Fréttablaðið - 18.01.2014, Blaðsíða 20
18. janúar 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 20
„Mörg verkanna eru ný og spila
vel á rýmið eins og verkin hans
Ásmundar frá sjötta áratugnum.“
Þetta segir Kristín Dagmar
Jóhannesdóttir, önnur þeirra
sem stjórnar sýningunni „Ég hef
aldrei séð fígúratíft rafmagn“
sem opnuð verður í Ásmundar-
safni við Sigtún í dag klukkan 16.
Þar er vakin athygli á efnistökum
Ásmundar Sveinssonar og sam-
hljómi hans við listamenn í dag.
Níu manns eiga verk á sýn-
ingunni, ásamt Ásmundi, það
eru Áslaug Í.K. Friðjónsdóttir,
Baldur Geir Bragason, Björk
Viggósdóttir, Hrafnhildur Hall-
dórsdóttir, Ingunn Fjóla Ingþórs-
dóttir, Ragnar Már Nikulásson, Sól-
veig Einarsdóttir, Þór Sigurþórsson
og Þuríður Rós Sigurþórsdóttir. Öll
eiga það sameiginlegt að leyfa efni,
formi og rými að stýra lokaútkomu
verka sinna.
Ásmundur var frumkvöðull í
íslenskri höggmyndalist og hafði
víðtæk áhrif. Hann vann í hefð-
bundin efni framan af en á síðari
hluta sjötta áratugarins fóru reka-
viður og brotajárn að verða áber-
andi í verkum hans og hann byrjaði
líka að huga að rýminu sem umlukti
þau. Hann sagði sjálfur: „Ég hef
leyft mér að gera non-fígúratífa
mynd af rafmagninu, því ég hef
aldrei séð fígúratíft rafmagn.“ Á
morgun fer fram listamannaspjall
um sýninguna. gun@frettabladid.
Samspil Ásmundar og listamanna nútímans
Á sýningu sem opnuð verður í Ásmundarsafni í dag eru samtímaverk níu listamanna ásamt abstraktverkum
Ásmundar Sveinssonar (1893-1982) frá sjötta áratug síðustu aldar úr óhefðbundnum efniviði.
EITT VERKANNA Á SÝNINGUNNI
What the world needs now frá 2010
eftir Sólveigu Einarsdóttur.
„Það verður öllu tjaldað til og
ég reikna ég með að flestar,
ef ekki allar helstu karaók-
ístjörnur landsins mæti,“ segir
Böðvar Reynisson, einn eig-
enda skemmtistaðarins Hendrix
sem stendur fyrir Íslandsmóti
í karaókí í kvöld. Á staðnum er
kominn einn flottasti karaókí-
búnaður sem sést hefur á land-
inu og syngur þátttakandinn
í gegnum sama hljóðkerfi og
stærstu sveitir og dj-ar landsins
sem skemmta á staðnum nota. Þá
verður ekkert til sparað í ljósa-
dýrð svo söngvarinn verður svo
sannarlega í sviðsljósinu.
„Ég hef talað við nokkrar af
skærustu stjörnum karaókí-
bransans á Íslandi en hann er
nokkuð stór á heimsvísu,“ segir
Böðvar sem gerir ráð fyrir
mikilli og skemmtilegri keppni
í kvöld. Eins og flestir vita þá
koma oft í ljós leyndir hæfileikar
þegar í karaókí er komið og er
Böðvar sannfærður um að fjöldi
hæfileikaríkra einstaklinga komi
fram á sjónarsviðið í kvöld.
Karaókí hefur lítið verið
stundað á staðnum hingað til
en gert er ráð fyrir breytingu í
þeim efnum með tilkomu nýju
karaókígræjanna. „Þetta á eftir
að stækka í framtíðinni, það er
alltaf erfitt að byrja svona og það
tekur tíma að víkka flóruna. Það
er svo mikið af hæfileikaríkum
karaókísöngvurum þarna úti.“
Yfir 12.000 lög eru í boði sem
stendur og bætist stöðugt á laga-
listann. „Stærsti hluti laganna er
erlendur en Birgir Jóhann Birgis-
son, sem gerði garðinn frægan
með hljómsveitunum Sálinni
hans Jóns míns, Hvar er Mjall-
hvít? og Þúsund andlitum, vinnur
nú hörðum höndum að því að búa
til karaókíútgáfur af íslenskum
lögum,“ útskýrir Böðvar.
