Fréttablaðið - 18.01.2014, Blaðsíða 22
18. janúar 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 22
Sú saga var sögð Einari Benediktssyni, skáldi og sjálfstæðissinna, til háð-ungar að hann hafi reynt að selja sjálf norðurljósin. Hvort sem það er satt eða
logið eru norðurljósin nú orðin ein
helsta söluvara ferðaþjónustunnar
hér á landi yfir vetrarmánuðina.
Þegar kvölda tekur krossa
hundruð ferðamanna fingurna
og vona að skýjafar og aðstæður
í himin hvolfunum leiði til þess að
hægt verði að berja ljósadýrðina á
himnum augum. Þegar mest lætur
fara vel á annað þúsund ferðamanna
upp í rútur og jeppa og taka stefn-
una út í myrkrið á köldum vetrar-
kvöldum í Reykjavík.
Gróft áætlað má reikna með að
rúmlega 100 þúsund ferðamenn hafi
skoðað norðurljósin í skipulögðum
norðurljósaferðum á síðasta ári.
Það er mat stjórnenda fyrirtækja
í ferðaþjónustu sem Fréttablaðið
hefur rætt við. Hvorki Ferðamála-
stofa né Samtök ferðaþjónustunnar
halda utan um fjölda slíkra ferða.
Fjórir af hverjum fimm sem fara
í skipulagðar ferðir fara með öðru
hvoru af stóru rútufyrirtækjunum
sem bjóða upp á norðurljósaferðir.
Restin dreifist á vel á annan tug
fyrir tækja sem bjóða ýmiskonar
aðra upplifun samhliða leitinni að
norðurljósunum.
Borga 700 milljónir fyrir ferðir
Miðað við verðskrár fyrirtækjanna
má áætla að ferðamennirnir greiði
um 700 milljónir króna fyrir ferð-
irnar. Erfitt er að áætla það með
mikilli nákvæmni þar sem flest
fyrirtækin bjóða þeim sem fara í
ferðir og sjá ekki norðurljós að fara
í aðra ferð án endurgjalds. Verð-
mæti norðurljósanna er þó marg-
falt meira fyrir íslenska þjóðarbúið
en þær 700 milljónir sem ferða-
mennirnir greiða fyrir ferðirnar á
ári, og varlega áætlað eru þær tölur
fljótar að komast í milljarða króna.
Michael Raucheisen, markaðs-
stjóri Icelandair í Bandaríkjun-
um, segir að norðurljósin séu orðin
eitt helsta aðdráttarafl Íslands
yfir vetrartímann fyrir Banda-
ríkjamenn. „Eftir að NASA, Geim-
ferðastofnun Bandaríkjanna, spáði
því að virkni norðurljósanna árin
2013 og 2014 yrði sú mesta í meira
en áratug hafa Bandaríkjamenn
flykkst til staða þar sem hægt er að
sjá norðurljósin,“ segir Raucheisen.
Hann segir Ísland vinsælan
áfangastað þeirra sem vilji sjá
norðurljósin vegna legu landsins.
Áætla megi að milli 35 og 40 pró-
sent Bandaríkjamanna sem komi
hingað á þessum tíma komi sér-
staklega til að sjá norðurljósin.
„Norðurljósin eru besta sölu-
varan fyrir Ísland á veturna,“ segir
Ragnar Lövdal, eigandi Superjeep.
is. Hann bendir á að ferðamennirn-
ir kaupi gistingu, mat og ýmis konar
aðrar ferðir og þjónustu. Virði
norðurljósanna fyrir Ísland sé því
margfalt meira en þær milljónir
sem ferðamennirnir borgi fyrir
norðurljósaferðirnar sjálfar.
Ekki hefur enn verið gerð tilraun
til að meta raunverulegt andvirði
norðurljósanna, að því er Frétta-
blaðið kemst næst. Með aðferðum
hagfræðinnar er hægt að leggja
mat á virði ýmiskonar gæða, hvort
sem það er virði þess að halda
hálendinu ósnortnu, eða virði þess
að leggja göng undir fjörð frekar
en að brúa hann.
„Það er eflaust hægt að leggja
mat á verðmæti norðurljósanna,“
segir Gylfi Magnússon, dósent
við viðskiptafræðideild Háskóla
Íslands. Hann segir það þó fráleitt
einfalda útreikninga. „Það þyrfti
að leggja mat á tekjur af ferða-
mönnum. Inni í því þyrfti að vera
mat á því hversu margir koma
hingað vegna norðurljósanna,
hvað þeir eyða miklu og hve mikið
situr eftir. Ég hef engar tölur til að
byggja það á,“ segir Gylfi.
