Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.02.2014, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 27.02.2014, Qupperneq 12
27. febrúar 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR FJÖLSKYLDAN | 12 Kjartan Magnússon, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, vill að leynd verði aflétt af niðurstöð- um PISA-könnunarinnar. Kjartan segir niðurstöðurnar á margan hátt merkilegar og að þær eigi ekki að vera einkamál kerfis- karlanna. Foreldrar og aðrir geti einnig dregið af þeim margvísleg- an lærdóm. Í tillögu sem Kjartan lagði fram fyrir hönd sjálfstæðis- manna á fundi skóla- og frí- stundaráðs í síðustu viku, en var ekki afgreidd, segir meðal ann- ars: „Sundurgreindar upplýsingar um árangur hvers skóla í les- skilningi, náttúrufræðilæsi og stærðfræðilæsi, verði sendar viðkomandi skólastjórnendum, skólaráði og stjórn foreldrafélags í því skyni að hvetja til upplýstr- ar umræðu um kennsluhætti og námsárangur.“ Ásgeir Beinteinsson, skóla- stjóri Háteigsskóla, er þessu ósammála. „Ég hef látið í ljós þá skoðun mína í bréfi til yfirvalda. Við vitum að börn í ákveðnum skól- um, þar sem félagsleg staða for- eldra er verri en annars staðar, munu alltaf standa verr,“ segir Ásgeir. „Kerfiskarlarnir þurfa að vita það og beita sér í umbót- um fyrir þessa ákveðnu skóla. Það væri sorglegt að birta slíkan samanburð.“ Ásgeir bendir á að unnt eigi að vera að finna leiðir til að birta opinberlega mat á einstökum skólum miðað við þær vænting- ar sem hægt er að gera til þeirra. „Öðruvísi samanburður þjónar engum tilgangi.“ Að sögn Ásgeirs eru til saman- burðarupplýsingar um skólana, sem segi heilmikið um gæði þeirra, á vef skóla- og frístunda- sviðs. - ibs Tillaga sjálfstæðismanna í skóla- og frístundaráði: Leynd verði aflétt af niðurstöðum PISA „Ég verð að viðurkenna að ég er orðin langþreytt á aðgerðaleysinu og endalausu hjali um að börnunum líði vel. Ég veit ekki betur en að það sé þverpólitísk samstaða í lögum um að skólinn tryggi að öll börn séu með lágmarksfærni og þekk- ingu. Allar undanfarnar greining- ar benda til að svo sé ekki.“ Þetta segir Þorbjörg Helga Vig- fúsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokks- ins í borgarstjórn, í kjölfar fundar skóla- og frístundaráðs í síðustu viku. Fjallað var um niðurstöður PISA- könnunarinnar á fundinum. Lítill munur var á grunnskólum í Reykja- vík í mælingum PISA 2009 og 2012. Í bókun meirihlutans um niður- stöðurnar segir meðal annars að líðan og lýðheilsa barna í reykvísk- um skólum hafi batnað jafnt og þétt síðastliðinn áratug. Tekið er fram að menntun og uppeldi barna sé lang- hlaup og að PISA taki ekki til helstu styrkleika íslenskra skóla sem er áhersla á list- og verkgreinar og þar með skapandi hugsun. Þorbjörg Helga segir að taka verði alvarlega niðurstöður um að árangur sé ekki viðunandi. „Taka þarf læsi föstum tökum og setja mælanleg markmið þann- ig að engir nemendur séu í þeirri stöðu 15 ára að geta ekki lesið sér til gagns. Jafnframt þarf að veita afburðanemendum meiri þjónustu. Gera þarf mun betur og einkum fyrir ákveðna grunnskóla borgar- innar. Það eru mikil vonbrigði að svar meirihlutans við niðurstöðun- um sé að setja enn einn starfshópinn af stað. Allar greiningar og þarfir liggja fyrir nú þegar.“ Ásgeir Beinteinsson, skólastjóri Háteigsskóla, sem er í starfshópn- um sem á að finna leiðir til að bæta námsárangur, segist í raun sam- mála málflutningi bæði meiri- og minnihlutans. „Skólinn er stundum talaður niður. Það má ekki gleyma áherslu á verk- og listgreinar. Ég fékk heim- sókn í minn skóla frá skólastjór- nendum í Evrópu sem fannst mennt- unin svo fjölbreytt að þeir höfðu á orði að sumir þyrftu ekki að fara í framhaldsnám þar sem þeir væru með svo mikla færni á mörgum sviðum. Um leið og PISA segir að gera þurfi betur, og það eigum við að taka alvarlega, megum við ekki gleyma því sem tekst vel.