Fréttablaðið - 18.01.2014, Blaðsíða 88
18. janúar 2014 LAUGARDAGUR| MENNING | 52
? Ég hef verið með kærastanum mínum í nokkra mánuði og
okkur kemur vel saman og sam-
bandið er frábært. Kynlífið er mjög
gott, en fyrir um tveimur mánuð-
um hefur hann ekki getað fengið
sáðlát við „venjulegar“ samfarir og
þarf þá að klára á annan hátt (þar
sem ég fer niður á hann eða nota
hendurnar) sem ég glöð geri. Kyn-
lífið er því mjög gott, en við viljum
bæði geta klárað á svipuðum tíma
og að hann fái það með mér, í stað
þess að hann ofhugsi hlutina stuttu
eftir samfarir um af hverju hann
getur ekki fengið það. Fyrst var
þetta ekkert mál og allt gekk eðli-
lega, en eftir tvo mánuði af munn-
gælum og öðru er ég farin að hugsa
hvað ég geti gert til þess að hjálpa
honum við að koma á ný?
●●●
SVAR Það er eitt sem ég rak augun
sérstaklega í við lestur spurningar-
innar og það var þetta með tíma-
setningu fullnægingarinnar. Það
getur verið óraunhæf krafa að
reyna í hverjum samförum að fá
fullnægingu samtímis. Það geta
svo ótalmargir hlutir haft áhrif á
fullnæginguna eins og forleikur og
stemming og stundum bara getur
verið ómögulegt að fá fullnægingu.
Það gildir um bæði drengi og
dömur. Meðaltími samfara eru 3-7
mínútur og það ná ekki allir að fá
fullnægingu innan þess tímaramma
og því þarf stundum að auka við for-
leik eða bæta við eftirleik. Nú veit
ég ekki hversu langar samfarirn-
ar ykkar eru en þær gætu verið of
langar, eða of stuttar.
Ég velti því einnig fyrir mér
hvort samförum ljúki þegar þú
hefur fengið fullnægingu því
þú segist „klára“ hann eftir á og
það virðist ganga. Það segir mér
að vandamálið snerti ekki van-
getu hans til fullnægingar heldur
kannski frekar tímasetninguna á
henni. Það gæti verið ágætt að taka
pressuna af samförum og tíma-
settri fullnægingu og leyfa ykkur
bara aðeins að vera og njóta. Þið
gætuð prófað að auka forleikinn
og þú fengið fullnægingu þar svo
það sé „frá“ og þá ferð þú fullnægð
í samfarirnar og gætir mögulega
náð þér í aðra fullnægingu seinna.
Hann þyrfti þá ekki að hafa áhyggj-
ur af því að þú værir ófullnægð. Þú
getur notið kynlífsins og veitt ykkur
báðum beina örvun með höndunum
á meðan á samförum stendur.
Hér reynir á samskiptahæfileika
ykkar beggja. Hann þarf að segja
þér hvernig honum líður og hvað
honum þykir gott. Kannski er stell-
ingin sem þið eruð í óþægileg?
LAUGARDAGUR
18. JANÚAR
HVAÐ?
HVENÆR?
HVAR?
Hvernig hjálpa ég honum
Sýningar
16.00 Opnun sýningar í Ásmundarsafni
kl. 16. Á sýningunni er vakin athygli á
efnistökum Ásmundar Sveinssonar á síð-
ari hluta ferils hans og samhljómi hans
við níu starfandi listamenn í dag.
Tónlist
22.00 Nú er lag fyrir tjúttþyrsta að
koma á krána í Kringlunni um helgina
því þar mun Rokksveit Jonna Ólafs sjá
um tjúttið.
23.00 Vestfirðingaball á Spot. Hljóm-
sveitin Xpress spilar. Aðgangseyrir er kr.
2.000 við hurðina.
BESTA MYND
12 Years a Slave
BESTI LEIKARI
Matthew McConaughey,
Dallas Buyers Club
BESTA LEIKKONA
Cate Blanchett | Blue Jasmine
BESTI LEIKARI Í AUKAHLUTVERKI
Jared Leto | Dallas Buyers Club
BESTA LEIKKONA
Í AUKAHLUTVERKI
Lupita Nyong‘o | 12 Years a Slave
BESTA LEIKARALIÐ
American Hustle
BESTI LEIKSTJÓRI
Alfonso Cuaron | Gravity
BESTA FRUMSAMDA HANDRIT
Spike Jonze | Her
BESTU TÆKNIBRELLUR
Gravity
BESTA TEIKNIMYND
Frozen
BESTA HASARMYND
Lone Survivor
BESTA GAMANMYND
American Hustle
BESTI LEIKARI Í GAMANMYND
Leonardo DiCaprio
The Wolf of Wall Street
BESTA LEIKKONA Í GAMAN-
MYND
Amy Adams | American Hustle
BESTA ERLENDA MYND
Blue Is the Warmest Color
BESTA LAG
Let It Go | Frozen
HEITASTA STJARNA HOLLYWOOD
Benedict Cumberbatch
HELSTU SIGURVEGARAR
Verðlaunahátíðin Critics‘ Choice var haldin í Santa Monica í Kaliforníu
á fimmtudag og dró þar helst til tíðinda að Lupita Nyong‘o hlaut verð-
laun sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir frammistöðu sína í 12
Years a Slave. Höfðu margir tippað á að Jennifer Lawrence myndi
hreppa hnossið fyrir hlutverk sitt í American Hustle. Þetta er fyrsta
hlutverk Lupitu í Hollywood og komu verðlaunin henni mjög á óvart.
„Ég er pínulítið hrædd. Það er svo mikill heiður að vera hér og mig
langar að þakka fyrir þennan ótrúlega heiður. Þetta hefur verið frá-
bært ár með framúrskarandi frammistöðu í flokknum mínum og mér
finnst það heiður að vera tilnefnd með konum á borð við June Squibb,
Juliu Roberts, Jennifer Lawrence og Scarlett Johansson,“ sagði Lupita
við blaðamenn eftir verðlaunahátíðina. - lkg
Lupita kom,
sá og sigraði
Critics’ Choice-verðlaunahátíðin var haldin
í Santa Monica á fi mmtudaginn.
Holtagörðum | 2.hæð | 104 Reykjavík | reebokfitness@reebokfitness.is