Fréttablaðið - 04.03.2014, Blaðsíða 2
4. mars 2014 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 2
ALÞINGI Á þingflokksfundum
stjórnarflokkanna í gær var mikið
rætt hvernig hægt væri að finna
lausn á ESB-málinu. Innan beggja
flokka var rætt um hugsanlegar
sættir í málinu.
Sigrún Magnúsdóttir, þingflokks-
formaður Framsóknarflokksins,
segir að sátt miði að því að menn
mætist en ekki í því að annar dragi
alfarið í land.
Hún segir að þjóðarviljinn end-
urspeglist í alþingiskosningum.
Menn hljóti að gera sér grein fyrir
því að stefna þess flokks sem vinni
kosningar, líkt og Framsóknar-
flokkurinn hafi gert síðastliðið vor,
hljóti að verða ofan á næsta kjör-
tímabil á eftir.
Innan Sjálfstæðisflokksins er,
samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins, rætt hvernig hægt sé að
róa umræðuna og ná áttum. Sumir
innan þingflokksins vilji koma til-
móts við þjóðina og standa við lof-
orðin um þjóðaratkvæðagreiðslu,
á meðan aðrir þingmenn sjái ekki
flöt á þjóðaratkvæðagreiðslu. Málið
þykir erfitt en það verði að ljúka
því með einhverjum hætti ekki síst
vegna þess að sveitarstjórnarkosn-
ingar eru fram undan og lyktir þess
gætu haft áhrif á útkomu flokksins.
„Menn eru alltaf að meta stöð-
una,“ segir Birgir Ármannsson,
formaður utanríkismálanefndar
og þingmaður Sjálfstæðisflokks-
ins, en vill ekki tjá sig frekar um
málið.
Fyrstu umræðu um tillögu
utanríkisráðherra, þess efnis að
umsókn um aðild að ESB verði
dregin til baka, verður rædd
á þingi í næstu viku. Eftir að
umræðunni lýkur fer tillagan til
utanríkismálanefndar Alþing-
is. „Umfjöllun nefndarinnar
mun svo væntanlega taka mið af
þeim umræðum og tillögum sem
komið hafa fram í þinginu,“ segir
Höskuldur Þórhallsson, þing-
maður Framsóknarflokksins.
johanna@frettabladid.is
Reyna að ná áttum
og róa umræðuna
Evrópumálin voru til umræðu á þingflokksfundum stjórnarflokkanna í gær. Inn-
an Sjálfstæðisflokksins vilja menn róa umræðuna og reyna að ná áttum. Fram-
sóknarmenn segja að sátt miði að því menn mætist einhvers staðar á leiðinni.
Forsvarsmenn ASÍ og SA segjast vel geta unað við þingsályktunartillögu
VG til að skera á hnútinn í ESB-málum. Sú tillaga hljóðar upp á að
aðildarviðræðum verði frestað á þessu kjörtímabili og að þjóðaratkvæða-
greiðsla verði haldin í lok tímabilsins um hvort þeim verði haldið áfram.
„Efnislega held ég að það sé skárra en ef þetta yrði afturkallað með
þeim hætti sem stjórnvöld leggja til, sem mér finnst alveg kolómöguleg
tillaga,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, aðspurður.
Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA, segir samtökin hafa
bent á mikilvægi skýrra valkosta. „Í þessu samhengi liggur ekki fyrir ný
peningamálastefna með krónu, sem stjórnvöld hafa boðað að til standi
að móta, og það liggja ekki fyrir áætlanir um afnám hafta. Þar af leiðandi
vitum við ekki hvernig og að hve miklu leyti okkur muni auðnast að
afnema höftin á komandi misserum, sem er mikilvægasta verkefnið fram
á veginn,“ segir Þorsteinn, aðspurður. „Að því leytinu til er þessi hug-
mynd ágæt. Að endanlegri ákvörðun í þessu mikilvæga máli sé ýtt lengra
inn á kjörtímabilið, að því gefnu að menn noti tímann vel til að móta
eða fá nýjar áherslur í peningamálum og móta áætlun um afnám hafta.“
- fb
Hlynntir ESB-tillögu Vinstri grænna
SPURNING DAGSINS
Lyfjaval.is • sími 577 1160
15%
afsláttur
af öllum pakkni
ngum
Afslátturinn gildir í mars.
