Fréttablaðið - 18.01.2014, Blaðsíða 2
18. janúar 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 2
Elmar Hallgríms Hallgríms-
son, lektor í viðskiptafræði
kennir háskólanemum að afl a
fj ár fyrir góðgerðastarfsemi
eft ir hugmyndafræði sjón-
varpsþáttanna Apprentice.
Ágóðinn rennur til Barnaspítala Hringsins.
Ásborg Arnþórsdóttir,
ferðamálafulltrúi í upp-
sveitum Árnessýslu, biðlaði
til sveitarstjórnarmanna Blá-
skógarbyggðar að tryggja
öryggi ferðamanna í hálku.
Aron Kristjánsson, lands-
liðsþjálfari íslenska karla-
landsliðsins í handbolta,
var svekktur eft ir tap Íslands
fyrir Spáni. Hann segir þó
sína menn ekki hætta.
Urður Hákonardóttir
tónlistarkona býr til
tónlist í danssýningunni
Óraunveruleikjum. Urður
segir þetta í fyrsta sinn
sem frumsamin tónlist
eft ir hana er fl utt opinberlega.
SJÁVARÚTVEGUR Samningafundi
um makríl milli Íslands, Færeyja,
Evrópusambandsins og Noregs var
frestað fram til næsta miðvikudags
í gær.
Samningaviðræður um skiptingu
aflahlutar milli strandríkja á makríl
hafa staðið síðan 2008.
Í kjölfar ráðgjafar Alþjóðahaf-
rannsóknaráðsins í haust, sem gaf
til kynna betra ástand makrílstofns-
ins en áður var talið, boðaði Ísland til samningafundar
í september síðastliðnum. Telur ráðuneytið að bætt
ástand stofnsins gefi tækifæri á að þoka viðræðum í
samkomulagsátt Á þeim grunnni hafi viðræður farið
fram frá því í haust.
Litið er á fundinn sem úrslitatilraun til þess að
finna lendingu í deilunni áður en ríkin fara að gefa út
kvóta vegna veiða á þessu ári.
Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra
kveðst síður bjartsýnn nú en í haust. Engu að síður sé
mikilvægt að reyna til þrautar að ná samkomulagi.
Ráðuneytið segir afstöðu Íslands byggjast á að
ná verði samkomulagi á vísindalegum grunni, bæði
um hæfilegar veiðar úr stofninum og sanngjarna
skiptingu aflahlutar, en á undanförnum árum hefur
makríll leitað í síauknum mæli í íslenska lögsögu eftir
fæði. - fbj
Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra er svartsýnni nú en áður:
Fundi í makríldeilunni frestað
ÍSLANDSMÓTIÐ Í KARAÓKÍ 20
Íslandsmót í karaókí fer fram á skemmtistaðnum
Hendrix um helgina. Böðvar Reynisson, einn eigenda
staðarins, ætlar að lífga upp á karaókímenningu
Íslands.
GEGGJAÐ AÐ NOSTRA VIÐ
EXCEL 34
Grínistinn Jóhann Alfreð á sér praktíska
hlið og fi nnst geggjað að nostra við excel-
skjöl. Hann segir að upphafshljóðið í
Windows 95 sé það fallegasta sem
hann hafi heyrt. Hann er einnig
skotinn í Hollywood-leikkonum
sem heita Jennifer.
HVERJIR VORU
AVARAR? 36
Illugi Jökulsson rekur hausinn inn í rykfallinn
sal í þeim kastala sem mannkynssagan er og
reynir að kynnast hinni dularfullu þjóð Avara.
EINN FÓR YFIR Á RAUÐU 40
Jakobína Þráinsdóttir fylgir börnunum sem eru
á leið í Langholtsskóla yfi r fj ölfarin gatnamót
Langholtsvegar og Holtavegar á hverjum
virkum morgni.
LÍTILSVIRÐING 16
Þorsteinn Pálsson um Evrópuumræðuna.
STOLTUR AÐ LATIBÆR SÉ ÍSLENSKT HUGVIT 18
Magnús Scheving um niðurskurð á framlögum til kvikmynda-
gerðar.
EITT BARN ER EINU BARNI OF MIKIЖ
FÁTÆK BÖRN 18
Þóra Jónsdóttir um þörf á viðhorfsbreytingum.
➜ Ragnheiður Elín Árnadóttir innanríkisráðherra kallar forsvarsfólk úr atvinnulífi nu
á fund til að ræða kosti og galla laga um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja. Hún útilokar þó
breytingar á lögunum á vorþingi.
SIGURÐUR INGI
JÓHANNSSON
ÚRSLITATILRAUN Ríkin gefa út kvóta vegna veiða á makríl á
þessu ári. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR
ER MANNLÍF SLYSAGILDRA? 50
Slysagildran, nýtt leikrit eft ir Steinunni
Sigurðardóttur, fj allar um heitt mál í sam-
tímanum á sérstakan hátt.
LÍTIÐ FRAMBOÐ AF LÍKAMS-
RÆKT Í 101 64
Fréttablaðið tók saman kort yfi r þá hreyfi ngu
sem boðið er upp á í póstnúmerinu 101 í
Reykjavík.
