Fréttablaðið - 30.09.2013, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 30.09.2013, Blaðsíða 14
30. september 2013 MÁNUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is HELGAREFNI: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is DÆGURMÁL: Sara McMahon sara@frettabladid.is VÍSIR: Kristján Hjálmarsson, kristjan@visir.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is Landspítalinn er aðalsjúkrahús landsins og háskólasjúkrahús. Mikið álag er á starfs- fólkinu enda hafa rekstrargjöldin lækkað frá hruni úr um 50 milljörðum króna árið 2008 í um 40 milljarða 2012. Laun eru stærsti útgjaldaliður spítalans, sem þýðir að færra starfsfólk ber uppi þjónustuna. Samt eru 95% sjúklinganna ánægð með þjónustuna og traust á stofnuninni er með því mesta sem gerist enda vinnur starfs- fólkið að því sameiginlega markmiði að tryggja öryggi og vellíðan sjúklinga. Blikur á lofti! Það gengur ágætlega að manna flestar deildir sjúkrahússins með sérfræðingum en nú eru blikur á lofi. Starfsfólkið er orðið langeygt eftir bættum kjörum. Starfs- aðstæður skipta máli ekki síður en launin. Margir af þeim sérfræðingum sem snúa heim að loknu námi kunna vart á þau tæki sem notuð eru á Landspítalanum því þeir lærðu á nýrri tækjakost. Æ fleiri setja þetta fyrir sig. Á þessu ári og tveimur næstu á að verja einum milljarði árlega í tækjakaup. En gömlu byggingarnar henta illa fyrir nýjasta tækjakostinn. Húsakosturinn Landspítalinn er á sextán stöðum í um 100 húsum. Óhagræðið er augljóst og stjórnendur sjúkrahússins leggja áherslu á að nálægð milli deilda auki öryggi sjúk- linga. Gamla Landspítalabyggingin var byggð árið 1930 og flestar hinna bygging- anna fyrir 1970. Það segir sig sjálft að þær voru ekki hannaðar fyrir nútíma sjúkra- húsrekstur. Þjóðin er að eldast og því mun álag á spítalann aukast mjög á næstu árum. Endurnýjun á húsakosti sjúkra- hússins er mikilvæg til að mæta nútíma- tækni og þörfum. Sjúkrahúsið er hjarta heilbrigðis kerfisins sem styður alla aðra heilbrigðisþjónustu í landinu. Fram- kvæmdin kostar um 60 milljarða eða um 150% af rekstrarkostnaði sjúkrahússins á ári. Hún sparar einnig tæpa þrjá milljarða í rekstri árlega með sameiningu starfsem- innar á einn stað. Sýnum sama stórhug og þegar fyrstu byggingar spítalans risu á erfiðum tímum um 1930. Stöndum við áform fyrri ríkis- stjórnar, verjum heilbrigðiskerfið okkar og byggjum upp nútíma húsakost fyrir Landspítalann. Hjarta heilbrigðiskerfi sins HEILBRIGÐIS- MÁL Sigríður Ingibjörg Ingadóttir þingkona Sam- fylkingarinnar og formaður velferðar- nefndar Alþingis E itt af því sem síðasta ríkisstjórn vann íslenzku atvinnu- lífi helzt til ógagns var hvernig ráðherrar hennar og þingmenn stjórnarmeirihlutans margir hverjir virtust leggja sig fram um að fæla erlenda fjárfesta frá land- inu. Það var gert með því að flækja skatta- og reglu- umhverfið, amast við fjárfestingum ef starfsemi viðkomandi fyrirtækja var stjórnmálamönnunum ekki að skapi og með því að hóta að breyta reglunum eftir á eða þjóðnýta fyrirtæki eins og í Magma-málinu. Hafði sú ríkis- stjórn þó á stefnuskrá sinni að auka erlenda fjárfestingu. Núverandi ríkisstjórn hefur slíkt markmið hvergi á blaði; í stjórnarsáttmálanum er bara talað um að það þurfi að auka fjárfestingu. Og ýmislegt bendir til að nýja stjórnin hafi ekki meiri áhuga á að laða að landinu erlent fjármagn en sú gamla. Ríkisstjórnin hefur lagt umsóknina um aðild að ESB á hilluna og þar með í raun lýst því yfir að við munum búa áfram við krón- una og höftin, svo og stórfelldar takmarkanir á erlendri fjárfest- ingu í einni arðbærustu atvinnugrein landsins, sjávarútveginum. Forsætisráðherrann hefur lýst því yfir að hann taki ekki mark á ráðleggingum „útlendra skammstafana“ – það er sérfræðingum alþjóðastofnana á borð