Fréttablaðið - 18.01.2014, Blaðsíða 48
Nánari upplýsingar veitir Árni Friðriksson,
deildarstjóri skipaeftirlits, í síma 480-6000.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun
um ráðningu hefur verið tekin. Umsóknir gilda í
a.m.k. sex mánuði ef staða losnar á ný. Starfskjör
eru í samræmi við kjarasamning ríkisins og
viðkomandi stéttarfélags.
Starfið: Samgöngustofa leitar að skipaeftirlits-
manni. Starf skipaeftirlitsmanns felst í að
annast skoðanir á skipum, gerð og endurskoð-
un skoðunarhandbóka og verklagsreglna og
önnur tilfallandi störf. Starfshlutfall er 100%.
Um tvö stöðugildi er að ræða.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Vera handhafi skírteinis til fyllstu réttinda til
skipstjórnar eða vélstjórnar, eða hafa lokið
prófi í skipa- eða vélaverkfræði eða
–tæknifræði.
• Hafa reynslu af eftirliti með ástandi skipa og
skipsbúnaðar
• Þekkja til þeirra reglna og laga sem gilda
um öryggi skipa og til þess öryggisbúnaðar
sem skip skulu búin.
• Hafi haldgóða þekkingu og færni í íslensku,
ensku og einu Norðurlandatungumáli.
• Hafi þekkingu á notkun algengustu
hugbúnaðarforrita.
• Hafa reynslu af stjórnun og færni í
mannlegum samskiptum.
Umsóknarfrestur er til 3. febrúar 2014.
Hægt er að sækja um með eftirfarandi hætti:
• á vefsvæði Samgöngustofu á síðunni
www.samgongustofa.is
• senda umsókn (ferilskrá) með tölvupósti á
netfangið atvinna@samgongustofa.is
eða
• senda skriflega umsókn á eftirfarandi
heimilisfang:
Samgöngustofa
Bt. Ólafar Friðriksdóttur
Pósthólf 470
202 Kópavogur
SKIPA
EFTIRLITS
MAÐUR
Samgöngustofa er stjórnsýslustofnun samgöngumála
með um 160 starfsmenn. Stofnuninni er ætlað að stuðla
að öruggum, sjálfbærum, greiðum og hagkvæmum
samgöngum. Samgöngustofa annast eftirlit er
varða flug, siglingar, umferð og öryggiseftirlit með
samgöngumannvirkjum og leiðsögu.
Upplýsingar um Samgöngustofu má finna á heimasíðu
www.samgongustofa.is.
Flotafulltrúi
ó kast til starfa
Menntun og hæfni:
• Stúdentspróf eða sambærileg menntun
• Meiraprófsréttindi D eru skilyrði
• Hæfni til að kenna og þróa námskeið
• Góð tölvufærni
• Stjórnunarreynsla er kostur
• Ökukennararéttindi eru kostur
• Góð íslensku- og enskukunnátta
Eiginleikar flotastjóra:
• Framúrskarandi í mannlegum samskiptum
• Skipulagshæfileikar og frumkvæði
• Á auðvelt með að tileinka sér nýjungar
• Getur unnið í hópi
• Hefur hæfni til að þróa verkferla
Um starfið
Við leitum að flotafulltrúa með kennsluhæfileika til fjölbreyttra og líflegra starfa í akstursdeild
á rekstrarsviði Strætó. Flotafulltrúi sinnir upplýsingagjöf til vagnstjóra, starfsmannasamtölum,
fatamálum, vagnaumsjón og mönnun vagna, auk kennslu og endurmenntun vagnstjóra.
Starfsstöð flotafulltrúa er á Hesthálsi og unnið er á vöktum.
Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um. Laun fara eftir ríkjandi kjarasamningum.
Nánari upplýsingar veitir Anna Lára Guðfinnsdóttir, deildarstjóri akstursdeildar,
með tölvupósti á netfangið anna@straeto.is.
Umsóknir berist til Sigurborgar Þórarinsdóttur, starfsmannafulltrúa akstursdeildar, á netfangið
sigurborg@straeto.is. Umsóknarfrestur er til 31. janúar og öllum umsóknum verður svarað.
ÍS
LE
N
SK
A
SI
A.
IS
S
TR
6
74
12
0
1/
14
A
Spennandi starf fagaðila á heimili fatlaðs fólks.
Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis auglýsir til umsóknar tvær stöður fagaðila á heimili.
Um er að ræða störf sem verða hluti af þverfaglegu teymi sem mun stýra og útfæra
endurskipulagningu á innra starfi í einu af búsetuúrræðum Þjónustumiðstöðvarinnar.
Um er að ræða fullt starf í vaktavinnu.
Helstu verkefni og ábyrgð:
• Hvatning, ráðgjöf og stuðningur við íbúa
• Vinna að gerð einstaklings- og þjónustuáætlana og eftirfylgd þeirra
• Stuðningur og ráðgjöf við starfsmenn
• Virkt notendasamráð og samvinna við aðstandendur og aðra hagsmunaaðila
• Þróun og þátttaka í þverfaglegu starfi og faglegri uppbyggingu
Menntunar og hæfnikröfur:
• Háskólamenntun á sviði félags-, mennta- og/eða heilbrigðisvísinda s.s.
þroskaþjálfunar, félagsráðgjafar, sálfræði eða iðjuþjálfunar.
• Þekking og/eða reynsla í starfi með fötluðu fólki
• Reynsla af vinnu með einstaklingum með einhverfu æskileg
• Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
• Áhugi á þróun og uppbyggingu faglegs starfs
• Áhugi á þverfaglegri teymisvinnu og valdeflingu
• Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum
• Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Reykjavíkurborgar
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags.
Nánari upplýsingar um störfin veitir Þórdís Guðmundsdóttir í síma 411-1500 eða með því að senda
fyrirspurnir á thordis.linda.gudmundsdottir@reykjavik.is
Umsækjendur eru vinsamlega beðnir að sækja um störfin á heimasíðu Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is/storf
Umsóknarfrestur er til 2. febrúar nk.
Vakin er athygli á stefnu Reykjavikurborgar um jafnan hlut kynja í störfum
og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.
Velferðarsvið