Fréttablaðið - 16.11.2013, Side 78

Fréttablaðið - 16.11.2013, Side 78
16. nóvember 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 46 Ofurhetjur miðalda Íslenska teiknibókin er eina miðaldahandritið í stóru safni Árna Magnússonar sem eingöngu inniheldur myndir. Talið er að fjórir teiknarar hafi búið það til á árunum 1340 til 1500 og notað við vinnu sína. Nú stendur yfir sýning í Gerðarsafni í Kópavogi þar sem heimi þessa merka verks er lokið upp og um leið kemur út bók um handritið. Í tilefni af sýningu og bók voru fjölmargar myndir handritsins teiknaðar upp og því er hægt að sýna úrval af ofurhetjum miðalda og skýra út helstu krafta þeirra. Antóníus er jafnan talinn fyrsti munkur sögunnar. Hann dró sig í hlé í eyðimörkinni og dvaldi þar við bænahald og íhugun. Í einverunni sótti að honum djöflastóð sem hann varðist með stafnum sínum. Hann lést hundrað ára að aldri árið 356 og því jafnan sýndur sem gamall maður. Á miðöldum var Antóníus talinn til svokallaðra nauðhjálpara sem voru dýrlingar sem maður skyldi ákalla ef eitthvað verulegt bjátaði á. Hann þótti einkum duga vel gegn einum skæðasta sjúkdómi 14. aldar, Antóníusareldi, sem orsakaðist af sveppum í korni. Heilagur Antóníus Höfuðdýrlingur Norðurlanda var Ólafur helgi Haraldsson Noregskonungur sem féll í Stiklastaðaorustu árið 1030. Hann var lýstur píslarvottur strax ári síðar og enn stendur hin mikla Niðaróssdómkirkja í Þrándheimi þar sem bein hans hvíla. Píslartákn hans er öxin Hel sem var helgur dómur í Niðarósi. Hún bar vott um andlegan styrk Ólafs í píslarvætti hans og undirstrikaði táknræna stöðu hans sem hinn mikli konungur Noregs. Öxin var borin um Niðarós í helgigöngum og hafði lækningamátt. Ólafur helgi Ekkert hræddi miðaldamenn jafn mikið og að deyja án þess að ná að skrifta. Að horfa á mynd af andliti Krists á hverjum degi var talið vernda menn gegn þeim vondu örlögum. Þessar myndir voru ekki taldar vera mannanna verk, heldur hefðu þær orðið til við kraftaverk þegar Kristur þerraði andlit sitt með dúk. Frægust slíkra mynda var svonefnd Veróníka í Péturskirkjunni í Rómaborg en myndin í Íslensku teiknibókinni er byggð á býsönskum helgimyndum af sama toga. Andlit Krists Mjög ólíklegt er að Kristófer hafi nokkru sinni verið til í raun og veru, en þessi ljúfi risi á að hafa starfað við að bera fólk á bakinu yfir stórfljót. Einu sinni kom þar lítið barn og vildi fá far. Kristófer gekk af stað með það á bakinu en kiknaði undan því úti í fljótinu. Þá upplýsti barnið að hann hefði nú borið bæði alheiminn og skapara hans. Af þeim sökum er Kristófer verndardýrlingur ferða- manna og myndir hans höfðu sérstakan verndarmátt ef farið var af bæ. Heilagur Kristófer Fæðing Krists eru mestu þáttaskil sögunnar í kristninni. Eindregnasta tákn þessara skila milli hins nýja og gamla er stjarnan sem lýsti af himnum ofan við Betlehem á fæðingarstundinni. Í meðförum 14. aldar teiknaranna varð hún að „stjörnusól“ þar sem engilsandlit gægist niður í jötuna. Ásamt englinum í stjörnusólinni horfa asni og uxi á fæðinguna, en asninn var tákn um heiðna menn og uxinn tákn gyðinga. Stjörnusólin Einn mesti kappi kristninnar var hinn knái riddari Georg, þjóðar- dýrlingur Englendinga og dáður og dýrkaður um alla kristni allt fram á þennan dag. Georg kom íbúum borgarinnar Sílene í Líbýu til bjargar eftir að skelfilegur dreki hafði svelgt í sig allan búsmala borgarbúa og var byrjaður að narta í íbúana sjálfa. Þeir lofuðu honum að turnast til kristni ef hann dræpi óvættina sem hann og gerði hið snarasta. Á myndinni er hann klæddur í riddaratísku 15. aldar: er með bryn- kraga um háls og höfuð, eða bascinet, með axla- og olnbogahlífar, brynglófa, legghlífar og hnébjargir í ranaskóm með íhvolfan skjöld af svokallaðri „tartsche“-gerð. Heilagur Georg
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.