., Jón Eysteinsson -), Hólmbert Aron Friðjónsson 5. 2-1 KR-völlur Þorvaldur Árnason (6) Mörkin: 1-0 Michael Præst, sjm (12.), 2-0 Atli Viðar Björnsson (35.), 3-0 Guðmann Þórisson (77.), 4-0 Atli Viðar Björnsson (88.). FH (4-3-3): Róbert Örn Óskarsson 6 - Brynjar Ásgeir Guðmundsson 7, Guðmann Þórisson 8*, Freyr Bjarnason 7 (82., Jón Ragnar Jónsson -), Sam Tillen 7 - Davíð Þór Viðarsson 6, Emil Pálsson 6 (86., Einar Karl Ingvarsson -), Kristján Gauti Emils- son 6 - Ólafur Páll Snorrason 6, Atli Guðnason 7, Atli Viðar Björnsson 8. Stjarnan (4-3-3): Arnar Darri Pétursson 5 - Bald- vin Sturluson 4, Martin Rauschenberg 3, Daníel Laxdal 3, Robert Sandnes 3 (68., Hörður Árnason 5) - Þorri Geir Rúnarsson 4 (57., Atli Jóhannsson 4), Michael Præst 4, Veigar Páll Gunnarsson 3 - Kennie Chopart 3 (80., Gunnar Örn Jónsson -), Halldór Orri Björnsson 5, Garðar Jóhannsson 2. 4-0 Kaplakrika- völlur Gunnar Jarl Jónsson (8) Mörkin: 0-1 Tómas Þorsteinsson (9), 0-2 Viðar Örn Kjartansson (31.), 0-3 Pablu Punyed (77.), 1-3 Jóhannes Karl Guðjónsson (80.). ÍA (4-4-2): Árni Snær Ólafsson 4 - Thomas Sörensen 5, Ármann Smári Björnsson 5, Kári Ársælsson 5, Hector Pena 5 - Eggert Kári Karlsson 5 (79., Alexander Þorláksson -), Jóhannes Karl Guðjónsson 6, Joakim Wrele 5, Hafþór Ægir Vil- hjálmsson 4 (46., Hallur Flosason 5) - Jón Vilhelm Ákason 4 (46., Andri Adolphsson 4), Garðar Gunnlaugsson 4. Fylkir (4-5-1): Ólafur Ólafsson 5 - Ágúst Arnþórs- son 5 (67., Egill Ómarsson 5), Kjartan Breiðdal 5, Kristján Hauksson 4, Tómas Þorsteinsson 6 - Emil Berger 6 (90., Ásgeir Eyþórsson -), Ásgeir Börkur Ásgeirsson 5, Agnar Bragi Magnússon 5, Elís Rafn Björnsson 5, Pablo Punyed 6 (80., Daði Ólafsson -) - Viðar Örn Kjartansson 7*. 1-3 Norðurálsvöllur Kristinn Jakobsson (7) Mörkin: 0-1 Sigurður Lárusson (48.), 0-2 Damir Muminovic, sjm (58.), 0-3 Sigurður Lárusson (60.), 0-4 Ragnar Þór Gunnarsson (90.+3), 0-3 Haukur Ásberg Hilmarsson (90.+4). Víkingur (4-5-1): Sergio Ferreiro 3 - Brynjar Krist- mundsson 3, Damir Muminovic 4, Emir Dokara 4, Samuel Hernandez 3 - Eyþór Helgi Birgisson 6 (71., Fannar Hilmarsson -), Farid Zato-Arouna 5, Eldar Masic 4 (71., Steinar Ragnarsson -), Guðmundur Magnússon 6, Antonio Mossi 4 (48., Björn Pálsson 4), Guðmundur Hafsteinsson 4. Valur (4-5-1): Fjalar Þorgeirsson 6 - Sigurður Egill Lárusson 9*, Magnús Már Lúðvíksson 7, Stefán Ragnar Guðlaugsson 7 (62., Guðmundur Júlíusson 7), Jónas Tór Næs 7 - Arnar Sveinn Geirsson 7, Kristinn Freyr Sigurðsson 8, Andri Fannar Stefáns- son 7, Patrick Pedersen 7, Matthías Guðmundsson 8 (76., Haukur Hilmarsson -), Lucas Ohlander 7. 