Arnar, ertu ánægður með að
Reykjavíkurborg ætli að ganga í
málið?
Það er eins gott. Annars hjólum við
í þá.
Arnar Helgi Lárusson, formaður Samtaka
endurhæfðra mænuskaddaðra, vakti athygli
á að aðgengi fyrir fatlaða á Hverfisgötu væri
ábótavant. Reykjavíkurborg stefnir að því að
bæta aðgengið.
AKRANES Bæjarráð Akraneskaup-
staðar mótmælir öllum hugmynd-
um um áframhaldandi gjaldtöku
í Hvalfjarðargöngum eftir að
skuldir vegna ganganna verða
uppgreiddar. Þetta kemur fram í
tilkynningu frá bæjarráði í gær.
Miðað er við að skuldirnar
verði uppgreiddar árið 2018,
en þá mun fyrirtækið Spölur
afhenda göngin ríkinu. Bæjar-
ráð segir mikilvægt að huga að
tvöföldun ganganna en að íbúar
Akraness og Vesturlands geti
ekki einir búið við sérstakar
álögur vegna þeirra úrbóta. - bá
Fundað um Hvalfjarðargöng:
Enga gjaldtöku
eftir árið 2018
HEILBRIGÐISMÁL „Ég hef beðist
afsökunar fyrir hönd stofnunar-
innar á misheppnuðum samskipt-
um,“ segir framkvæmdastjóri Heil-
brigðisstofnunar Suðurlands í bréfi
til Persónuverndar vegna kvörtun-
ar sem þangað barst um hegðun
læknis.
Persónuvernd segir umræddan
lækni hafi brotið lög þegar hann
fór ítrekað inn í sjúkraskrá fyrr-
verandi fanga sem hann hafði sinnt.
Þegar fanginn lauk afplánun í
september 2012 lauk hann einnig
meðferð hjá lækninum og hafði
engin samskipti við hann eftir það.
Í október þetta ár kvartaði maður-
inn við framkvæmdastjóra lækn-
inga á HSU yfir framkomu lækn-
isins þegar hann var í meðferð hjá
honum um vorið það ár. Síðar kærði
hann lækninn til Persónuverndar
sem segir að þrátt fyrr að lækn-
irinn hafi þá ekki haft aðgang að
sjúkraskrá mannsins í þágu læknis-
meðferðar hafi hann flett átta sinn-
um upp í skránni í febrúar 2013.
Það hafi ekki samrýmst lögum.
Stofnunin sagði lækninn hafa vilj-
að fylgjast með hvernig manninum
vegnaði. - gar
Persónuvernd segir lækni hafa flett upp í sjúkraskrá fanga án heimildar:
Afsaki misheppnuð samskipti
HEILBRIGÐISSTOFNUN SUÐURLANDS
Fangi kvartaði undan samskiptum við
lækni og hnýsni hans í sjúkraskrá.
FRÉTTBLAÐIÐ/PJETUR
VIÐSKIPTI Um 119 milljóna króna
tap var á rekstri Íslandspósts á
síðasta ári. Heildartekjur félags-
ins uxu lítillega frá fyrra ári og
námu um 6,8 milljörðum króna
og heildareignir námu 4,8 millj-
örðum. Eigið fé nam um 2,4 millj-
örðum króna, samkvæmt tilkynn-
ingu Íslandspósts.
