Fréttablaðið - 18.01.2014, Blaðsíða 102
18. janúar 2014 LAUGARDAGUR| MENNING | 66
Leikarinn Ólafur Darri Ólafsson hélt
fyrirlestur um sjálfstraust fyrir nem-
endur á námskeiðinu Samvinna og
árangur í Háskóla Íslands í vikunni. „Ég
ræddi aðallega sjálfstraust og hvernig
maður kemur fram opinberlega á
fundum og annað í þeim dúr. Ég ræddi
það líka hvernig það er fyrir
mann eins og mig að
tala opinberlega sem
er mjög feiminn að
eðlisfari. Stundum
þarf maður að leggja
það til hliðar og búa
sér til nýtt sjálf sem
getur komið fram
opinberlega
og talað.“
- lkg
SPJALL UM SJÁLFSTRAUST
„Hollywood er eins
og slæmur kærasti.
Maður getur ekki
beðið eftir því að
vera boðið upp í
dans.“
AMY POEHLER UM AF
HVERJU HÚN ÆTLAR AÐ
EINBEITA SÉR AÐ LEIK-
STJÓRN, FRAMLEIÐSLU
OG HANDRITASKRIFUM.
„Ég er alls ekkert fúll yfir þessu
en ég fékk smá ónot þegar ég fékk
bréfið. Þá velti ég fyrir mér hvort
þessi kona ætlaði að láta blogg-
herinn ræna af mér ærunni,“
segir tónlistarmaðurinn Bubbi
Morthens. Hann er einn fjögurra
dómara í hæfileikaþáttunum Ísland
Got Talent sem fer í loftið á Stöð 2
seinna í mánuðinum. Bubba barst
miður skemmtilegt bréf á dögun-
um frá keppanda sem var ósáttur
við það að komast ekki áfram í
þáttunum.
„Málið var það að kona, sem ég
vil ekki nafngreina, söng lag eftir
Bob Dylan í þýðingu Jónasar Árna-
sonar. Hún komst ekki áfram og
skrifaði mér bréf sem var uppfullt
af gríðarlegum vonbrigðum. Hún
kallaði mig hrokagikk og sjálf-
hverfan og ég veit ekki hvað og
hvað. Hún sagði að hún hefði einu
sinni haft álit á mér en nú væri það
farið út um gluggann. Þetta bréf
var gríðarlega langt og hún sagðist
hafa sungið þetta lag í tuttugu ár
og aldrei nokkurn tímann fengið
höfnun á flutninginn,“ segir Bubbi
„Það eina sem ég sagði við hana
þegar hún lauk flutningi sínum,
ef ég man rétt, var: Nei, þetta er
ekki fyrir mig. Hún hótaði að birta
bréfið í fjölmiðlum og á heimasíðu
sinni. Í einu orði sagt geta von-
brigði, höfnun og reiði fólks orðið
svo rosaleg að það blindar það,“
bætir Bubbi við. Hann ber engan
kala til þessarar konu.
„Ég skrifaði henni til baka og
hvatti hana til að syngja áfram en
að ég stæði við það að mér þætti
hún ekki nógu góð. Mig minnir að
ég hafi lokið svari mínu á orðunum
ást og friður. Málið var samt sem
áður að þetta var ósmekklegt bréf
en ég fyrirgaf henni því ég vissi að
þetta var skrifað í hita leiksins.“
Bubbi er ekki ókunnugur hæfi-
leikakeppnum á borð við Ísland
Got Talent því hann var einnig
dómari í Idol-Stjörnuleit í denn.
„Þetta er ekkert einsdæmi í
svona þáttum. Í Idolinu hringdi
fólk í mig, sérstaklega þegar það
var komið í glas og hafði kjarkinn.
Maður getur alltaf búist við því
að keppendur missi sig í brjálæði
og maður verður bara að taka
því,“ segir Bubbi. Hann segist
alls ekki vera illkvittinn dómari.
„Ég er harður en sanngjarn.“
liljakatrin@frettabladid.is
Bubba barst ósmekk-
legt hótunarbréf
Bubbi Morthens er einn af dómurum í Ísland Got Talent. Hann fékk miður
skemmtilegt bréf frá einum keppanda þar sem hann er kallaður hrokagikkur.