við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og Efnahags- og framfarastofnunina – um tilhögun efnahagsmála. Hin þokukenndu áform ríkisstjórnarinnar um róttækustu skuldaniðurfellingar í heimi hafa ekki stuðlað að því að draga úr óvissunni í íslenzku efnahagslífi. Það er einmitt óvissan sem er eitur í beinum alþjóðlegra fjárfesta. Í tengslum við hin óljósu plön ríkisstjórnarinnar er ítrekað gefið í skyn að erlendir kröfuhafar í þrotabú gömlu bankanna – alþjóðlegir fjárfestar – verði píndir dálítið duglega svo að ríkið eigi fyrir skuldaniðurfellingunum. Ekkert af þessu skapar jákvætt umhverfi sem heillar fjárfesta. Forsætisráðherrann fór reyndar á fund til London í daginn og bað fjárfesta sem hann sátu um að koma með peningana sína til Íslands. Það var jákvætt merki. Hins vegar leið ekki á löngu þar til forsætisráðherrann var spurður út í áhyggjur Samtaka iðnaðarins af flótta tækni- og þekkingarfyrirtækja úr landi og hann notaði tækifærið til að koma því skýrt á framfæri að erlendir fjárfestar væru annars flokks. Erlend fjárfesting væri nauðsynleg í bland við innlenda en hún væri eins og dýr, erlend lántaka sem væri auðvitað óæskileg þegar landið skuldaði mikið í erlendri mynt. Þetta er í fyrsta lagi misskilningur á því hvernig erlend fjár- festing virkar. Þegar um sprotafyrirtæki er að ræða er hún oft lífsnauðsynleg vegna þess að henni fylgir sérþekking sem fyrir- tækin þurfa á að halda. Slík fjárfesting skilur að sjálfsögðu eftir verðmæti á Íslandi og ef útlendu fjárfestarnir sjá góð tækifæri endurfjárfesta þeir arðinn hér. Í öðru lagi gerir forsætis- ráðherrann með þessu lítið úr fjárfestingum íslenzkra fyrirtækja erlendis. Eru það bara svona græðgisfjárfestingar sem ekkert skilja eftir í löndunum sem um ræðir? Í þriðja lagi eru þetta enn ein skilaboðin til erlendra fjárfesta um að þeir skuli halda sig fjarri. Var það örugglega það sem við þurftum núna? Hvernig gengur að fá innspýtingu í atvinnulífið? Annars flokks erlendir fjárfestar Biskupinn og Graham-feðgar Þrátt fyrir að fáir velkist í vafa um að staða og ímynd þjóðkirkjunnar hafi batnað stórum eftir að Agnes M. Sigurðardóttir tók við embætti biskups Íslands er hún ekki alfarið laus við vandræðalegheit. Þjóð- kirkjan, eða nokkrar sóknir innan hennar hið minnsta, var formlegur þátttakandi í Hátíð vonar um helgina þar sem Grahamfeðgar fóru fremstir í flokki með ráðum og dáð. Snúinn bókstafur Eins og margoft hefur komið fram eru Graham-feðgar hluti af gríðar- fjölmennri kreðsu heittrúarfólks sem lætur einskis ófreistað við að koma í veg fyrir að ákveðinn hluti samfélagsins njóti sjálfsagðra mannréttinda. (Það er ekki rétt að kalla þá bókstafstrúar- menn því að bókin þeirra er svo uppfull af innri mótsögnum að það væri að æra óstöðugan að reyna að fylgja því öllu upp á punkt og prik, auk þess sem mikill skortur yrði brátt á augum og tönnum.) Graham hver Þrátt fyrir að biskup hafi sannarlega leitt byltingu í við- horfum innan kirkjunnar til hinseginfólks og kvittað fyrir þá stefnu í samtali við Franklin Graham, tók hún og fleiri þjónar kirkju allra landsmanna engu að síður þátt í hátíðinni sem Graham- feðgar fóru fyrir. Það er ekki trúlegt að starfsfólk Biskupsstofu hafi ekki vitað fyrir fram fyrir hvað þeir stæðu og því var fráleitt að ganga til liðs við þá í þess- ari uppákomu. Og já... þið sem rifuð upp regnboga- gangbrautina við Laugar- dalshöll, til hamingju með víðsýnina og gangi ykkur vel að útskýra það fyrir hverjum þeim sem þið ávarpið áður en þið farið í háttinn. thorgils@frettabladid.is ➜ Margir af þeim sérfræðingum sem snúa heim að loknu námi kunna vart á þau tæki sem notuð eru á Landspítalanum því þeir lærðu á nýrri tækjakost. Alveg mátulegur Heimilis GRJÓNAGRAUTUR H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.