Fréttablaðið - 30.09.2013, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 30.09.2013, Blaðsíða 32
Meistaramánuður MÁNUDAGUR 30. SEPTEMBER 20136 Ég var að skrá mig!“ segir Vil-borg Arna Gissurar dóttir, ævintýrakona og pólfari, glaðlega þegar blaðamaður nær í skottið á henni úti í Noregi. Vil- borg er í afar góðu formi en seg- ist lengi hafa langað til að verða betri hlaupari en ekki haft tíma til að sinna því. „Ég hef tekið þátt í Reykjavíkurmaraþoni og var að hlaupa hálfmaraþon í Ósló án þess þó að hafa æft mig mikið,“ segir Vilborg. Hún hefur það að markmiði í meistaramánuðinum að hlaupa þrisvar í viku. „Núna veit ég að ég kemst vegalengdirn- ar en langar að bæta tæknina og reyna mig við tímamörk,“ segir hún en hlaupin eru fjarri því að vera eina markmið hennar í októ- ber. „Annað markmið er að klifra í Klifurhúsinu tvisvar í viku,“ upp- lýsir hún, en eftir mánuð ætlar Vil- borg að klífa hæsta tind Eyjaálfu í Indónesíu en það er hluti af lang- tímamarkmiði hennar að fara á hæsta fjallstind í hverri heims- álfu. „Ef allt gengur upp klára ég tindana sjö á Everest í maí.“ Vilborg hefur góða reynslu af því að setja sér markmið. „Lengi framan af áttaði ég mig ekki á mikilvægi markmiðasetningar en síðan fattaði fegurðina í því að setja sér markmið,“ segir Vilborg. Hún telur það afar stefnumótandi fyrir það sem fólk langar til að gera. „Maður upplifir sigurtilfinn- ingu við að ná einhverjum tiltekn- um endapunkti,“ segir Vilborg og tekur fram að stór og yfirþyrm- andi markmið þurfi ekki að virð- ast óyfirstíganleg. „Maður verður að brjóta þau niður í smærri mark- mið þannig að maður hafi alltaf viðráðanlegt markmið í augsýn,“ segir hún. Mikilvægt sé síðan að fagna hverjum sigri. Hún segir ekki slæmt að gera mistök. „Við gerum öll mistök en í raun eru þau ekki mistök nema maður læri ekki af þeim. Maður má ekki refsa sér svo mikið að maður hætti heldur halda áfram og finna hvernig maður getur gert betur næst.“ Vilborg segir mark- miðasetningu algert töfratæki fyrir sig. „Fyrir vikið verð ég mjög einbeitt í því sem ég er að gera og forgangsraða betur. Ég þrái mark- miðin svo heitt að ég læt lítið freistast.“ Markmið eru fögur Vilborg Arna Gissurardóttir pólfari vill verða betri hlaupakona og æfir klifur í meistaramánuðinum. Hún segir fegurð felast í að setja sér markmið. Vilborg Arna Gissurardóttir ætlar að synda og klifra í meistaramánuðinum. MYND/PÁLÍNA ÓSK HRAUNDAL SKIPULAGIÐ Í SÍMANN Fjölmörg smáforrit (app) eru til sem hjálpa símnotendum við að skipuleggja tíma sinn. Eitt þeirra heitir Any.do og milljónir símnotenda nota það um allan heim. Smáforritið, sem er afar einfalt í notkun og smekklega hannað, fæst bæði fyrir Android- og iPhone-síma. Það er til margra hluta nytsamlegt og kemur að mestu leyti í stað allra gulu minnis- miðanna, minnisbókanna og innkaupalistanna. Með því má skipu- leggja ýmsa viðburði í einkalífi og vinnu, til dæmis fundi, innkaupalista og afmælis- áminningar. Einnig er hægt að taka upp raddskilaboð og þá skrifar forritið upp það sem notandinn segir. Þegar lokið er við verkefnið eða atburðinn er hann strikaður út með fingr- inum og merkist sem frágengið. Til að þurrka út frágengin atriði dugir að hrista símann og þá hverfa þau. Any.do gerir þér einnig kleift að deila verkefnum með öðrum símnotendum, til dæmis maka eða vinahópi. Þannig getur par sett upp innkaupalistann saman og vinir skipulagt viðburði. Notendur smáforritsins geta svo