Fréttablaðið - 30.09.2013, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 30.09.2013, Blaðsíða 44
Meistaramánuður MÁNUDAGUR 30. SEPTEMBER 201310 Þorsteinn Kári er umsjónar-maður sjónvarpsþáttarins Meistaramánuður sem frum- sýndur var á Stöð 2 síðastliðinn fimmtudag. „Ég vinn þessa þætti með Karen Kjartansdóttur frétta- manni en þeir verða sex talsins. Við fáum sérfræðinga til að ræða um ýmis atriði varðandi sjálfsskoðun, skipulagningu og markmiðasetn- ingu. Við spyrjum til dæmis hvað þarf að tileinka sér til að setja sér skýrari og betri markmið. Einnig ætlum við að fylgjast með þátttak- endum í Meistaramánuði. Vonandi fáum við skemmtilegar reynslusög- ur,“ svarar Þorsteinn þegar hann er spurður út í þættina. Meðal viðmælenda í fyrsta þætt- inum voru tvær ungar og hugrakk- ar stúlkur, önnur glímir við geð- hvörf en hin hjartasjúkdóm. „Við spurðum þær hvernig þær nýta sér Meistaramánuðinn með því að setja sér ákveðin markmið. Þá er rætt við fólk um þau takmörk að verða betri manneskjur og ná betri takti í lífinu,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn og vinur hans, Magnús Berg Magnússon, voru í námi á sama tíma í Kaupmannahöfn. Þeir ræddu oft um hvernig þeir gætu breytt lífi sínu til betri vegar til að ná meiri einbeitingu í námi, til dæmis með því að borða hollari mat, vakna fyrr á morgnana, sleppa áfengisdrykkju um helgar og þess háttar. „Einn daginn tókum við þá ákvörðun að gera eitthvað róttækt í málunum og skora hvor á annan í einn mánuð. Við ákváðum að vakna klukkan hálfsex á morgnana og fara út að hlaupa en ég hafði ekki hreyft mig lengi á þessum tíma. Tappinn var settur í flöskuna og við breytt- um mataræðinu til betri vegar. Á nokkrum dögum fundum við mik- inn mun á okkur. Maður mætti út- hvíldur, hress, kátur og orkumikill í skólann. Það var ótrúlegt hversu miklu við komum í verk fyrir há- degi. Þegar maður fer að reyna á sig, ögra sér og gera kröfur til sín verður það smátt og smátt auðvelt og kemst upp í vana. Það sem er svo áhugavert við þetta er að þess- ir þrjátíu dagar duga til að breyta lífsviðhorfinu til betri vegar,“ segir Þorsteinn. Hann segist hafa verið mikill b-maður og þess vegna sé það skemmtilegt hversu vel honum tókst að stilla líkamsklukku sína upp á nýtt. „Ef maður er skipulagð- ur og heiðarlegur við sjálfan sig er ótrúlegt hversu hægt er að áorka á stuttum tíma. Ég er mun betur á mig kominn líkamlega en ég var þótt ég hafi aldrei hugsað þetta sem megrun. Með aukinni hreyf- ingu og betra mataræði kemur hitt af sjálfu sér.“ Meistaramánuður snýst þó ekk- ert endilega um hreyfingu eða mataræði heldur alls kyns áskor- anir. „Það er ákveðið hópefli sem fer í gang í Meistaramánuðinum en markmiðin geta verið mismun- andi; lesa fleiri bækur, læra að elda, nota tannþráð á hverjum degi, fara í myndlistarnám eða bara láta gamla drauma rætast.“ Við fáum sérfræðinga til að ræða um ýmis atriði varðandi sjáfsskoðun, skipulagningu og markmiðssetningu. Markmið geta breytt lífsgæðum Þorsteinn Kári Jónsson, einn upphafsmanna Meistaramánaðar, breytti lífi sínu til frambúðar árið 2008 þegar hann setti sér markmið í einn mánuð. Nú taka fleiri þúsund manns þátt í Meistaramánuði. Þorsteinn Kári Jónsson, einn upphafsmanna Meistaramánaðar, ákvað að taka sig í gegn og setti sér ákveðin markmið sem hann hefur fylgt. Hann stýrir nýjum þáttum um Meistaramánuð á Stöð 2. MYND/PJETUR SPURT OG SVARAÐ En kostar þetta ekki alltof mikinn pening? Meistaramánuðurinn á ekki að þurfa að kosta krónu með gati. Í fyrsta skipti sem Meistaramánuðurinn var haldinn tóku aðeins sárafátækir háskólanemar þátt og nutu þess að gera ódýru og einföldu hlutina saman. Hvort sem það er að fara út að skokka, læra að hnýta flugur, elda meira með fólkinu sem manni þykir gott að vera með eða að hætta að keyra í vinnuna verður hver og einn að finna sér markmið við sitt hæfi. Það á jafnt við um fjárhag, aldur, staðsetningu og alla aðra hluti sem marka lífsstíl þinn. Ég get ekki vaknað snemma á morgnana, hvað á ég að gera? Flestum ef ekki öllum þykir erfitt að vakna þreyttir á morgnana, enda er þetta einn af þessum hlutum sem fólk þarf að venja sig á. Gott ráð til þess að koma sér upp úr morgunmyglunni fljótt og örugglega er að hugsa ekki um það að fara á fætur sem fyrstu athöfn dagsins heldur að vakna alltaf og byrja á því að fá sér stórt vatnsglas. Bæði þarf líkaminn oft vatn eftir átta tíma svefn og einnig er ágætt að sleppa því hreinlega að snúsa eða að velta deginum fyrir sér og byrja hann tafarlaust á ein- hverju sem gerir þér gott.’ Byrjaðu hægt og leitaðu góðra ráða hjá fagfólki, kunn- ingjum þínum eða hreinlega með því að kynna þér þetta á netinu. Sumar líkamsræktarstöðvar eru með byrjendanámskeið til dæmis. Það gæti verið tilvalin byrjun. Inn á Facebook-síðu Meistara- mánaðarins munum við setja inn tengla á hlaupa- og sundæfingaplön og jafnvel eitt- hvað fleira sem gæti hjálpað. App sem þú þarft Nýtt í spjaldtölvuna og snjallsímann Nú er komið app fyrir Fréttablaðið: Fáðu Fréttablaðið ókeypis í spjaldtölvuna og snjall- símann með nýja Fréttablaðsappinu. Nú er hægt að nálgast Fréttablaðið hvar sem er, á hverjum morgni. Sláðu inn Fréttablaðið á Google Play, Windows store eða í App store og náðu í appið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.