Fréttablaðið - 30.09.2013, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 30.09.2013, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 30. september 2013 | FRÉTTIR | 13 Ársreikningaskrá RSK skorar á stjórnarmenn fyrirtækja sem ekki hafa skilað ársreikningum fyrir árið 2012 að gera það nú þegar. Samkvæmt lögum er skilafrestur liðinn. Skil á ársreikningi Skorað er á stjórn félaga að senda nú þegar til ársreikningaskrár RSK ársreikning félagsins og samstæðureikning, ef það á við, vegna reikningsársins 2012. Áskorun þessi tekur einnig til skila á eldri ársreikningum hafi þeim ekki verið skilað. Stjórn ber ábyrgð Stjórnarmenn bera ábyrgð á því að ársreikningi sé skilað til ársreikningaskrár. Viðurlög Vanskil á ársreikningum geta varðað sektum frá 250 til 500 þúsund króna. Ert þú í skilum? Unnt er að sjá hvaða fyrirtæki eru í vanskilum á heimasíðu ríkisskattstjóra http://www.rsk.is/fyrirtaekjaskra/ arsreikningaskra/felog-i-vanskilum/ Athugaðu hvort þitt fyrirtæki er í vanskilum og skilaðu strax ef svo skyldi vera. Nánari upplýsingar á www.rsk.is 442 1000 Þjónustuver 9:30-15:30rsk@rsk.is SJÁVARÚTVEGUR Bæjarráð Akur- eyrar ætlar að sækja um sérstakar aflaheimildir til Byggðastofnunar vegna Hríseyjar. Í bókun bæjarráðsins segir að Alþingi hafi samþykkti 25. júní að Byggðastofnun ráðstafi næstu fimm fiskveiðiár aflaheimildum til að „styðja byggðarlög í alvarleg- um og bráðum vanda vegna sam- dráttar í sjávarútvegi“. Kveðst bæjarráðið harma þá ákvörðun Byggðastofnunar að taka ekki tillit til Hríseyjar og Grímseyjar viðð nýtingu þessara aflaheimilda. Hrísey og Grímsey standi frammi fyrir miklum vanda, til dæmis fólksfækkun vegna sam- dráttar og skorts á aflaheimildum. „Byggðalögin eru fámenn, atvinnutækifærin fá og byggist búseta þar að stórum eða öllum hluta á sjávarútvegi. Hrísey og Grímsey eru sem slíkar sérstök atvinnusvæði þótt þær og Akur- eyrarbær hafi sameinast í eitt sveitarfélag þar sem ekki er auð- velt eða mögulegt fyrir íbúa að sækja vinnu út fyrir svæðið,“ segir bæjar ráðið. - gar Bæjarráð Akureyrar harmar að vera ekki með í úthlutun Byggðastofnunar á aflaheimildum: Segja Hrísey og Grímsey í miklum vanda GRÍMSEY Hrísey og Grímsey, sem eru nú hluti sveitarfélags- ins Akur- eyrar, standa frammi fyrir alvarlegum vanda segir bæjarráðið. FRÉTTABLAÐIÐ/ BJÖRN ÞÓR SVEITARSTJÓRNIR Bæjarstjórn Akraness hefur falið Regínu Ásvaldsdóttur bæjarstjóra að taka upp sameiningarviðræður við sveitarstjórnir Hvalfjarðar- sveitar, Skorradalshrepps og Borgarbyggðar. „Í greinargerð sem fylgdi til- lögunni kemur fram að á aðal- fundi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, sem haldinn var nú í september, hafi innanríkis- ráðherra greint frá því að sam- eining sveitarfélaga á Íslandi yrði ekki þvinguð heldur yrði það alfarið að vera í höndum sveitar- félaganna sjálfra að hafa frum- kvæði að slíkum viðræðum,“ segir í frétt á vef Akranessbæjar. - gar Sveitarfélög á Vesturlandi: Hefja viðræður um sameiningu ENGLAND Yfirlögregluþjónn á Englandi kallar eftir því að vímuefni í A-klassa verði gerð lögleg og vímuefnastefna lands- ins verði endurskoðuð. Frá þessu greinir á vef The Guardian. Yfirlögregluþjónninn, Mike Barton, starfar í Durham og er einn af reyndustu baráttu- mönnum Englendinga gegn glæpum. Hann hefur lagt til að heilbrigðis yfirvöld gætu séð fíklum fyrir vímuefnum. Það myndi þýða að fíkniefna- salar gætu ekki lengur einokað markaðinn og glæpagengi myndu verða af þeim tekjum sem sala á eiturlyfjum sér þeim nú fyrir. Hann segist þó ekki vera tals- maður þess að sala fíkniefna eigi að vera frjáls. „Það sem ég er að segja er að fíkniefnum ætti að vera stjórnað.“ - nej Enskur yfirlögregluþjónn: Vill að fíkniefni verði lögleidd KJARNORKUVOPN Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sat ráðstefnu um samninginn um allsherjarbann við tilraunum með kjarnorkuvopn. Alls hafa 183 ríki undirritað samninginn, Ísland þar á meðal. Þar af hafa 36 ríki sem búa yfir kjarnorku- getu undirritað samninginn. Ráðstefnan var haldin var til að fleiri ríki gerðust aðilar að samningnum, að því er segir í frétt utanríkisráðuneytsins. Enn þurfa átta ríki að gerast aðilar að samningnum til þess að hann öðl- ist gildi þar sem hann kveður á um að öll ríki með kjarnorkugetu gerist aðilar. Markmið samnings- ins er að binda endi á kjarnorku- vopnatilraunir. - hrs Ráðherra á ráðstefnu: Ræddu bann á kjarnavopnum AKRANESS Skoða sameiningu við næstu nágranna. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA GUNNAR BRAGI SVEINSSON Sat Ráð- stefnu um bann við tilraunum með kjarnorkuvopn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.