„Við það þyrfti að bæta því sem
er enn erfiðara, það þyrfti að
meta til fjár þá ánægju sem við
heimamenn höfum af norðurljós-
unum, sem er sjálfsagt eitthvað.
Það er eins og að meta verðmæti
þess fyrir Reykvíkinga að horfa á
Esjuna, það er frekar erfitt að meta
það til fjár.“
Aukning en enginn veit hve mikil
„Allir sem koma til Íslands yfir
vetrartímann vilja sjá norðurljósin,“
segir Sigríður Gunnarsdóttir, sölu-
og markaðsstjóri hjá Iceland Travel.
Hún segir að jafnvel þó ferðamenn
komi hingað til að sitja ráðstefnur
eða fundi gefi þeir sér oft tíma til
að fara í ferðir til að reyna að sjá
norðurljósin.
Upplifun þeirra stjórnenda
ferðaþjónustufyrirtækja sem
Fréttablaðið hefur rætt við var sú að
mikil aukning hafi verið í sölu norð-
urljósaferða á síðustu árum. Hversu
aukningin er mikil er engin leið að
segja til um, enda enginn sem held-
ur utan um slíkar upplýsingar.
Þó að vel á annað þúsund ferða-
manna leggi af stað út í myrkrið til
að skoða norðurljósin á góðu kvöldi
í Reykjavík er sá mikli fjöldi þó
frekar undantekning en reglan. Á
venjulegu kvöldi má áætla að um
200 fari í slíkar ferðir, en þegar ekki
hefur gefið mörg kvöld í röð safnast
saman stærri og stærri hópar þar til
ljósin loksins láta á sér kræla.
Ferðamenn sem fara í norður-
ljósaferðir koma víða að úr heimin-
um. Mikið er af Bretum og Banda-
ríkjamönnum, og Asíubúar láta ekki
sitt eftir liggja.
Norðurljósin til sölu allar nætur
Hundruð ferðamanna munu fylgjast grannt með skýjafari og veðurspá í dag og vonast eftir góðri norðurljósasýningu í kvöld.
Áætla má að ferðamenn borgi um 700 milljónir króna fyrir norðurljósaferðir á ári, en virði norðurljósanna er margfalt meira.
Fræg er sagan af Einari Benediktssyni,
skáldi og athafnamanni, um að hann
hafi afrekað það að selja sjálf norður-
ljósin, eða í það minnsta reynt að selja
þau. Guðjón Friðriksson sagnfræðingur,
sem gaf út ævisögu Einars segir að eftir
því sem hann komist næst sé þetta
þjóðsaga.
„Það gengu nokkuð margar sögur um
hversu ósvífinn hann væri í viðskiptum.
Hann átti að hafa selt jarðskjálfta, og
einu sinni átti hann að hafa selt jörðina Þúfu í Ölfusi. Sá sem keypti átti
að hafa farið með honum Austur, og þá á Einar að hafa bent honum á litla
þúfu. Þetta eru svona þjóðsögur sem gengu um hann,“ segir Guðjón.
„Ein af þessum þjóðsögum var um norðurljósin, en ég fann hvergi
heimildir um þetta, hvenær það kom fyrst upp. Ég gæti alveg eins trúað
því að einhver hafi búið þetta til,“ segir Guðjón.
Sögur af sölu Einars Ben
á norðurljósunum stórlega ýktar
EINAR
BENEDIKTSSON
GUÐJÓN
FRIÐRIKSSON
Engar rannsóknir hafa verið gerðar á því hversu hátt hlutfall þeirra ferða-
manna sem sækja Ísland heim að vetri til koma hingað gagngert til að sjá
norðurljósin. Í rannsókn sem fjallað er um á vef Ferðamálastofu kemur
fram að þegar ferðamenn hafi verið spurðir um hvað hafi staðið upp úr
eftir ferð til Íslands nefndu 16,1 prósent norðurljósin, þrátt fyrir að þau
sjáist aðeins hluta úr ári. Til samanburðar nefndu 11,2 prósent Geysi eða
Strokk, og 10,4 prósent Gullfoss.
➜ Einn af hverjum sex nefndi norðurljósin
Brjánn
Jónasson
brjann@frettabladid.is
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
➜ Sjónarspil Ef meta á verðmæti norðurljósanna þarf
ekki bara að meta virði þeirra ferðamanna sem koma hingað til
að skoða þau. Einnig þarf að meta hvers virði það er fyrir
Íslendinga að geta notið þessa magnaða sjónarspils. Hér sést
ljósasýning yfir Elliðavatni. Í baksýn er Elliðavatnsbærinn.
300
250
200
150
100
50
0
2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013
100.466
105.784
121.840
140.255 145.444
130.921
139.590
154.499
197.622
263.202
þús
➜ Fjöldi erlendra ferðamanna
frá október út mars