Fréttablaðið - 30.09.2013, Side 4

Fréttablaðið - 30.09.2013, Side 4
30. september 2013 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 4 LANDBÚNAÐUR Sala á kinda- kjöti snarféll eftir hrunið 2008 og hefur lítið hjarnað við síðan. Nokkuð annað er uppi á teningn- um hvað varðar aðrar kjötvörur, þar sem samdráttur í sölu var mun minni. Sigurður Eyþórsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands sauðfjárbænda, segir að á vegum sambandsins hafi lítið verið litið til neyslu á hvern íbúa. Litið sé á stóru myndina, til dæmis fram- legð, og að minni sala hafi ekki haft áhrif á greinina í heild. Sigurður telur að stærsta ein- staka skýringin á samdrætti í sölu kindakjöts sé mun meira framboð á fersku alifugla- og svínakjöti. „95 prósent kinda- kjöts falla til í sláturtíðinni í september og október og mest af framleiðslunni er seld frosin allt til næstu sláturtíðar. Það hefur örugglega haft áhrif á neysluna því það er ekki alltaf hentugt að grípa með sér frosið kjöt, og kindakjöt hefur ekki sterka stöðu á skyndibitamarkaðnum.“ Sigurður segir að tölur Hag- stofunnar sýni að smásölu verðið hafi hækkað svipað og almenn verðlagsþróun frá 2002-2012, en raunlækkun sé litið til lengri tíma. „Það er svo athyglisvert að í nýrri skýrslu OECD segir að framleiðendaverð á kindakjöti hérlendis sé nú rúmlega þriðj- ungi lægra en sambærilegt verð á heimsmarkaði. Það eru lík- lega tíðindi fyrir þá sem trúa því enn að íslenskar landbúnaðar- vörur séu þær dýrustu í heimi. Sala á kindakjöti tók djúpa dýfu eftir hrun Sala lamba- og ærkjöts snarminnkaði eftir hrun – ólíkt öðrum kjötvörum. Forsvars- maður sauðfjárbænda segir markaði erlendis bæta þetta upp. Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir neyslumynstur breytt, dýrari vara láti undan. 130 prósenta aukning varð á heildverslun með mat, drykk og tóbak á Íslandi milli áranna 2001 og 2010. Árið 2001 nam heildverslun með þessa vöruflokka 45,8 milljörðum króna en 105,3 milljörðum króna árið 2010. Þetta kemur fram í tölum Hagstofu Íslands. STJÓRNMÁL Arnþór Sigurðsson, bæjar- fulltrúi Vinstri-grænna í Kópavogi, lagði fram bókun á fundi bæjarráðs á miðvikudaginn þar sem fram kemur að hann telji óeðlilegt að Kópavogsbær haldi úti fiskirækt. Tilefnið er samþykkt bæjarráðs í vor þar sem Ómar Stefánsson, bæjar- fulltrúi Framsóknarflokksins, vildi láta kanna möguleikann á því hvort mögu- legt væri að sleppa eldisfiski í Kópa- vogslæk. Skýrsla liggur fyrir um málið en í henni er ekki mælt með því að sil- ungur sé ræktaður í læknum. Kópavogslækurinn hefur lengi haft slæma ímynd og var stundum kallaður skítalækurinn í gamla daga þegar skólp lak út í hann. Ímyndin batnaði svo ekki þegar mengunarslys varð í læknum með þeim afleiðingum að lækurinn varð snjó hvítur. Það gerðist örfáum dögum eftir að ósk Ómars um könnun var sam- þykkt. Ómar bókaði á fundi bæjarráðs síð- asta miðvikudag að hann væri ekki sammála mati Arnþórs og óskaði eftir áliti Náttúrustofu Kópavogs. - vg Bæjarfulltrúar Framsóknarflokks og VG í Kópavogi eru ósammála um silungarækt í bæjarlandinu: Deilt um ræktun á silungi í Kópavogslæk 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 80 60 40 20 0 kíló á ári Alifuglakjöt Svínakjöt Nautakjöt Kindakjöt 81,6 kg* *Heildarkjötneysla einstaklings yfi r árið Heildarneysla einstaklings á kindakjöti 2004-2005 24,7 kg 13,5 kg 21,9 kg 26,5 kg ÁRLEG KJÖTNEYSLA ÍSLENDINGA 2000–2012 24 ,0 k g 24 ,0 k g 23 ,6 k g 23 ,6 k g 19 ,7 k g 19 ,7 k g 19 ,7 k g 19 ,7 k g 18 ,9 k g 18 ,9 k g 20 ,7 k g 20 ,7 k g Auð vitað er þetta vegna gengis- þróunar að mestu leyti en raun- veruleikinn engu að síður.“ Andrés Magnússon, fram- kvæmdastjóri Samtaka versl- unar og þjónustu, segir viðsnún- ing hafa orðið í neyslumenningu þjóðarinnar við hrunið. „Neyslan sótti einfaldlega í ódýrari vöru. Vörur sem voru hættar að seljast rjúka út sem aldrei fyrr, en þetta eru einfaldlega einkenni kreppu.