Fréttablaðið - 18.01.2014, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 18.01.2014, Blaðsíða 12
18. janúar 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 12 Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Kanarí Sjá aðra gistimöguleika og tilboð á heimsferdir.is Frábært tilboð á síðustu sætunum til Kanarí 29. janúar í 7 nætur frá kr. 49.900 – flugsæti á mann, báðar leiðir með sköttum! Þú kaupir 2 flugsæti en greiðir aðeins fyrir 1. E N N E M M / N S IA • N M 61 0 3 1 Gistu á Dorothea*** frá kr. 12.500 í 7 nætur. Netverð á mann kr. 12.500 m.v. 5 í íbúð með 2 svefnherbergjum. Netverð á mann kr. 31.300 m.v. 2 í íbúð með 2 svefnherbergjum. Gistu á Los Tilos**+ frá kr. 17.700 í 7 nætur. Netverð á mann kr. 17.700 m.v. 3 í íbúð með 1 svefnherbergi. Netverð á mann kr. 26.900 m.v. 2 í íbúð með 1 svefnherbergi. Skíði 1. febrúar í viku 29. janúar í 7 nætur Frá kr. 119.900 Netverð á mann kr. 119.900, m.v. 2 fullorðna og 2 börn á Skihotel Speiereck í Lungau með hálfu fæði í viku. Netverð á mann kr. 139.900, m.v. 2 fullorðnir á Skihotel Speiereck í Lungau með hálfu fæði í viku. 49.900 Flugsæti frá kr. SÉRTILBOÐ B irt m eð fy rir va ra u e m p re nt vi l n lu r. H ei m sf er ðð ii ð skk r ás ksk r ilj a a ilj r ér rr rr sé r r sé r r sé r r sésésss t tt tt ét t étété e leil l i ið ré t ið ré t ið ré t ré t ið ré tééé tin g a tin g a tin g aa gggg tin ggggg á s l á sl á sl á sssssssss á ku . ku . ku . ku . ku . ku . ku . ku . ku . . u. ku .u.kuku . ku . ku . kuík ukuík u ík ukuk A th . A th . A th . A th A th . A th A th A th . A th . AAAAAAAAAAAAA að v e að v e ð ve að v e að v e ð v e ð v e ð v eveeeeeevee ð v eveeve að v eve að v evevevev ð v ðððððððððððððððð rð g e rð g e rð g e rð g e g ee g r tu r b tu r b tu r b tu r b re ys t re ys t re ys re yer á n f á áá yr irv a.a.a.aararararar BANDARÍKIN Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna, NSA, og aðrar leyniþjónustustofnanir þurfa nú að fá dómsúrskurð vilji þær fá aðgang að viðkvæmum upplýsing- um um einstaklinga, sem safnað hefur verið saman í stórum stíl. Þetta er meðal þeirra breytinga sem Barack Obama Bandaríkja- forseti kynnti í gær á reglum um starfsemi bandarísku leyniþjón- ustunnar. Breytingarnar eru viðbrögð Obama við uppljóstrunum Edwards Snowden, sem enn er í Rússlandi þar sem hann fékk hæli síðastliðið sumar eftir að Banda- ríkin ógiltu vegabréf hans og hót- uðu honum lögsókn. Í ræðu sinni í gær nefndi Obama í fyrsta sinn Snowden á nafn, en sagðist ekki vilja ræða hann að öðru leyti en því að „varnir þjóðar okkar eru að hluta byggðar á trúnaði þeirra sem treyst er fyrir leyndarmálum hennar“. Ræða hans var að meginstofni vörn fyrir njósnir bandarísku leyniþjónustunnar. Hann sagði sum erlend ríki hafa „gert sér upp undrun“ þegar uppljóstranir Snow- dens leiddu í ljós að Bandaríkin hafi stundað víðtækar njósnir um allan heim. Þau hafi gert slíkt hið sama. „Við getum ekki einhliða afvopn- að leyniþjónustustofnanir okkar,” sagði Obama. Starfsemi þeirra sé nauðsynleg til að tryggja öryggi þjóðarinnar og bandamanna henn- ar. Hins vegar viðurkenndi hann að víðtækar njósnir, á borð við söfnun upplýsinga um símanotkun ein- staklinga, bjóði því heim að þær upplýsingar verði misnotaðar. Því þurfi að tryggja að þær verði ekki misnotaðar. „Þetta verður ekki auðvelt,“ sagði hann um það verkefni, sem hann hefur nú falið dómsmála- ráðherra sínum og leyniþjónustu- foringja Bandaríkjanna, nefnilega útfærsluna á því hvernig geyma eigi gagnasöfn leyniþjónustunnar án þess að hún hafi beinan aðgang að þeim. Breytingarnar sem hann kynnti ganga engan veginn jafn langt og gagnrýnendur Bandaríkjanna hafa krafist, og blaðamaðurinn Glenn Greenwald, sem hefur komið skjöl- unum frá Snowden á framfæri við fjölmiðla, sagði