0-5 Ólafsvíkur- völlur Valdimar Pálsson (9) PEPSI DEILDIN 2013 LOKASTAÐAN KR 22 17 1 4 50-27 52 FH 22 14 5 3 47-22 47 Stjarnan 22 13 4 5 34-25 43 Breiðablik 22 11 6 5 37-27 39 Valur 22 8 9 5 45-31 33 ÍBV 22 8 5 9 26-28 29 Fylkir 22 7 5 10 33-33 26 Þór 22 6 6 10 31-44 24 Keflavík 22 7 3 12 33-47 24 Fram 22 6 4 12 26-37 22 Víkingur Ó. 22 3 8 11 21-35 17 ÍA 22 3 2 17 29-56 11 FÓTBOLTI Það var hart barist um gullskóinn sem markahæsti leik- maður Pepsi-deildar karla fær. Þrír leikmenn enduðu með 13 mörk í deildinni: FH-ingurinn Atli Viðar Björnsson, KR-ingurinn Gary Martin og Fylkismaðurinn Viðar Örn Kjartansson. Atli Viðar lék fæsta leiki af þremenningun- um og fær því gullskóinn. „Ég viðurkenni að þegar við vorum svo gott sem búnir að vinna leikinn þá frétti ég af því að mig vantaði eitt mark í viðbót í gull- skóinn. Þá fór ég að svindla aðeins og svo þegar markið kom undir lokin fór ég að hugsa um að þetta væri kannski loksins að gerast,“ sagði hinn 33 ára gamli Atli Viðar, en hann fékk tíðindin frá félögum sínum af bekknum í síðari hálf- leik. Hann hafði tvisvar sinnum áður fengið silfurskóinn og einu sinni bronsskóinn. „Það er mjög góð tilfinning að hafa loksins fengið skóinn. Virki- lega gaman að ná honum á síð- ustu metrunum. Við sóknarmenn erum eðlilega svolítið uppteknir af þessu.“ Atli Viðar er búinn að skora 90 mörk fyrir FH í efstu deild og fór í sumar upp fyrir Hörð Magnús- son sem markahæsti FH-ingurinn í efstu deild. Hann er nýbúinn að skrifa undir nýjan eins árs samn- ing og stefnan hlýtur að vera sett á 100 mörk? „Ég vil ekki gefa neitt út en það væri gaman að ná því.“ - hbg Vissi að mig vantaði mark og fór að svindla FH-ingurinn Atli Viðar Björnsson varð markahæstur í Pepsi-deild karla og fékk loksins gullskóinn eft irsótta. GULLDRENGUR Atli er ein mesta markamaskína sem hefur spilað hér á landi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓTBOLTI „Ég er sá eini í liðinu sem spilaði allar mínútur í öllum keppnum. Það er nokkuð magnað,“ segir Grétar Sigfinnur Sigurðar- son, miðvörður KR. Þó svo að þjónustu hans væri ekki óskað síðasta vetur, og hann hefði fengið tilboð frá öðrum liðum, neitaði hann að fara. Það hefði verið auðvelt að leggjast niður, grenja og vorkenna sjálfum sér. Það kom aldrei til greina hjá Grétari Sigfinni. „Ég tók mig saman í andlitinu er ég fékk þessi leiðinlegu tíð- indi. Mér var vissulega brugðið og ég reyndi að væla í Rúnari en hann sagði að það væri betra að ég færi. Ég hringdi svo í hann síðar og sagðist ætla að taka slaginn. Þá sagði hann aftur að það væri betra fyrir mig að fara annað. Ég neitaði að hlusta á það, var samn- ingsbundinn og hafði fullan rétt á að vera þarna. Ég ákvað að líta í eigin barm og koma mér í besta form lífs míns. Það gerði ég síðan,“ segir Grétar Sigfinnur. Komst í form lífs síns Hann fór að hlaupa mikið aukalega og breytti mataræðinu. Fyrir vikið léttist hann um fimm kíló og komst í form sem honum hafði ekki tekist að komast í áður. „Ég ætlaði ekki að gefa neitt færi á mér. Ætlaði ekki að væla heldur leggja mig allan fram og selja mig dýrt. Ég var bestur í öllum hlaupatestum og sýndi fram á hvaða form ég var kominn í.