Fréttablaðið - 04.03.2014, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 04.03.2014, Blaðsíða 36
4. mars 2014 ÞRIÐJUDAGUR| LÍFIÐ | 24 LÍFIÐ ➜ DÓMNEFNDIN Karen Lind, tískubloggari og meistaranemi, og Erna Hrund, tískubloggari og sminka, eru í dómnefnd fyrir hönd Trendnets að þessu sinni. Óskarinn 2014: Tískan á rauða dreglinum Sviðsljósið fyrir Óskarinn beinist gjarnan að rauða dreglinum og fatavali stjarnanna á verðlaunahátíðinni frægu. Tískan á rauða dreglinum var fj ölbreytt í ár en þar var Lupita Nyong’o senuþjófur í glæsilegum Prada-kjól. Trendnet-bloggararnir Karen Lind og Erna Hrund tóku út tískuna á Óskarnum. EMMA WATSON Í VERU WANG Erna Hrund „Einn af mínum uppáhaldskjólum. Emma er að stimpla sig inn sem ein af tískufyrir- myndum áratugarins og vill alls ekki láta muna eftir sér sem hinni saklausu Hermione í Harry Potter. Virkilega falleg hönnun frá Veru sem er að sjálfsögðu meistari þegar kemur að kjólum. Ég verð að fá að nota tækifærið og biðja Veru um að senda mér einn svona í stærð 38, mig vantar þennan nauðsynlega.“ Karen Lind „Emma Watson er guðdómleg í kjól frá Veru Wang og það verður að viðurkennast að hún er ein af mínum uppáhalds frá Óskarnum.“ LADY GAGA Í VERSACE Erna Hrund „Halló, Jessica Rabbit! Vöxtur hennar er eins og stundaglas í þessum kjól en ég finn dáldið til með henni því hún lítur út fyrir að geta átt erfitt um andardrátt. Kjóllinn öskrar Versace og hann er alveg flottur en engan veginn minn stíll, alltof mikil hafmeyja og klúturinn er ekki góður, dáldið eins og hann sé að kæfa hana.“ Karen Lind „Lady Gaga hefur lagt helming áranna í bát. Ég bjóst við mun meira æpandi dressi frá henni þó kjóllinn sé vissulega fallegur. Slæðan virkar eins og svefnhormónið melatónín á mig, mig langar bara að sofna, svei mér þá! Nokkur mínusstig í kerlingar- kladdann vegna slæðunnar, Lady mín! Annars fær hún fullt hús stiga fyrir hár og förðun.“ CHARLIZE THERON Í DIOR Erna Hrund „Mér finnst þessi kjóll eins og sniðinn á leikkonuna, alveg fullkominn og smáatriðin gera hann frábrugðinn þessum dæmigerðu svörtu kjólum. Hálfu hlýrarnir móta efri part kjólsins á skemmtilegan hátt og mesh-efnið sem er á pilsinu dregur einhvern veginn úr þessu mikla pilsi.“ Karen Lind „Ég skil ekki hvernig Charlize Theron fer að þessu. Hún er svo náttúrulega falleg og skartar kjól frá Dior með fullkomnum hætti. Það hefði þó fullkomnað kjólinn ef svarti hluti hlýranna væru með mýkri línur.“ PHARRELL WILLIAMS Í LANVIN OG HELEN LASICHANH Erna Hrund „Mér finnst lúkkið á Pharrell algjör snilld, smellpassar við karakter hans og það er gaman þegar fólk heldur í sinn stíl á svona fínum hátíðum. Hjónin minna þó óneitanlega á Brad Pitt og Angelinu Jolie frá BAFTA-hátíðinni þar sem þau voru bæði í buxnadrögtum, Brangelina voru þó töluvert flottari, Helen er ekki alveg með þetta og dregur eiginlega bara heildareinkunnina á lúkki parsins niður.