“ Andrés segir muninn á milli kjöttegunda liggja í því að þeir sem höfðu minna á milli hand- anna voru ekki að kaupa nauta- kjöt hvort sem var. „Þeir sem þurftu hins vegar að herða ólina fluttu sig frá lambinu yfir í svín og kjúkling.“ Sigurður segist ekki óttast að framleiðendur kindakjöts séu að tapa slagnum við aðrar kjöt- vörur. „Þetta gengur ágætlega í heild. Það eru líka ágætis markað- ir erlendis sem bæta það upp sem gefur eftir innanlands.“ Gagnrýni á útflutning lamba- kjöts; að íslenskir skattgreiðendur niðurgreiði kjöt fyrir útlendinga, segir Sigurður ekki standast skoð- un. Greiðslur til bænda séu ekki framleiðslu bundnar og þær myndu ekki breytast þó aðeins væri fram- leitt fyrir innanlandsmarkað. svavar@frettabladid.is KÓPAVOGSLÆKUR Mengunarslys varð í læknum í maí síðastliðnum. Bæjarfulltrúi vill silung í lækinn. MENNINGARMÁL Svokallað bílabíó fyrir krakka var haldið í Norræna húsinu í gær á vegum RIFF, alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykja- vík. „Krakkarnir, sem voru á aldrinum þriggja til sex ára, bjuggu til sinn eigin bíl og sátu svo í honum fyrir framan kvikmyndatjald þar sem sýndar voru nýjar íslenskar stuttmyndir fyrir börn ásamt klassískum stuttmyndum eftir Georges Méliès,“ segir Bergur Ebbi Benedikts son kynningarfulltrúi. „Krakkarnir fengu því að reyna á verkvit sitt við smíði bílanna og höfðu því svo sannarlega unnið sér inn fyrir notalegri stund fyrir framan tjaldið í bílum sínum,“ segir Bergur Ebbi. - gar Smíðuðu eigin bíla og horfðu á stuttmyndir í Norræna húsinu: Undu sér í góðum gír í bílabíói NOTALEGT BÍÓ Krakkarnir sem mættu í bílabíó RIFF létu fara vel um sig undir klassískum stuttmyndum Georges Méliès. MYND/LOÏC CHETAIL PAKISTAN, AP Um fjörutíu manns létu lífið þegar sprengjuárás var gerð á útimarkað í fjölfarinni götu í Peshawar í gær. Þetta er þriðja sprengjuárásin í landinu á innan við viku. Talið er að sprengjan hafi verið í bifreið sem lagt var skammt hjá markaðnum. Skammt frá er bæði moska og lögreglustöð og urðu miklar skemmdir á þessum bygg- ingum. Einnig kviknaði í mörgum bifreiðum. - gb Sprengjuárás í Pakistan: Fjörutíu manns létust í árásinni AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is, Sigurður Helgi Grímsson sigurdurhg@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ F ÍT O N / S ÍA F I0 4 3 2 5 9 568 8000 | borgarleikhus.is Borg arhol tsskó li, leiklis t 303 og 40 3 4 sýn ingar að eig in val i Áskri ftar- kortið okka r Veðurspá Miðvikudagur Víða fremur hægur vindur. BLAUTT Það verður heldur vætusamt þessa vikuna. Rigning með köflum um mest allt land en úrkomulítið NV-til. Vindur víðast hvar hægur eða fremur hægur. Hiti 2-12 stig og má búast við slyddu inn til landsins N-til. 4° 6 m/s 7° 4 m/s 8° 3 m/s 8° 9 m/s Á morgun Víða hægviðri. Gildistími korta er um hádegi 8° 4° 9° 10° 5° Alicante Basel Berlín 28° 19° 14° Billund Frankfurt Friedrichshafen 15° 17° 20° Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas 14° 14° 27° London Mallorca New York 18° 28° 22° Orlando Ósló París 30° 13° 21° San Francisco Stokkhólmur 18° 12° 9° 4 m/s 8° 4 m/s 7° 2 m/s 7° 2 m/s 7° 2 m/s 6° 5 m/s 3° 3 m/s 7° 5° 10° 8° 7° Snjólaug Ólafsdóttir veðurfréttamaður KIRKJAN Í gærkvöldi var haldin regnbogamessa í Laugarnes- kirkju. Þangað voru hinsegin fólk og ástvinir þeirra sérstak- lega boðin velkomin. Yfirskrift messunnar var: Fögnum fjöl- breytileika – krefjumst mann- réttinda. Sigurvin Lárus Jónsson prestur sagðist vilja opna dyr kirkjunnar fyrir hinsegin fólki, á sama tíma og verið væri að gefa tvöföld skilaboð frá Þjóð- kirkjunni. - hrs Fagna fjölbreytileika: Vilja opna dyr kirkjunnar

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.