Stefnt er að því að gera
karaókíviðburði algengari á
staðnum. „Þetta verður haldið
reglulega en það þarf auðvitað
bara að byrja á byrjuninni og
krýna fyrsta Íslandsmeistar-
ann svo við getum haldið áfram.
Þetta er þéttur en þröngur hópur
og karaókíbransinn er svolítið
klíkukenndur en við ætlum að
brjóta þetta aðeins upp.“
Íslandsmótið hefst klukkan
22.00 og kostar ekkert að taka
þátt. Hendrix er til húsa á Stór-
höfða 17 við Gullinbrú.
gunnarleo@frettabladid.is
Áhugasöngvarar sameinast á
Íslandsmóti í karaókí í kvöld
Íslandsmót í karaókí fer fram á skemmtistaðnum Hendrix um helgina. Böðvar Reynisson, einn eigenda
Hendrix, ætlar að lífga upp á karaókímenningu á Íslandi. Yfi r tólf þúsund lög eru í boði fyrir keppendur.
RITHÖFUNDURINN Einar Már ætlar að
segja frá. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
BARA BYRJUNIN Böðvar Reynisson, einn eigenda Hendrix, boðar bjarta tíma í karaókímenningu þjóðarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Gunnar Leó Pálsson
gunnarleo@frettabladid.is
Ég hef talað við
nokkrar af skærustu
stjörnum karaókíbransans
á Íslandi.
Tökum lagið Samkoma verður á
vegum dansk-íslenska félagsins á
morgun, sunnudag, í Norræna húsinu.
Einar Már Guðmundsson rithöfundur
talar þar um kynni sín af dönsku
menningarlífi og Borgþór Kjærnested
fjallar um dagbækur Kristjáns konungs
tíunda.
Einnig verður kórsöngur og
almennur söngur.
Samkoman hefst klukkan 14.
Aðgangur er ókeypis og allir eru
velkomnir.
Í Norræna húsinu
Sögur og söngur
Söngur Þórunn Vala Valdimarsdóttir
sópran syngur á sínum fyrstu stóru
einsöngstónleikum í Kaldalóni í Hörpu
á morgun, sunnudag klukkan 20. Þar
flytur hún ljóðaflokkinn Frauenliebe
und Leben eftir Schumann og aríur
eftir Scarlatti, Caccini, Händel og
Mozart við meðleik strengjakvartetts.
Þórunn Vala útskrifaðist frá Tón-
listarháskólanum í Utrecht í Hollandi
2012. Hún hefur víða komið fram,
bæði í virtum kórum og sem ein-
söngvari hérlendis og erlendis.
- gun
Þórunn Vala
Debúterar í
Hörpu
ÞÓRUNN VALA Hún hóf tónlistarnám
á unga aldri.
Tryggvi Gunnarsson, leikari og leikstjóri
Drykkjuvísur og djamm
„Ég verð eitthvað að vinna á Loft-Hosteli í Bankastræti en svo erum við
bræðurnir í Bartónum, karlakór Kaffibarsins, að byrja nýtt ár með því
að borða saman, drekka bjór og syngja ættjarðarljóð og drykkjuvísur. Svo
hef ég verið með Stúdentaleikhúsið á námskeiði. Við erum að fara að setja
upp sýningu sem fjallar um íslenska djammið í Reykjavík og erum að fara í
ákveðna rannsóknarvinnu um helgina!“
Guðrún Snæfríður
Gísladóttir leikkona
Horfi r í kringum sig
„Það fer allt eftir því hvort
ég kemst út úr bænum. Í
öllum tilfellum ætla ég að
horfa í kringum mig.“
Andrea Ólafsdóttir,
fyrrverandi
forsetaframbjóðandi
Afmæliskaffi
„Eftir yndislegt kvöld yfir skrafli
með eiginmanninum ætla ég
í kaffiboð í dag ásamt fleiri
fyrrverandi stjórnarmönnum
Hagsmunasamtaka heimilanna
í tilefni fimm ára afmælis sam-
takanna.“
Andri Ólafsson,
bassaleikari í Moses
Hightower
Addar fólki á Myspace
„Ég ætla að klára horfa á aðra
seríu af Bachelorette og svo
hugsa ég að ég addi fullt af
fólki á Myspace, af því að ég
þarf að krydda aðeins upp á
félagslífið, sem hefur verið
heldur fábrotið hingað til.“
HELGIN
18. janúar 2014 L