JAFNRÉTTISMÁL Samkvæmt nýrri
úttekt Creditinfo sem unnin var
fyrir Samtök atvinnulífsins upp-
fyllir rétt rúmlega helmingur
fyrir tækja með fleiri starfsmenn
en 50 á ársgrundvelli skilyrði laga
um kynjahlutföll í stjórnum fyrir-
tækja.
Lögin kveða á um að hvort kyn
skuli eiga fulltrúa í stjórn þegar
stjórn er skipuð þremur mönnum
og þegar stjórnarmenn eru fleiri
en þrír í slíkum félögum, þá skuli
tryggt að hlutfall hvors kyns sé
ekki lægra en 40%.
Ákvæði um kynjahlutföll í
stjórnum fyrirtækja voru færð
í hluta- og einkahlutafélaga-
lög árið 2010 og fengu fyrirtæki
þriggja ára aðlögunartíma áður
en ákvæðin tóku gildi, 1. septem-
ber 2013.
Konur voru um 31 prósent
stjórnarmanna í íslenskum fyrir-
tækjum með fleiri en 50 heilsárs-
starfsmenn í árslok 2013 en hlut-
fall karla var 69 prósent.
Lögin ná til 287 íslenskra fyrir-
tækja, en af þeim uppfylla einung-
is 152 fyrirtæki skilyrði laganna.
Í úttektinni kemur fram að ætli
íslensk fyrirtæki sér að ná að upp-
fylla skilyrði laganna þurfi þau
að kjósa inn 100 konur á kostnað
karla sem eru fyrir í stjórnum.
Þorsteinn Víglundsson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka atvinnu-
lífsins, segir ljóst að miðað hafi
talsvert í rétta átt og að hlutfall
hafi hækkað þó nokkuð á stuttum
tíma. Enn vanti þó nokkuð uppá
til að hinu lögbundna 40 prósenta
markmiði verði náð.
„Við fórum í þessa athugun af
tveimur ástæðum. Annars vegar
með hliðsjón af samningi okkar
við viðskiptaráð og Félag kvenna í
atvinnurekstri frá árinu 2009 sem
fól í sér markmið um að hlutfall
hvors kyns yrði ekki undir 40 pró-
sentum í lok árs 2013. Hins vegar
vildum við vekja athygli á þessu í
aðdraganda aðalfunda fyrirtækja
sem eru framundan. Við bindum
vonir við að ná settum markmið-
um á þessu ári,“ segir Þorsteinn.
Sambærilegt ákvæði hefur verið
sett í lög um lífeyrissjóði og segir
Þorsteinn sjóðina hafa náð til-
settum markmiðum.
„Það hefur náðst gott jafnvægi
í lífeyrissjóðunum og er hlutfallið
47 prósent þar. Hér hjá SA eru
konur til dæmis meirihluti okkar
fulltrúa í þeim stjórnum, 56 pró-
sent,“ segir Þorsteinn.
elimar@frettabladid.is
Þriggja ára aðlögun
dugði ekki félögum
Rétt rúmlega helmingur hlutafélaga þar sem fleiri en 50 starfsmenn starfa á árs-
grundvelli uppfyllir lagaskilyrði um kynjahlutfall í stjórnum hlutafélaga. Fram-
kvæmdastjóri SA segir árangur hafa náðst en þó sé nokkuð í land.
VILL EKKI SIÐFERÐISMAT 4
„Þessar hugmyndir verða ekki teknar upp á
minni vakt. Þær eru gjörsamlega ónothæfar,“
segir Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra
sem hafnar öllum hugmyndum um að skóla-
stjórum verði falið að leggja siðferðismat á
nemendur.
KANNAST EKKI VIÐ UPPSAGNIR 6
Formaður Barnavistunar, félags dagforeldra, segist ekki kannast við að félags-
menn segi upp eldri börnum til að koma yngri að. Borgarfulltrúi segir leitt að
dagforeldrar sjái sig knúna til að segja börnum upp.
SAMFÉLAGIÐ BRÁST 8
Réttindagæslumaður þroskahamlaðrar konu sem misnotuð var kynferðislega á
Snæfellsnesi segir samfélagið hafa brugðist henni.
EKKERT VAFASAMT 10
Frosti Sigurjónsson, alþingismaður Framsóknarflokks, þvertekur fyrir að nokkuð
vafasamt sé við tilurð frískuldamarks vegna bankaskatts.
VERÐA AFTUR VINIR
EFTIR LEIK 60
Gömlu landsliðsfélagarnir og vinirnir
Aron Kristjánsson og Patrekur
Jóhannesson mætast í dag með sitt
landsliðið hvor. Báðir eru þeir mjög
spenntir fyrir leik dagsins.
Við bindum vonir við
að ná settum markmiðum á
þessu ári.
Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri
Samtaka atvinnulífsins
KARLAVELDI Enn virðist nokkuð í land til að jafna hlutskipti kynjanna í stjórnum fyrirtækja.
FRÉTTIR 2➜12
SKOÐUN 16➜18
HELGIN 20➜42
SPORT 58➜60
MENNING 50➜56
FIMM Í FRÉTTUM KYNJAKVÓTAR OG HANDBOLTI
Inniheldurplöntustanólester
sem lækkar kólesteról
MEÐ
2 fylgja fríttmeð