Þar segir að ekki verði greidd-
ur arður af rekstri félagsins
vegna ársins en að forsendur
fjárhagsáætlunar fyrir árið 2013,
sem eru á forræði stjórnenda
félagsins, hafi almennt gengið
eftir í öllum meginatriðum. - hg
Enginn arður greiddur út:
Pósturinn tapar
119 milljónum
AF ÞINGFLOKKSFUNDI Þingflokkar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks fund-
uðu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
FERÐAMÁL Færeyska flugfélagið
Atlantic Airways vonast til þess
að fá leyfi til að lenda Airbus
319-vélum sínum á Reykjavíkur-
flugvelli.
Flugfélagið mun hætta notkun
gamallar Fokker-vélar, einu vélar-
innar sem hefur leyfi til lendingar
í Reykjavík, í ágúst næstkomandi.
Undanfarnar þrjár vikur hefur
allt flug frá Færeyjum farið um
Keflavíkurflugvöll á meðan Fok-
ker-vél Atlantic undirgekkst viða-
mikla skoðun.
„Við myndum gjarnan vilja
halda Færeyingum hér áfram
eins og verið hefur undanfarna
áratugi,“ sagði Ásgeir Gunnars-
son, framkvæmdastjóri Flugfélags
Íslands, í kvöldfréttum Stöðvar 2
í gær.
Flugmálayfirvöld athuga nú
hvort veita eigi Airbus 319-vélum
Atlantic leyfi til að lenda í Reykja-
vík.
Atlantic tekur í sama streng
og Flugfélag Íslands, enda eigi
stærstur hluti farþeganna erindi
til Íslands en minnihlutinn sé í
framhaldsflugi frá Keflavík.
„Já, ef þeir fá leyfi til þess þá
vilja þeir gjarnan fljúga til Reykja-
víkur,“ segir Kurt Fossaberg, flug-
stjóri hjá Atlantic Airways. Hann
segir flugbrautirnar vera nægi-
lega langar til þess að Airbus-
vélar félagsins geti lent á þeim.
-kmu, js
Atlantic Airways segir Airbus-vélar sínar vel geta lent á Reykjavíkurflugvelli:
Færeyingar vilja lendingarleyfi
FOKKER
Færeyingar
eru hættir
að nota
Fokker-vélar
sínar og
notast við
stærri og
nýrri Airbus
319-vélar.
FRÉTTABLAÐIÐ/
GVA
BANDARÍKIN Tíðin hefur leikið íbúa austurstrandar Bandaríkjanna
ansi hreint grátt þennan veturinn þar sem kuldi og kafaldssnjór hefur
oft sett mannlíf úr skorðum. Í höfuðborginni Washington byrjaði að
snjóa snemma í gærmorgun og neyddust yfirvöld til þess að biðja fólk
um að halda sig frá þjóðvegum sem víða voru ísilagðir.
Þá var skólum lokað, strætisvagnaumferð stöðvaðist víða og ríkis-
starfsfólki í Washington og nágrenni var fyrirskipað að halda sig
heima við. - þj
Enn eru vetrarhörkur að stríða Bandaríkjamönnum:
Skólum lokað í höfuðborginni
VETRARTÍÐ Snjó kyngdi niður í Washington-borg í gær, en þessi vetur hefur verið
með eindæmum snjóþungur á austurströndinni. NORDICPHOTOS/AFP
NORÐUR-KÓREA Utanríkisráðu-
neyti Bandaríkjanna segir eld-
flaugaæfingar Norður-Kóreu
brjóta í bága við fjölda ályktana
öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.
Norður-Kórea skaut í gær-
morgun tveimur Scud-eldflaug-
um á loft frá suðausturströnd
landsins, en þær enduðu í sjónum.
Um er að ræða annað tilvikið í
þessari viku þar sem eldflaugum
er skotið á loft á sama tíma og
Bandaríkin og Suður-Kórea eru
við sameiginlegar heræfingar. - js
Skjóta upp Scud-eldflaugum:
N-Kórea storkar
öryggisráði SÞ