sótt viðbót við Chrome-vafrann sem gerir þeim kleift að skrá inn minnispunkta við tölvuna sem fara beint í síma viðkom- andi. Sama fyrirtæki og setti Any.do á markað hefur einnig hannað smáforrit fyrir dagatal sem heitir einfaldlega Cal. Það tengist beint við Any.do og setur upp daga símaeigandans á skemmtilegan hátt. Meistaramánuðurinn gjör-breytti lífi mínu,“ segir Elísabet Ólafsdóttir, vef- umsjónarkona hjá Ríkisútvarpinu. Elísabet var atvinnulaus þegar hún fyrst tók þátt í meistara mánuði árið 2011 og fékk draumastarfið á síðasta degi mánaðarins. „Ég hafði verið í atvinnuleit eftir fæðingarorlof og gerði allt sem í mínu valdi stóð til að uppfylla markmið mín en eitt af þeim var að fá vinnu áður en meistara mánuður var úti. Þann 31. október, síðasta dag mánaðarins, bauðst mér svo draumastarfið en bókstaflega allir sem mig þekkja höfðu haft samband þegar sú atvinnuauglýsing birtist svo hún færi ekki fram hjá mér. Þannig var það kannski meistara- leg tilviljun að ég endaði í drauma- starfinu á RÚV síðasta meistaradag- inn og kannski ekki.“ Elísabet segist þegar hafa verið byrjuð að taka til í sjálfri sér þegar hún ákvað að taka þátt í meistara- mánuði. „Ég fann að taktík meistara- mánaðarins hentaði mér því það skiptir sköpum að skrifa niður markmið sín. Að vita hvað maður vill er nefnilega hálf leiðin, hvort sem fólk kallar það að biðja, „secret-a“ eða annað. Markmiðin þurfa þó að vera raunhæf og mikil- vægt að ætla sér ekki um of,“ segir Elísabet, sem kveðst vera meistari að upplagi. Því hafi markmið henn- ar verið ólík markmiðum flestra sem taka þátt í meistaramánuði til að bæta lífsstílinn. „Ég er svo heppin að vera A- manneskja að eðlisfari. Ég reyki hvorki né drekk og vakna skæl- brosandi klukkan hálfsjö á morgn- ana yfir því að kominn sé nýr dagur með fjölskyldunni. Það er dásam- legt að líða þannig, jafnvel þótt það hljómi svolítið væmið,“ segir Elísa- bet brosmild. Í fyrra setti hún sér meistara- mark mið um að vera frábær mamma, leika við barnið sitt, baka og vera húsfrú, og í ár ætlar hún að lesa inn á hljóðbækur og fleira sem setið hefur á hakanum. „Meistaramánuður snýst um að gera mann hamingjusaman og ánægðan með sjálfan sig. Markmið eru svo jafn ólík og fólkið er margt. Mánuðurinn snýst um að skoða hvar einstaklingurinn stendur, hvað hann vill og hvort hann geti náð þangað. Mér þótti uppörvandi að fylgjast með meistaramánuðinum á Facebook og sjá venjulegt fólk etja kappi við drauma sína, hvort sem það var að bjóða í kaffi og baka tvær sortir, hlaupa maraþon eða horfa á gott sjónvarp með poppi og kók.“ Elísabet er mörgum kunn undir viðurnefninu Beta rokk en segist nú vera kölluð Beta beikon. „Reyndar kom matur aldrei við sögu í meistaramánuði mínum því ég var löngu byrjuð að taka til í sjálfri mér og komin í 12 spora kerfi matarfíkla með afbragðs árangri. Svo lengi sem ég sleppi Snickers og fæ mitt beikon og egg hefur verið áreynslulítið að losna við fjörutíu kíló á fjórum árum.“ Meistaraleg tilviljun Betu beikon Elísabet Ólafsdóttir fékk draum sinn uppfylltan þegar hún tók fyrst þátt í meistaramánuði með háleit og skýr markmið. Hún segir meistara mánuðinn snúast um að gera fólk hamingjusamt og ánægt með sjálft sig og að markmiðin geti snúist um smákökubakstur til maraþonhlaups og allt þar á milli. Elísabet Ólafsdóttir er ein af þeim heppnu og fékk draumastarf hjá RÚV í meistaramánuði. MYND/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.