Fréttablaðið - 30.09.2013, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 30.09.2013, Blaðsíða 33
SJÓNVÖRP MÁNUDAGUR 30. SEPTEMBER 2013 Kynningarblað Philips, IKEA, Vodafone, OZ, kvikmyndir, þættir og sagan. HAFNARGÖTU 90 REYKJANESBÆ S: 414 1740 • EYRARVEGI 21 SELFOSSI S: 480 3700 • GARÐARSBRAUT 18A HÚSAVÍK S: 464 1600 • GLERÁRGÖTU 30 AKUREYRI S: 460 3380 • KAUPVANGI 6 EGILSSTÖÐUM S: 414 1735 • SUÐURLANDSBRAUT 26 REYKJAVÍK S: 569 1500 ht.is UMBOÐSMENN UM LAND ALLT GREEN TV Philips 50PFL5008 2013-2014 LAUNASJÓNVÖRPRÐVE ULTRA HD TV Philips 65PFL9708 2013-2014 Philips fagnar því um þessar mundir að 85 ár eru frá því að fyrsta Philips-sjónvarpið kom á markað. „Á þessum tímamótum er Philips úrvalið öflugra en nokkru sinni fyrr,“ segir Jóhann Viðarsson, sölustjóri Heimilis tækja, en Heimilistæki hafa selt Philips-sjón- vörp allt frá því að sjónvarpsútsendingar hófust á Íslandi árið 1966. „Landsmenn þekkja kosti þeirra því vel,“ segir Jóhann. Hann segir Philips sömuleiðis fagna því að hafa unnið til hinna virtu EISA-verðlauna fyrir besta sjónvarp Evrópu tíunda árið í röð. „Það ætti því enginn að velkjast í vafa um hvað skal velja ef ætlunin er að fá það allra besta,“ segir Jóhann. Auk verðlauna fyrir besta sjónvarpið fékk Philips EISA-verðlaun fyrir grænasta tækið. „Fyrirtækinu er mjög annt um umhverfið og orkusparnað og notar mikið af endur nýtanlegu efni í sínar vörur, en þetta er fjórða árið í röð sem Philips hlýtur þennan græna stimpil.“ Vörulínan í ár er að sögn Jóhanns afar fjölbreytt og segir hann alla geta fundið eitthvað við sitt hæfi. „Við erum með allt frá einföldum minni tækjum til stórra f latskjáa með miklum aukabúnaði. Flest tækin í línunni eru svokölluð snjallsjónvörp. Þau gera notendum kleift að nálgast efni úr tölvum, símum og af netinu með auðveldum hætti. Þá er fjöldi forrita í boði sem auka möguleikana enn frekar. Í 5000-línunni er svo komin ambilight-baklýsingin, en tæki með þeim búnaði hafa verið gríðarlega vinsæl undan- farin ár. Með baklýsingunni verður upplifunin allt önnur en hún gerir það líka að verkum að tækið virkar enn stærra enda lýsir hún upp vegginn á bak við það,“ lýsir Jóhann. Philips Ambilight + Hue – veitir einstaka upplifun Í Philips 7000-línunni má samtengja ambilight- baklýsinguna við Philips Hue-lýsingu og þannig breyta öllu rýminu þannig að lýsing fylgi því sem er á sjónvarps- skjánum. Þannig verður upplifunin ekki takmörkuð við skjáinn sjálfan heldur allt rýmið. Philips Ultra HD – tilbúið fyrir framtíðina Philips 65 tommu 65PFL9708T tækið er fyrsta kynslóð sjón- varpa með Ultra HD-upplausn, en það eru tæki sem eru með nýjum skjáum sem bjóða upp á miklu meiri upplausn en hefðbundin háskerpusjónvörp sem til eru í dag eða 3840x2160 punkta í stað 1920x1080 punkta áður. „Í dag er ekki mikið til af efni sem tekið er upp í svo hárri upplausn, en þessi tæki eru svo sannarlega tilbúin fyrir framtíðina og framboð á hágæðaefni mun fara ört vaxandi á komandi árum. Tækið er enn fremur búið öllu því besta frá Philips og hlaut, sem fyrr segir, hin eftirsóttu EISA-verðlaun sem besta sjónvarp Evrópu 2013-2014. Margverðlaunuð Philips-sjónvörp Heimilistæki hafa selt Philips-sjónvörp allt frá því að sjónvarpsútsendingar hófust árið 1966. Sjónvörpin eru margverðlaunuð, en Philips Ultra HD hlaut nýlega EISA-verðlaunin og þykir besta sjónvarp Evrópu 2013 til 2014. Flest tækin í Philips-línunni eru svokölluð snjallsjónvörp, en þau gera notend- um kleift að nálgast efni úr tölvum, símum og af netinu með auðveldum hætti. Tæki með ambilight-baklýsingu hafa notið gríðarlegra vinsælda undanfarin ár. Tækið virkar stærra og upplifunin verður allt önnur. Hér má sjá Philips 7000-línuna. Sjónvörp sem tilheyra henni eru búin ambilight- baklýsingu og Philips Hue- lýsingu sem er hægt að sam- tengja. Upplif- unin er þá ekki takmörkuð við skjáinn heldur allt rýmið. MYND/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.