Fréttablaðið - 30.09.2013, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 30.09.2013, Blaðsíða 10
30. september 2013 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 10 · · · · ÍTALÍA, AP Ítalskir fjölmiðlar segja Silvio Berlusconi „snarruglaðan“ að hafa dreg- ið fimm ráðherra sína út úr ríkisstjórn Enricos Lettos forsætisráðherra. Ríkisstjórnin er nú í uppnámi, en Ítalía má illa við slíkri óvissu þegar glíma þarf við brýnan efnahagsvanda. Berlusconi virðist hins vegar hafa ákveðið að hætta stjórnarsamstarfinu í von um að efnt verði til þingkosninga sem allra fyrst. Ekki er þó víst að honum verði kápan úr því klæðinu, því þrír af fimm ráðherrum flokksins hafa gefið í skyn að hugsanlega muni þeir halda áfram að styðja stjórn Lettos, þrátt fyrir að gegna ekki lengur ráðherraembætti. Einn þeirra sagðist ætla að meta stöð- una eftir að Letta flytur ræðu á þingi síðar í vikunni, en að ræðunni lokinni má búast við að greidd verði atkvæði um van- traust til stjórnarinnar. Tilefni brotthvarfs ráðherranna úr stjórninni er væntanlegt bann við frekari setu Berlusconis sjálfs á ítalska þinginu. Dómstólar hafa dæmt hann í fangelsi og fjögurra ára bann við því að gegna opin- beru embætti, þar á meðal þingsetu. - gb Stjórnarmeirihlutinn á Ítalíu í uppnámi eftir að ráðherrar úr flokki Berlusconis segja sig úr stjórninni: Berlusconi vill kosningar sem allra fyrst SILVIO BERLUSCONI Fjölmiðlar á Ítalíu brugðust ókvæða við og segja Berlusconi snar ruglaðan. FRÉTTABLAÐIÐ/AP GRIKKLAND Sjötti þingmaðurinn úr flokki grískra nýnasista, Gull- inni dögun, gaf sig fram við lög- reglu í gær. Hann mætti sjálfur á aðallögreglustöðina í Aþenu og hafði tekið leigubíl. Þetta var Christos Pappas, varaformaður flokksins. „Við munum snúa aftur. Lengi lifi Gullin dögun,“ sagði hann áður en honum var fylgt inn á lög- reglustöðina. F o r m a ð u r i n n N i k o l a o s Michalo liakos var handtekinn á laugar dag ásamt fjórum öðrum þingmönnum. Þeir eru Ilias Kasidiaris, talsmaður flokks- ins, og Ilias Panajiotaros, Nicos Michos og Joannis Lagos. Þeir eru allir sakaðir um aðild að glæpasamtökum, en sumir eru einnig sakaðir um líkamsárásir og peningaþvætti. Alls situr því þriðjungur þing- manna flokksins í varðhaldi, en flokkurinn náði 18 mönnum inn á þing í kosningunum á síð- asta ári. Að auki hefur á annan tug starfsmanna flokksins verið hand tekinn. Í kjölfar kreppunnar í Grikk- landi jókst fylgi flokksins tölu- vert, en hann hefur barist fyrir því að innflytjendur og hælis- leitendur verði reknir úr landi. Grikkland eigi að vera fyrir Grikki eina. Flokksmenn hafa fylgt þessu stefnumáli sínu eftir af mikilli hörku, margir farið um götur með hótunum og ofbeldi og aðfar- irnar minnt ískyggilega mikið á þýska nasista á fyrri hluta síð- ustu aldar. Upp úr sauð fyrir fáeinum vikum þegar rapparinn Pavlos Fyssas var myrtur og maður tengdur Gullinni dögun játaði á sig morðið. Fyssas hafði gagn- rýnt flokkinn opinskátt í textum sínum. Frumvarp verður lagt fram á gríska þinginu í dag, þar sem lagt er til að Gullin dögun missi fjár- stuðning úr ríkissjóði. Mennirnir verða svo leiddir fyrir dómara á morgun eða mið- vikudag, þar sem þeir fá tæki- færi til að bregðast við ákærum. Haralambos Vourliotis, vara- saksóknari Hæstaréttar Grikk- lands, sendi frá sér níu blaðsíðna skýrslu að lokinni rannsókn á 33 ofbeldisbrotum, sem tengd hafa verið flokknum. Í skýrsl- unni segir hann að Gullin dögun sé rekin eins og glæpasamtök. Meðal brota sem nefnd eru í skýrslunni eru tíu morð og morð- tilraunir ásamt fjárkúgun og peninga þvætti. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1974 sem þingmenn eru handteknir á Grikklandi, en þá var grísku her- foringjastjórninni steypt af stóli eftir að hafa stjórnað landinu í sjö ár. gudsteinn@frettabladid.is Gaf sig fram við lögreglu Yfirvöld á Grikklandi hafa handtekið sex af þing- mönnum Gullinnar dögunar og saka þá um aðild að glæpasamtökum. Einn gaf sig fram sjálfur í gær. NEW YORK, AP Íranar eru reiðu- búnir til viðræðna um kjarnorku- áætlun sína en eru þó ekki til í að gefa það eftir að fá að halda áfram að auðga úran. Þetta segir Javad Zarif, utan- ríkisráðherra Írans, sem nú er staddur í New York á allsherjar- þingi Sameinuðu þjóoðanna. Hann segir Írana krefjast þess að gegn tilslökunum þeirra verði alþjóðlegum refsiaðgerðum hætt, en þær hafa íþyngt írönsku sam- félagi mjög á síðustu árum. - gb Íranar tilbúnir í viðræður: Vilja losna við refsiaðgerðir LEIÐTOGINN HANDTEKINN Nikolaos Michaloliakos í lögreglufylgd á laugardaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Flokkurinn var stofnaður árið 1985 en náði ekki miklu fylgi fyrr en í kosningum árið 2012, þegar hann náði í fyrsta sinn mönnum á þing. Það ár voru tvennar kosningar, fyrst í maí og aftur í júní. Í maíkosningunum fékk hann 440 þúsund atkvæði og 21 þingmann en í júní 426 þúsund atkvæði og 18 þingmenn. Merki flokksins minnir mjög á merki þýskra nasista. Leiðtogi flokksins, hinn 55 ára gamli Nikolaos Michaloliakos, hefur nokkrum sinnum áður verið handtekinn, meðal annars fyrir aðild að hægrisinnuðum þjóðernisöfgasamtökum. Gullin dögun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.