Fréttablaðið - 30.09.2013, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 30.09.2013, Blaðsíða 18
FÓLK|HEIMILI ÉLIVOGAR Motturnar eru hand- unnar úr ís- lenskri ull og vöktu athygli á hönnunar- vikunni í London og í Peking nú í september. MYNDIR/ÉLI- VOGAR FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs- ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Kolbeinn Kolbeinsson, kolli@365.is, s. 512-5447 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Við fengum frábærar við-tökur,“ segir Sigrún Lára Shanko, önnur tveggja hönnuða sem standa að teppa- verksmiðjunni Élivogum, sem framleiðir handunnin teppi á gólf og veggi úr íslenskri ull. Élivogar tóku þátt í sýningunni 100% De- sign í London fyrr í mánuðinum. Eftir sýninguna í London lá leiðin beint til Kína á hönnunar- vikuna í Peking sem lauk nú fyrir helgina. „Við fengum strax boð um að taka þátt í Peking Design week,“ segir Sigrún. „Það þykir áhuga- vert að teppin okkar eru unnin úr íslenskri ull, náttúrlegum trefjum og að framleiðslan fari fram á Íslandi.“ Fyrirtækið stofnaði Sigrún í samvinnu við Sigríði Ólafsdóttur, vöru- og textílhönnuð, fyrir tveimur árum. Munstrin sækja þær til loftmynda af ís- lensku landslagi, ám og jöklum en þær frumsýndu fyrstu teppin á HönnunarMars 2012. Síðan hefur boltinn ekki stoppað. „Við hittum tengilið 100% Design á HönnunanMars í fyrra og sýndum teppin í framhaldinu í Helsinki. Eftir það var okkur boðið að taka þátt í 100% Design London strax í fyrrahaust en höfðum ekki tök á því fyrr en núna. Þetta eru ótrúlega spennandi viðtökur en svo verðum við bara að sjá til hvort þetta leiðir eitthvað meira af sér, vonandi.“ Nánar má forvitnast um hönnun og framleiðslu Élivoga á Facebook og á www.elivogar.is. ■ heida@365.is SÝNA Í LONDON OG PEKING HÖNNUN Teppaverksmiðjan Élivogar tók þátt í hönnunarsýningum í London og Peking í september. Élivogar framleiða handunnin teppi úr íslenskri ull. LANDSLAG Munstrin eru sótt í íslenskt landslag. VEL TEKIÐ Fyrstu teppin voru sýnd á Hönnunar- Mars 2012 og vöktu þá strax athygli útsendara 100% Design í London. NÁTTÚRULEGT Teppin eru endurnýtan- leg nánast að fullu en náttúrulegar trefjar eru notaðar við framleiðsluna. Hjartaheill og Neistinn biðla til landsmanna um að leggja fé til söfnunarinnar en það er hægt með þrennum hætti: greiða valgreiðslu í heimabanka, hringja í styrktarsíma eða leggja beint inn á reikning söfnunar- innar ef um hærri fjárhæðir er að ræða. Hjarta- og æðasjúkdómar eru skæðustu sjúkdómar veraldarinnar í dag og þeir sem krefjast flestra mannslífa. Í hverj- um mánuði eru framkvæmdar um 200 hjartaþræðingar og aðgerðir á Hjarta- þræðingarstofu Landspítalans. Það eru hátt í 2.400 aðgerðir á hverju ári. MARGT SMÁTT GERIR EITT STÓRT Valgreiðslan er að sögn Ásgeirs Þórs Árnasonar, framkvæmdastjóra Hjarta- heilla, ósköp hófleg, eða aðeins 1.000 kr. „Við höfum leitað til fjölskyldnanna í landinu til þess að leggja okkur lið. Stofnuð hefur verið valgreiðsla á hverja fjölskyldu í landinu og að sjálfsögðu er öllum í sjálfsvald sett hvort þeir vilja styðja átakið eða ekki. Hverja fjölskyldu munar kannski ekki svo mikið um 1.000 kr. en það safnast þegar saman kemur,“ segir Ásgeir. ÞAÐ ER LÍFSNAUÐSYNLEGT AÐ STYTTA BIÐTÍÐMANN Núverandi tækjakostur spítalans dugar engan veginn og af þeim þremur tækjum sem hjartadeildin hefur yfir að ráða er eitt þeirra fyrir löngu komið á tíma. Gestur Þorgeirsson, yfirlæknir á Hjartadeild Landspítalans, segir að elsta hjartaþræðingartæki á Land- spítalanum sé nú orðið 16 ára gamalt og aðeins tímaspursmál hvenær það gefur sig