“ „Karen Lind Ó, Pharrell, takk fyrir að sleppa hattinum í þetta sinn. Nú ertu hins vegar mættur í stuttbuxum á Óskarinn og það er á hreinu að ef ég væri lögregla myndi ég ekki sekta þig fyrir þennan klæðaburð. Þú ert flottur … eða jafnvel flottastur?“ CATE BLANCHETT Í ARMANI Erna Hrund „Cate er alltaf elegant og klassísk og hún stígur sjaldan feilspor þegar kemur að klæðnaði. Mér finnst alveg magnað hvað konan eldist vel og hún verður jafnvel bara flottari og virðulegri með aldrinum. Kjóllinn er alveg einstakur og öskrar Armani. Kjóllinn hæfir svo sannarlega Óskarsverð- launahafa og styttan flotta er fullkominn fylgihlutur við hann.“ Karen Lind„Einstaklega fáguð, kvenleg og glæsileg í kjól frá Armani Privé. Hún ber nude-litinn vel en það hefði jafnvel verið skemmtilegt að sjá hana með eilítið dekkri tón á varalitnum.“ JENNIFER LAWRENCE Í DIOR Erna Hrund „Jennifer braut reglu tískuspekúlant- anna sem segir að það eigi ekki að vera í kjól sem er samlitur dreglinum. En hún komst upp með það, kjóllinn var virkilega fallegur og öfuga hálsfestin fullkomnaði lúkkið. Ég hefði viljað sjá einhverja öðruvísi hárgreiðslu, hún er dáldið kerlingarleg að mínu mati með þennan blástur. Dáldið eins og hún hafi lent í hvössum mótvindi á rauða dreglinum.“ „Karen Lind Ég tók fyrst eftir hárinu hennar Jennifer Lawrence en það er skemmtilega látlaust og afslappað að mínu mati. Kjóllinn er líka lýtalaus! Það er víst óskrifuð regla að mæta ekki í rauðum kjól á Óskarinn, og auðvitað fer Jennifer ekki eftir því enda villingur og töffari fram í fingurgóma. Til hvers að fara eftir reglum þegar maður heitir Jennifer Lawrence og getur verið í hverju sem er?“ JARED LETO Í SAINT LAURENT Erna Hrund „Snillingur í klæðnaði og flutti áhrifaríka ræðu þegar hann tók á móti styttunni sinni. Þeir eru ekki margir, karlarnir í Hollywood, sem þora að fara í einhverju öðru en dökkum jakkafötum á rauða dregilinn. Jared komst upp með þetta lúkk sem var kærkomin tilbreyting frá hinum dæmigerðu herramönnum.“ Karen Lind „What a hunk of a man! Rauða slaufan er samt eitthvað að angra mig. Hann hefði fengið 11 milljón stjörnur af fimm mögulegum hefði hann sleppt slaufunni og verið með gróft tagl og snúð. Auðvitað á ég alls ekki við fullkominn ballerínusnúð, heldur ekta rokkarasnúð!“ LUPITA NYONG‘O Í PRADA Erna Hrund „Stjarna kvöldsins, ég fékk gæsahúð þegar ég sá hana á rauða dreglinum og ég grét hástöfum þegar hún var tilkynnt sem sigurvegarinn í sínum flokki. Lupita minnti mig á eina af mínum uppáhalds Disney-prinsessum, Öskubusku, og að mínu mati er þetta kjóll sem verður lengi skráður í sögubækurnar sem einn af flottustu Óskarskjól- unum. Hárbandið fannst mér æðislegt og ég spái hárbandatrendi á næstunni.“ Karen Lind „Lupita toppar sig enn og aftur. Hún er einstaklega glæsileg í pastellitum kjól frá Prada. Hins vegar hefði mér þótt fallegra að sleppa spönginni, en spöngin er svo fyrirferðarlítil að hún hefur engin áhrif á heildarútlit Lupitu.“

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.