“ Grétar kom ekkert við sögu í nokkrum leikjum en síðan fóru menn að meiðast. Þá komu loksins tækifæri og úr varð að hann spil- aði hægri bakvörð og gerði það vel. Spilaði vel og skoraði í tveim- ur leikjum í röð. Minnti hraustlega á sig. „Ég sagðist vera til í að spila bakvörðinn. Sagði við Rúnar að ég héldi að ég yrði góður þar. Rúnar hálfpartinn hló að mér og notaði frekar annan í minn stað til byrja með,“ segir Grétar. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var að gæla við að nota miðju- mennina Bjarna Guðjónsson, Brynjar Björn Gunnarsson og Andra Ólafsson sem miðverði í sumar. Hann féll frá þeim plönum rétt fyrir mót. „Þetta var ekki alveg að ganga og eftir meistaraleikinn talaði Rúnar við mig og sagðist ætla að hafa mig í miðverði í fyrsta leik Íslandsmótsins. Fara í það sem hefur virkað undanfarin ár. Ég var miklu meira en til í það,“ segir Grétar en sagði Rúnar við hann af hverju hann vildi losna við hann? „Hann sagði að ég væri ekki nógu góður og að hann vildi spila með hafsent sem væri betur spil- andi en ég. Hann vissi vel að KR væri að missa mikið í mér sem varnarmanni en vildi menn sem gætu spilað boltanum betur. Mér fannst hann vanmeta varnar- þáttinn í liðinu en þetta var það sem hann vildi gera og ekkert við því að gera. Ég var auðvitað sár en svona gerist. Það gerist samt ekki oft að menn svari þessu svona eins og ég gerði. Ég vildi ekki fara því ég er svo mikill KR-ingur. Ég vil ekkert annað en að spila fyrir KR,“ segir Grétar og bætir við að það eigi að skipta öll félög máli að vera með uppalda leikmenn sem hafi hjartað á réttum stað. Grétar er orðinn þrítugur og segist aldrei hafa verið í betra formi. Það er því eðlilegt að spyrja af hverju hann hafi ekki verið í svona góðu formi áður? „Þetta var klárlega ákveðið spark í afturendann fyrir mig. Eftir á að hyggja hafði ég gott af þessu þó svo ég sé enn pínu sár yfir því hvernig var komið fram við mig. Þetta gerði mig að betri leikmanni og tímabilið í sumar var mitt besta frá upphafi,“ segir Grét- ar en hann var samt ósáttur við tvo til þrjá leiki hjá sér í sumar. „Ég tel mig eiga mikið inni og ætla mér að koma enn sterkari til leiks næsta sumar. Þá verð ég að leggja enn harðar að mér og ætla mér að gera það. Ég er mjög stolt- ur af mér eftir það sem á undan er gengið. Þetta var persónulegur sigur fyrir mig.“ henry@frettabladid.is Mjög stoltur af sjálfum mér KR-ingurinn Grétar Sigfi nnur Sigurðarson mun seint gleyma tímabilinu sem lauk um helgina. Þá varð hann Íslandsmeistari og vann einnig persónulega sigra. Þjónustu hans var ekki óskað fyrir tímabilið. Hann neit- aði að fara, tók sig saman í andlitinu og var í lykilhlutverki í sumar. Hann lék allar mínútur KR á tímabilinu. REIS UPP Í STAÐ ÞESS AÐ VÆLA Grétar var tekinn inn í liðið sem miðvörður rétt fyrir mót. Hann var lykilmaður í allt sumar, spilaði mest allra og á stóran þátt í Íslandsmeistaratitli KR-inga. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL SPORT – Lifið heil www.lyfja.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /L Y F 6 55 19 0 9/ 13 Fyrir þig í Lyfju Frábær vítamín fyrir börn og unglinga Vitabiotics
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.