alveg. „Úti í heimi eru menn að nota þessi tæki í 6-8 ár en okkur hefur tekist að nýta þetta tæki í 16 ár. Það er þó orðið vonlítið að fá varahluti í svona gamalt tæki; enginn sem sinnir þessu lengur. Það er því alveg nauðsynlegt að endurnýja það sem fyrst. Verkefnin eru fjölmörg og margvísleg, svo sem þræð- ingar, kransæðavíkkanir og brennsluað- gerðir á aukabrautum og hjartsláttar- truflunum, auk þess sem nýlega er farið að koma fyrir hjartalokum í þræðingu. Til þess að ráða við verkefnin þarf þrjú góð þræðingartæki. Með nýju tæki gefst tækifæri til að stytta biðtímann í þessar aðgerðir verulega.“ Allar nánari upplýsingar um söfn- unin má fá á vefnum hjartaheill.is eða á facebook.com/hjartaheill. SAFNA FYRIR NÝJU ÞRÆÐINGARTÆKI HJARTAHEILL KYNNIR Hjartaheill og Neistinn hrundu um helgina af stað átaki til söfnunar fyrir nýju hjartaþræðingartæki á hjartadeild Landsspítala. Í dag eru 260 manns á biðlista eftir hjartaþræðingu sem er óviðunandi ástand. HJARTAÞRÆÐIRNIR Styrkjum hjartaþræðina heitir verk eftir Einar Guðmundsson, graf- ískan hönnuð. Verkið er tákn söfnunarinnar. Á myndinni eru einnig starfsmenn Hjartaheilla. MYND/GVA ■ ÍSLENSK HÖNNUN Ingibjörg Hanna Bjarnadóttir hönnuður flytur erindi á spjall- fundinum Hönnuðir hittast, á Bergsson Mathús á miðviku- dag. Yfirskriftin er Þátttaka í alþjóðlegum hönnunarhátíðum og munu Ingibjörg Hanna og hönnuðir Tulipop deila sinni reynslu. „Ef stefnan er sett á erlendan markað er mikilvægt fyrir ís- lenska hönnuði að taka þátt í er- lendum sýningum til að komast í samband við verslanir, dreif- ingaraðila og blaðamenn og ekki síst til að kynnast öðrum hönnuðum,“ segir Ingibjörg Hanna. „Slík þátttaka er þó stór fjárfesting og því mikilvægt að skoða vel hvar er best að sýna.“ Farið verður yfir hvernig undirbúningi skuli háttað og hvernig fá megi sem mest út úr sýningum erlendis. Hönnunarmiðstöð Íslands stendur fyrir reglulegum spjallfundum fyrsta miðvikudag í mán- uði á Bergsson Mathús í Templarasundi 3. Sjá nánar á www.honn- unarmidstod.is. HÖNNUÐIR HITTAST Hnitmiðað og skemmtilegt nám fyrir þá sem vilja kynnast Íslandi í máli og myndum. Námið er opið öllum þeim sem áhuga hafa á að læra hvernig standa skal að leiðsögn erlendra og innlendra ferðamanna um Ísland. -Flest stéttarfélög styrkja nemendur til náms. -Nemendur geta að námi loknu gerst félagsmenn í Leiðsögufélaginu Helstu námsgreinar: - Helstu viðkomustaðir ferðamanna á Íslandi í máli og myndum. - Mannleg samkipti, leiðsögutækni, hestar, fuglar og flóra. Framsaga. - Saga landsins, jarðfræði, bókmenntir og listir, menningartengd ferðaþjónusta. - Skipulagðar ferðir og afþreyingaferðir. Ritgerðaverkefni og margt fleira. Leiðbeinendur eru þaulvanir leiðsögumenn og sérfræðingar hver á sínu sviði. Boðið er uppá dag – og kvöldnám, auk þess er farið í fjölda vettvangsferða. Umsögn: Leiðsögunámið í Ferðamálaskóla Íslands bætti miklu við þekkingu mína á landinu sem og sögu og menningu þjóðarinnar. Þessir þættir voru ofnir saman á einkar áhugaverðan og skemmtilegan hátt og kryddað margs konar fróðleik og frásögnum. Auk þess spannaði námið allt frá leiðsögutækni til laxveiðáa, frá skyndihjálp til skógræktar og frá hvalafræðum til hverasvæða svo nokkuð sé nefnt. Skipulag námsins var sveiganlegt en með ákveðnu aðhaldi stjórnenda sem skapaði gott andrúmsloft í þessum alþjóðlega hópi nemanda. Þessum tíma var mjög vel varið hvort sem maður hyggur á ferðaleiðsögn eða ekki. LEIÐSÖGUNÁM VIÐURKENNT STARFSNÁM AF ATVINNULÍFINU Opið 8-22 Magnús Jónsson fv. veðurstofustjóri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.