“ Það er mat Ásgeirs að hugsað sé allt of skammt fram í tímann þegar breytingar eru skipulagð- ar. „Það er verið að hugsa þrjú til fjögur ár fram í tímann þegar það ætti að hugsa fimm til tíu ár fram í tímann. Það tekur langan tíma að breyta skóla.“ Í nýrri aðalnámskrá er lögð meiri áhersla lögð á hæfni en áður hefur verið gert, að því er Ásgeir greinir frá. „Þetta er mikil áskorun fyrir kerfið og þar með er mikillar endurmenntunar kennara þörf. Breyta þarf mats- kerfinu og fara meira út í leiðsögn með hverjum nemanda. Auðvitað er margt af þessu í kerfinu hjá okkur en við verðum að fá tíma til að finna leiðina.“ Skólastjóranum finnst spennandi tímar fram undan en hann tekur það fram að samtal vanti á milli yfirvalda og skólayfirvalda. „Yfir- völd í Reykjavík hafa verið upp- tekin af því að breyta sjálfum sér í stað þess að hlusta á grasrótina. Svo vantar líka samtal samfélags- ins. Foreldrum er boðið á fyrir- lestra en þeir koma ekki.“ Ásgeir segir skólayfirvöld í Reykjavík einnig hafa verið upp- tekin af því að berjast við foreldra sem vilja fá að velja þjónustu í sér- skólum. „Við erum í alltof mörgum tilfellum að halda nemendum með öðruvísi samsetta greind sem við getum ekki sinnt. Við náum ekki utan um þau og maður fær þess vegna sting í hjartað á hverjum degi.“ ibs@frettabladid.is Þreytt á aðgerðaleysi og hjali um vellíðan barna Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir segir að taka verði alvarlega niðurstöður úr PISA-könnun um að árangur sé ekki viðunandi. Yfirvöld í Reykjavík þurfa að hlusta á grasrótina, segir Ásgeir Beinteinsson skólastjóri. Niðurstöður greiningar Efna- hags- og framfarastofnunarinn- ar, OECD, á niðurstöðum PISA- könnunarinnar 2012 sýna tengsl á milli árangurs nemenda og starfs foreldra. Tengslin eru mismunandi milli landa. Börn menntamanna standa sig að meðaltali best í stærð- fræði. Undantekning er þó þar á í Kólumbíu, Indónesíu, Ítalíu, Mexíkó, Perú og Svíþjóð en þar ná börn stjórnenda, eins og framkvæmdastjóra og for- stjóra, bestum árangri. Munurinn á árangri barna menntamanna og annarra nem- enda er meiri í stærðfræði en í lestri. Greining OECD sýnir að í Bandaríkjunum og Bretlandi, þar sem menntamenn eru meðal þeirra hæst launuðu í heimi, er árangur barna lækna og lög- fræðinga í stærðfræði lakari en barna ræstingafólks í Sjanghæ og Singapúr. - ibs OECD um PISA-könnun: Störf foreldra breyta árangri barna í námi Í SJANGHÆ Börn ræstingafólks í Sjanghæ standa sig betur í stærðfræði samkvæmt PISA-könnuninni en börn lækna og lögfræðinga í Bandaríkjunum og Bretlandi. NORDICPHOTOS/AFP Í RÉTTARHOLTSSKÓLA Í nýrri aðalnámskrá er lögð meiri áhersla á hæfni en áður hefur verið gert. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Það eru mikil von- brigði að svar meirihlutans við niðurstöð- unum sé að setja enn einn starfshópinn af stað. Allar greiningar og þarfir liggja fyrir nú þegar. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir borgarfulltrúi Við vitum að börn í ákveðnum skólum, þar sem félags- leg staða foreldra er verri en annars staðar, munu alltaf standa verr. Ásgeir Beinteinsson skólastjóri Háteigsskóla. UMHVERFISMÆLAR Súrefnismælar • hitamælar • pH mælar o.m.fl Veit á vandaða lausn Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16. Opið mán - fös 8.30 - 17.00 Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • Sími 580 3900 • www.fastus.is F A S TU S _H _0 5. 01 .1 4
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.