VINSÆL Í ÞÝSKALANDI
Guðrún Helgadóttir á 40 ára rit-
höfundarafmæli á árinu og hefur byrjað
afmælisárið af krafti.
Bók hennar Bara gaman kom út í
Þýskalandi síðastliðið sumar og hefur
vakið stormandi lukku. Bókin hefur
selst upp, verið endurprentuð og hlotið
viðurkenningu sem ein af bestu barna-
bókum ársins í Þýskalandi árið 2013.
Guðrún hefur meðal
annars verið kölluð
arftaki Astrid Lind-
gren í þýskum
dómum um bókina
og er henni mikið
hrósað fyrir þá
hlýju og næmni sem
einkennir bókina.
- ebg
Þetta er
ekkert einsdæmi í svona
þáttum. Í Idolinu hringdi
fólk í mig, sérstaklega
þegar það var komið í
glas og hafði kjarkinn.
SANNGJARN EN HARÐUR
Bubbi er dómari ásamt
Þorgerði Katrínu Gunnars-
dóttur, Jóni Jónssyni og
Þórunni Antoníu.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI MARINÓ
STRÁKUR Á LEIÐINNI
„Ég er hálfnuð og er sett 4. júní. Mér
líður mjög vel fyrir utan smá þreytu af
og til þegar ég tek of mikið
að mér. Ég finn ekki
mikinn mun á hvort
kynið er, allavega ekki
enn þá. En það er yndis-
legt að fá að eiga bæði
kynin,“ segir Regína Ósk
Óskarsdóttir söngkona,
en hún og eiginmaður
hennar, Sigursveinn
Þór Árnason, eiga
von á dreng. Fyrir
á Regína Anítu 11
ára, en saman eiga
þau Aldísi Maríu, 4
ára. - eá
„Ég ætla að vera nakinn og
berskjaldaður í heilan mánuð,“
segir Curver Thoroddsen, en hann
opnar sýninguna Verk að vinna/
Paperwork í Ketilhúsinu á Akur-
eyri í dag klukkan þrjú. Þar stendur
lista maðurinn fyrir raunveruleika-
gjörningi í anda fyrri verka sinna
þar sem daglegt líf hans og list-
sköpun skarast.
„Ég verð að fara í gegnum blöð
og pappíra frá ólíkum æviskeiðum
mínum. Pappírar sem hafa safn-
ast saman á síðastliðnum 20 árum
heima hjá mér. Ég býst við að þetta
verði dálítill tilfinningarússíbani
að fara svona í gegnum líf sitt í
pappírs bréfum,“ segir Curver jafn-
framt. Hann kemur til með að loka
sig af í heilan mánuði í Ketilhúsinu
til þess að flokka póstinn.
„Þetta verður sannarlega ferðalag
inn á við, sem er dálítið fyndin and-
stæða þess að út á við verð ég nak-
inn í almenningsrými að gera mjög
persónulegan hlut. Verkið fjallar
dálítið um þetta, þetta persónulega
svæði og svo það almenna. Sam-
skiptamiðlar í dag, líkt og Facebook
og Instagram, hafa orðið til þess
að við erum alltaf að varpa okkar
persónulega rými út í almennings-
rými og sýningin fjallar í rauninni
um þessi mörk,“ segir Curver. - ósk
Lokar sig af nakinn í mánuð
Curver Thoroddsen opnar sýningu í Ketilhúsinu á Akureyri í dag klukkan fi mm.
FERÐALAG INN Á VIÐ Sýningin fjallar
um mörkin á milli hins persónulega og
hins almenna. MYND/ÚR EINKASAFNI
Grundvöllur málstofunnar er:
Gralsboðskapurinn„Í ljósi sannleikans“
eftir Abd-ru-shin
Frekari upplýsingar má nálgast á síðunni:
www.is.gral-norden.net
Hver eru
lögmál lífsins?
Málstofa í Reykjavík
22. febrúar 2014