þær ekkert annað en yfirklór: „Í raun er þetta bara ímyndarfegrun, ákveðin aðferð við að róa almenning og láta hann halda að gerðar verði umbætur án þess að neinar séu gerðar í reynd,“ sagði hann í viðtali við fréttastofu Al Jazeera. gudsteinn@frettabladid.is NSA þarf nú að afla sér dómsúrskurðar Obama bregst við uppljóstrunum Snowdens og boðar breytingar á því hvernig leyniþjónustustofnanir safna saman upplýsingum um einstaklinga. Ræða hans í gær var þó að meginuppistöðu vörn fyrir njósnir, sem hann segir nauðsynlegar. SÝRLAND, AP Walid al Moallem, utanríkisráðherra Sýrlands, segir stjórnvöld þar tilbúin að hrinda í framkvæmd vopnahléi í borginni Aleppo, þar sem langvarandi og hörð átök hafa geisað milli stjórn- arhersins og uppreisnarmanna. Jafnframt sé stjórnin reiðu- búin að skiptast á föngum við uppreisnar menn. Þetta sagði ráðherrann í Rúss- landi, þar sem hann hitti Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rúss- lands, í gær. Hann sagðist hafa útvegað Lavrov hugmyndir um útfærslu vopnahlés og fangaskipta, en bað Rússa um að tryggja að af þessu geti orðið. Rússar hafa þrýst á Sýrlands- stjórn að sýna lit fyrir friðar- viðræður, sem eiga að hefjast í næstu viku. Óvíst er þó enn um þátt- töku helstu samtaka sýrlenskra stjórnar andstæðinga og uppreisn- armanna í þeim viðræðum, en Vestur lönd hafa verið að reyna að fá þá til að vera með. Rússar hafa staðið þétt við bakið á Sýrlandsstjórn og þeim tókst í haust að fá hana til að fallast á að losa sig við eiturefnavopn sín. - gb Sýrlandsstjórn sýnir lit fyrir friðarviðræður í næstu viku: Býður vopnahlé og fangaskipti TÉKKLAND, AP Bohuslav Sobotka tók í gær við embætti forsætis- ráðherra Tékklands. Sobotka er vinstrimaður, leiðtogi Sósíal- demókrata og var fjármálaráðherra síðast þegar sá flokkur var við völd, en það var á árunum 2002 til 2006. Kúvending verður í afstöðu ríkis- stjórnar Tékklands til Evrópusam- bandsins, því fyrri ríkisstjórn Borg- aralega lýðræðisflokksins var afar andsnúin ESB, öfugt við Sobotka sem tók þátt í að semja um aðild Tékklands að ESB. Fyrri stjórn var, auk Bretlands, eina aðildarríki ESB sem ekki vildi taka þátt í fjárlagabandalaginu nýja, sem sett var á laggirnar eftir að skuldakreppa tók að herja illi- lega á sum aðildarríkjanna. Sobotka hefur lýst yfir eindregnum vilja til að taka þátt í þessu samstarfi, þannig að Bretar verða þá eina ríkið sem ekki verður með. Þingmeirihluti fyrri stjórnar féll í júní síðastliðnum í kjölfar hneykslis mála, sem tengdust bæði mútugreiðslum og njósnum. - gb Vinstrimaðurinn Bohuslav Sobotka sór embættiseið sem forsætisráðherra Tékklands í gær: Kúvending í afstöðu Tékklands til ESB BOHUSLAV SOBOTKA Nýi forsætisráð- herrann undir- ritar embættis- eið sinn. FRÉTTABLAÐIÐ/AP BARACK OBAMA Bandaríkjaforseti kynnti í gær þær breytingar sem gerðar verða á starfsemi leyniþjónustunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP UTANRÍKISRÁÐHERRA SÝRLANDS OG RÚSSLANDS Walid al Moallem og Sergei Lavrov hittust í Rússlandi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Við getum ekki einhliða afvopnað leyni- þjónustustofnanir okkar. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna RÚSSLAND Vladimír Pútín Rúss- landsforseti segir að samkyn- hneigðir séu velkomnir á Vetrar- ólympíuleikana, sem haldnir verða í Sotsjí í næsta mánuði. Eina skilyrðið sé að þeir „láti börnin í friði“, eins og hann orð- aði það. Í Rússlandi séu nefnilega í gildi lög sem banna fólki að hafa í frammi „áróður“ fyrir samkyn- hneigð í áheyrn barna. Pútín og stjórn hans hafa verið harðlega gagnrýnd víða um heim fyrir þessi lög, sem tóku gildi á síðasta ári. - gb Samkynhneigðir varaðir við: Fari í felur með kynhneigð sína
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.