Fréttablaðið - 30.09.2013, Blaðsíða 61

Fréttablaðið - 30.09.2013, Blaðsíða 61
MÁNUDAGUR 30. september 2013 | MENNING | 21 HANN ER NÚMER 269 Í RÖÐINNI Á Hjartadeild Landsspítala Íslands bíða nú 270 manns á biðlista. Hjartasjúklingur sem deyr á biðlista slítur fjölda þráða til ástvina og samferðarfólks. Greiddu valgreiðslu í heimabanka, leggðu inn á reikningsnúmer okkar eða hringdu í síma: 907-1801 fyrir 1.000 kr. framlag 907-1803 fyrir 3.000 kr. framlag 907-1805 fyrir 5.000 kr. framlag Frjáls framlög: 0513-26-1600 Kt. 511083-0369Franz Arason er á biðlista eftir hjartaþræðingu VIÐ SÖFNUM FYRIR NÝJU HJARTAÞRÆÐINGARTÆKI UK Literacy Association tilkynnti á fimmtudaginn til- nefningar til barnabókaverðlauna sinna, UKLA Book Award, og svo ánægjulega vill til að tvær íslenskar bækur eru á listanum. Tilnefningarnar eru í þremur aldursflokkum og fyrir aldurinn 7-11 ára er tilnefnd Sagan af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason og Áslaugu Jónsdóttur í þýðingu Julians Meldon D’Arcy. Bókin kemur út hjá Pushkin Press í Bretlandi. Á listan- um yfir bækur fyrir 3-6 ára er tilnefnd Ólíver eftir Birg- ittu Sif Jónsdóttur sem kemur út hjá Walker Books. UK Literacy Association eru góðgerðasamtök sem ein- beita sér að læsi. Kennarar á öllum skólastigum tilnefna til verðlaunanna og komu þeir að þessu sinni frá Sussex. Tilkynnt verður um vinningsbækurnar við hátíðlega athöfn í Sussex-háskóla þann 4. júlí næsta sumar. Blái hnötturinn og Ólíver tilnefndar Íslensku barnabækurnar Ólíver og Sagan af bláa hnettinum eru tilnefndar til UKLA Book Award í Bretlandi. ANDRI SNÆR MAGNASON Sagan af bláa hnett- inum er tilnefnd í flokki bóka fyrir 7 til 11 ára börn. BIRGITTA SIF JÓNSDÓTTIR Ólíver er tilnefnd í flokki bóka fyrir þriggja til sex ára. Undanfarin þrjú ár hefur Hafnar borg staðið fyrir sam- keppni um tillögu að haustsýn- ingu í safninu, en nú er í fjórða skipti kallað eftir sýningar- tillögum. Frestur til að skila inn tillögu að sýningu í Hafnarborg haustið 2014 rennur út mánu- daginn 14. október 2013. Óskað er eftir hugmyndum að sam- sýningum þar sem viðfangs- efni, vinnuaðferð eða aðrar hug- myndir binda sýninguna saman. Einnig koma til greina sýningar sem fela í sér greiningu eða sýn á verk ákveðins listamanns. Tillögur skal senda á netfang- ið haust2014@hafnarfjordur.is, merktar haust2014. Nánari upplýsingar á heima- síðu safnsins www.hafnarborg. is. Samkeppni um tillögur HUGMYNDAKEPPNI Hafnarborg óskar eftir tillögum að haustsýningu 2014. Hliðstæður og andstæður er samheiti tveggja sýninga sem opnaðar voru í Listasafni Árnes- inga á laugardaginn. Sýningarnar tvær; Rósa Gísla- dóttir – skúlptúr og Samstíga – abstraktlist kallast á í tíma og rúmi. Viðfangsefni þeirra draga fram sjónarhorn á lista söguna og gefa tilefni til umræðu. Markmiðið með sýningunni Samstíga er að kynna ákveðin tímabil og stefnur í íslenskri myndlist og opna fólki aðgang að þeim menningararfi sem Listasafn Íslands varðveitir. Skúlptúrar Rósu víkka hið sögulega sjónarhorn á geó- metríuna í myndlist þar sem hún birtist bæði hliðstæð og andstæð í inntaki og formi. Hin sýningin ber heitið Sam- stíga og opnar sýn inn í þróun abstraktlistar á árunum 1945- 1969 í víðu samhengi. Sjónum er sérstaklega beint að geómetr- ískri abstraktlist sem var fyrir- ferðarmikil hér á landi um mið- bik 20. aldar. Hliðstæður og andstæður ABSTRAKT Meðal þeirra sem eiga verk á sýningunni er Þorvaldur Skúlason. Búið er að opna fyrir netkosningu á Verðlaunum fólksins, sem eru hluti af Evrópsku kvikmyndaverð- laununum. Ellefu myndir eru til- nefndar í þessum flokki og meðal mynda sem hægt er að kjósa um er hin íslenska Djúpið sem er leik- stýrt af Baltasar Kormáki. Hægt er að sjá þrjár af mynd- unum sem eru tilnefndar í þessum flokki á Evrópsku kvikmynda- hátíðinni EFFI um þessar mundir, en það eru myndirnar Broken Circle Breakdown, Oh Boy og The Gilded Cage. Netkosning hafi n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.