Fréttablaðið - 30.09.2013, Page 61

Fréttablaðið - 30.09.2013, Page 61
MÁNUDAGUR 30. september 2013 | MENNING | 21 HANN ER NÚMER 269 Í RÖÐINNI Á Hjartadeild Landsspítala Íslands bíða nú 270 manns á biðlista. Hjartasjúklingur sem deyr á biðlista slítur fjölda þráða til ástvina og samferðarfólks. Greiddu valgreiðslu í heimabanka, leggðu inn á reikningsnúmer okkar eða hringdu í síma: 907-1801 fyrir 1.000 kr. framlag 907-1803 fyrir 3.000 kr. framlag 907-1805 fyrir 5.000 kr. framlag Frjáls framlög: 0513-26-1600 Kt. 511083-0369Franz Arason er á biðlista eftir hjartaþræðingu VIÐ SÖFNUM FYRIR NÝJU HJARTAÞRÆÐINGARTÆKI UK Literacy Association tilkynnti á fimmtudaginn til- nefningar til barnabókaverðlauna sinna, UKLA Book Award, og svo ánægjulega vill til að tvær íslenskar bækur eru á listanum. Tilnefningarnar eru í þremur aldursflokkum og fyrir aldurinn 7-11 ára er tilnefnd Sagan af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason og Áslaugu Jónsdóttur í þýðingu Julians Meldon D’Arcy. Bókin kemur út hjá Pushkin Press í Bretlandi. Á listan- um yfir bækur fyrir 3-6 ára er tilnefnd Ólíver eftir Birg- ittu Sif Jónsdóttur sem kemur út hjá Walker Books. UK Literacy Association eru góðgerðasamtök sem ein- beita sér að læsi. Kennarar á öllum skólastigum tilnefna til verðlaunanna og komu þeir að þessu sinni frá Sussex. Tilkynnt verður um vinningsbækurnar við hátíðlega athöfn í Sussex-háskóla þann 4. júlí næsta sumar. Blái hnötturinn og Ólíver tilnefndar Íslensku barnabækurnar Ólíver og Sagan af bláa hnettinum eru tilnefndar til UKLA Book Award í Bretlandi. ANDRI SNÆR MAGNASON Sagan af bláa hnett- inum er tilnefnd í flokki bóka fyrir 7 til 11 ára börn. BIRGITTA SIF JÓNSDÓTTIR Ólíver er tilnefnd í flokki bóka fyrir þriggja til sex ára. Undanfarin þrjú ár hefur Hafnar borg staðið fyrir sam- keppni um tillögu að haustsýn- ingu í safninu, en nú er í fjórða skipti kallað eftir sýningar- tillögum. Frestur til að skila inn tillögu að sýningu í Hafnarborg haustið 2014 rennur út mánu- daginn 14. október 2013. Óskað er eftir hugmyndum að sam- sýningum þar sem viðfangs- efni, vinnuaðferð eða aðrar hug- myndir binda sýninguna saman. Einnig koma til greina sýningar sem fela í sér greiningu eða sýn á verk ákveðins listamanns. Tillögur skal senda á netfang- ið haust2014@hafnarfjordur.is, merktar haust2014. Nánari upplýsingar á heima- síðu safnsins www.hafnarborg. is. Samkeppni um tillögur HUGMYNDAKEPPNI Hafnarborg óskar eftir tillögum að haustsýningu 2014. Hliðstæður og andstæður er samheiti tveggja sýninga sem opnaðar voru í Listasafni Árnes- inga á laugardaginn. Sýningarnar tvær; Rósa Gísla- dóttir – skúlptúr og Samstíga – abstraktlist kallast á í tíma og rúmi. Viðfangsefni þeirra draga fram sjónarhorn á lista söguna og gefa tilefni til umræðu. Markmiðið með sýningunni Samstíga er að kynna ákveðin tímabil og stefnur í íslenskri myndlist og opna fólki aðgang að þeim menningararfi sem Listasafn Íslands varðveitir. Skúlptúrar Rósu víkka hið sögulega sjónarhorn á geó- metríuna í myndlist þar sem hún birtist bæði hliðstæð og andstæð í inntaki og formi. Hin sýningin ber heitið Sam- stíga og opnar sýn inn í þróun abstraktlistar á árunum 1945- 1969 í víðu samhengi. Sjónum er sérstaklega beint að geómetr- ískri abstraktlist sem var fyrir- ferðarmikil hér á landi um mið- bik 20. aldar. Hliðstæður og andstæður ABSTRAKT Meðal þeirra sem eiga verk á sýningunni er Þorvaldur Skúlason. Búið er að opna fyrir netkosningu á Verðlaunum fólksins, sem eru hluti af Evrópsku kvikmyndaverð- laununum. Ellefu myndir eru til- nefndar í þessum flokki og meðal mynda sem hægt er að kjósa um er hin íslenska Djúpið sem er leik- stýrt af Baltasar Kormáki. Hægt er að sjá þrjár af mynd- unum sem eru tilnefndar í þessum flokki á Evrópsku kvikmynda- hátíðinni EFFI um þessar mundir, en það eru myndirnar Broken Circle Breakdown, Oh Boy og The Gilded Cage. Netkosning hafi n

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.