Fréttablaðið - 04.03.2014, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 04.03.2014, Blaðsíða 39
ÞRIÐJUDAGUR 4. mars 2014 | LÍFIÐ | 27 Besta kvikmynd 12 Years a Slave Besta leikkona í aðalhlutverki Cate Blanchett (Blue Jasmine) Besti leikari í aðalhlutverki Matthew McConaughey (Dallas Buyers Club) Besta leikkona í aukahlutverki Lupita Nyong‘o (12 Years a Slave) Besti leikari í aukahlutverki Jared Leto (Dallas Buyers Club) Besti leikstjóri Alfonso Cuarón (Gravity) Besta frumsamda handrit Her (Spike Jonze) Besta handrit byggt á áður útgefnu efni 12 Years a Slave (John Ridley) Besta lag Let it Go (Frozen) Besta kvikmyndatónlist Steven Price (Gravity) Besta listræna stjórnun The Great Gatsby Besta klipping Gravity Besta kvikmyndataka Gravity Besta hljóðklipping Gravity Besta hljóðblöndun Gravity Besta erlenda kvikmynd La grande bellezza (Ítalía) Besta heimildarmynd í fullri lengd 20 Feet from Stardom Besta stutta heimildarmynd The Lady in Number 6 Besta leikna stuttmynd Helium Besta stutta teiknimynd Mr. Hublot Besta teiknimynd í fullri lengd Frozen Bestu tæknibrellur Gravity Besta hár og förðun Dallas Buyers Club Besta búningahönnun The Great Gatsby Verðlaunahafarnir VEL AÐ VERÐLAUNUNUM KOMINN Steve McQueen leikstýrði 12 Years a Slave sem var valin besta myndin. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY SIGURVEGARI Alfonso Cuarón leik- stýrði og klippti kvikmyndina Gravity. Hér með leikkonunni Angelinu Jolie. Kvikmyndin Gravity fékk alls sjö Óskarsverðlaun á nýafstað- inni hátíð, þar á meðal fyrir bestu leikstjórn, bestu tónlist og bestu kvikmyndatöku. Kvikmyndin Dallas Buyers Club fékk þrenn verðlaun en leikararnir Matthew McConaughey og Jared Leto voru verðlaunaðir fyrir frammistöðu sína í myndinni. Þá fékk 12 Years a Slave þrenn verðlaun en hún var valin besta myndin. Teiknimyndin Frozen fékk einnig tvenn verðlaun, sem besta teiknimyndin og fyrir besta lagið, Let It Go eftir Kristen And- erson-Lopez og Robert Lopez. Fátt kom á óvart á hátíðinni en helstu tíðindin voru í heimildar- myndaflokknum þar sem mynd- in 20 Feet From Stardom hreppti hnossið en margir höfðu veðjað á myndina The Act of Killing. Kynnir á hátíðinni var spjall- þáttastjórnandinn Ellen DeGene- res sem reytti af sér brandara og setti til dæmis met í endurtístum á Twitter þegar hún tók sjálfsmynd af sér með öllum helstu stjörnum hátíðarinnar. - lkg Gravity sigurvegari kvöldsins á 86. Óskarshátíðinni Óskarsverðlaunin voru afh ent með pomp og prakt í Dolby Theater í Hollywood. Kvikmyndin Gravity sópaði til sín sjö verðlaunum. BEST Í BRANS- ANUM Matthew McConaughey var valinn besti leikarinn og Cate Blanchett besta leikkonan. Þá fengu Lupita Nyong‘o og Jared Leto verðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Gleði, litir og dásamlegur matur Um þessar mundir halda I ndverjar hina litríku Holi-hátíð. Austur-Indíafjelagið færir þér angan af gleðinni og litadýrðinni frá Indlandi með ríkulegum hátíðarmatseðli til loka mars á hreint f rábæru verði: 5.990 kr. fös. og lau. og 4.990 kr. sun. - fim. Komdu og njóttu þess besta í indverskri matargerð. Borðapantanir í 552 1630 Opið: sun.-fim. 18:00 - 22:00 fös. og lau. 18:00 - 23:00 Hverfisgata 56 Sími: 552 1630 www.austurindia.is hátíðarmatseðill 4.990kr. sun.-fim. föstudagar og laugardagar 5.990 kr. FORRÉTTUR Gosht Shikampuri Kebab Fínskorið pönnusteikt lambakjöt í blöndu af sérvöldum kryddjurtum AÐALRÉTTIR Murgh Rajasthani Maríneraðar kjúklingalundir með engiferi, hvítlauk, kúmmíni, kardimommum, negul og hvítum pipar og Kandhari Kebab Lambafillet marínerað í blöndu af rauðbeðum s, teiktum lauk, chironji-fræjum, kasjúhnetum, kúmmíni og chillíi og Aloo Rajawadi Hægeldaður grænmetisréttur með kartöflum, sesam-, caraway- og sinnepsfræjum, engiferi, hvítlauk og tómötum MEÐLÆTI Blanda af Naan-brauði Raitha jógúrtsósa Basmati-hrísgrjón EFTIRRÉTTUR Ginger Cr ème brûlée

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.