Fréttablaðið - 27.02.2014, Síða 8

Fréttablaðið - 27.02.2014, Síða 8
27. febrúar 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 8 EVRÓPUMÁL Eftir að Vinstri græn lögðu í fyrrakvöld fram þings- ályktunartillögu sína um fram- hald aðildarviðræðnanna við ESB liggja þrjár tillögur fyrir Alþingi um sama efni, sem nálgast það þó hver á sinn hátt. Þar að auki eru ýmsar aðrar hugmyndir á lofti og einnig er oft vísað til kosningaloforða Sjálf- stæðisflokksins og samstarfssátt- málans milli stjórnarflokkanna. Skýrsla Hagfræðistofnunar um stöðu viðræðnanna og tillag- an um viðræðuslit sem utanríkis- ráðherra lagði í framhaldinu fram í síðustu viku hleypti málinu svo upp og í kjölfarið komu fram til- lögur frá stjórnarandstöðunni. Meginlínurnar snúast annars vegar um hvort viðræðum verði slitið, eins og stjórnarflokkarn- ir vilja, eða hvort hún verði látin liggja óhreyfð um óákveðinn tíma og hins vegar um hvort og hvenær þjóðin eigi að fá að segja sína skoðun á málunum í þjóðar- atkvæðagreiðslu og að hverju verði þar spurt. Slit eða bið? Stjórnarflokkarnir hyggjast slíta viðræðum og hljóðar þingsálykt- unartillaga þeirra upp á það. Það sem stjórnarandstaðan leggur áherslu á er að umsókn- in verði ekki dregin til baka þar sem það mundi lengja til muna endurupptökuferlið þegar/ef póli- tískur vilji væri til staðar. Þess í stað verði fordæmi Svisslendinga fylgt og umsóknin látin liggja inni hjá ESB. Verði ferlið hafið á ný þurfi ekki að bíða samþykkis allra aðildarríkjanna. Til samanburðar leið rúmt ár frá því að Ísland lagði inn aðildarumsókn sína í júní árið 2009 þar til að aðildarviðræðurn- ar hófust. Aðkoma þjóðarinnar Skiptar skoðanir eru líka um aðkomu þjóðarinnar að ákvörðun- inni. Sjálfstæðisflokkurinn hét því í aðdraganda alþingiskosninga að framhald viðræðnanna yrði borið undir þjóðina á kjörtímabilinu, en í stjórnarsáttmálanum var ekkert látið uppi um tímasetningar, held- ur aðeins að ekki yrði haldið áfram án þjóðaratkvæðagreiðslu. Tillag- an um viðræðuslit er á sama veg. Tvær línur eru hins vegar um málið innan stjórnarandstöðunnar. Annars vegar vilja Vinstri græn kjósa fyrir lok kjörtímabilsins og hins vegar vilja Samfylking, Björt framtíð og Píratar láta kjósa um málið samhliða sveitarstjórnar- kosningunum í vor. thorgils@frettabladid.is Aðkoma þjóðarinnar í brennidepli Þrjár meginlínur eru á þingi um framhald aðildarviðræðnanna við ESB og enn fleiri eru í umræðunni. Í megindráttum snýst málið annars vegar um hvort draga eigi umsóknina til baka eða setja hana í bið og hins vegar um hver aðkoma almennings verði að framhaldinu. Á AUSTURVELLI Fjölmenn mótmæli hafa farið fram á Austurvelli síðustu daga þar sem aðalkrafan er að þjóðin fái að tjá hug sinn í þjóðaratkvæðagreislu um framhald ESB-viðræðnanna. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR ➜ Kosningaloforð Sjálfstæðis- flokksins Ekki verði gengið í ESB. Hagsmunum Íslands sé betur borgið utan sam- bandsins, en „kjós endur ákveði í þjóðaratkvæða- greiðslu á kjör- tímabilinu hvort aðildarviðræðum skuli haldið áfram“. BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is CLIO DÍSIL 3,4 L/100 KM* ÞÚ TANKAR SJALDNAR Á RENAULT FRÍTT Í STÆÐI Á MIÐBORGARSVÆÐINU RENAULT CLIO – VERÐ FRÁ 2.390.000 KR. Renault Clio er einn vinsælasti bílIinn á Íslandi. Þegar fallegt útlit, ríkulegur staðalbúnaður, úrval sparneytinna bensín- og dísilvéla, hagstætt verð og einstök ný „Dual Clutch“ sjálfskipting smellur saman er ástæðan augljós. Komdu og reynsluaktu nýjum Renault Clio. www.renault.is GE bílar Reykjanesbæ www.bilahusid.is 420 0400 Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622 Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070 IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080 E N N E M M / S ÍA / N M 6 13 10 ➜ Stjórnarsáttmáli Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks Gert verði hlé á aðildarvið- ræðum Íslands við Evrópu- sambandið og úttekt gerð á stöðu viðræðnanna og þróun mála innan sambandsins. „Ekki verður haldið lengra í aðildar- viðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðar- atkvæðagreiðslu,“ en ekkert kemur þar fram um tímasetn- ingu eða hvort boðað verði til slíkrar atkvæðagreiðslu. ➜ „Svissneska leiðin“ Umsóknin verði sett á bið um óákveðinn tíma þar til pólitískar aðstæður breytast, að fyrirmynd Svisslendinga. Hún verði þó ekki dregin formlega til baka, sem þýðir að Ísland þurfi ekki að endur- nýja samþykki allra 28 aðildarríkja ESB til að öðlast formlega stöðu sem umsóknarríki. ➜ Fundarályktun Sjálfstæðra Evrópumanna Ekki verði tekin ákvörðun í málinu fyrr en Alþjóða- málastofnun hafi gefið út skýrslu sína. „Telji menn að því búnu rétt að flytja tillögu til þingsályktunar um að slíta viðræðum við Evrópusambandið fyrir fullt og allt verði gildistaka hennar bundin samþykki þjóðarinnar í allsherjar- atkvæðagreiðslu.“ ➜ Þings- ályktunar- tillaga Vinstri grænna Formlegt hlé verði gert á aðildarviðræðum og þeim ekki haldið áfram nema að undan- genginni þjóðar- atkvæðagreiðslu sem skuli efnt til fyrir lok kjör- tímabilsins. ➜ Þingsályktunartillaga Pírata, Samfylkingar og Bjartrar framtíðar Ráðgefandi þjóðar- atkvæðagreiðsla um hvort halda skuli áfram aðildarviðræðum fari fram samhliða sveitarstjórnar- kosningum hinn 31. maí 2014. Þar svari kjósendur spurningunni „Vilt þú að stjórnvöld haldi áfram aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið?“ játandi eða neitandi. ➜ Þings ályktunar- tillaga utanríkis- ráðherra Umsókn Íslands um aðild að Evrópusam- bandinu verði dregin til baka og ekki verði sótt um aðild á nýjan leik án þess að fyrst fari fram þjóðar- atkvæðagreiðsla um hvort íslenska þjóðin stefni að aðild að Evrópusambandinu.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.