Fréttablaðið - 04.03.2014, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 04.03.2014, Blaðsíða 25
íslandsmót iðn- og verkgreina 2014 ●ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2014 5 ir ið tók þriggja anna nám sem endaði með avík, auk þess að vera verktaki hjá Exton í kfræðigreina árið 2012. „Þar áttum við að ra höfðu keppendur fengið þremur mán- tt lítillega fyrir keppnina. Ég fór full rólega aginn eftir þegar ég var betur undirbúinn.“ a sem tóku þátt í heimsmeistaramóti rið 2013. „Þar vann maður við gjörólíkar l dæmis í 30 stiga hita. En þetta var mikil r atti ég kappi við 32 keppendur frá jafn ninni hérlendis segir Börkur aðstæður ega út og framtíðarhorfur eru góðar. Ágústa Ýr Sveinsdóttir útskrifaðist sem rafvirki frá FB árið 2011. Hún hefur starfað sem rafvirki á Grænlandi og Íslandi og auk þess fengið að kynnast ólíkum aðstæðum rafvirkja á Indlandi. „Það var eiginlega alveg óvart að ég varð rafvirki. Mig hafði langað til að læra sýning- arstjórnun en til þess þurfti ég að byrja á að taka grunnnám í rafvirkjun,“ segir Ágústa Ýr en þegar til kom fannst henni rafvirkj- unin svo skemmtileg að hún hætti alveg við sýningarstjórnunardrauminn. „Rafvirkjanámið er mjög aðgengilegt og félagsskapurinn var mjög góður og þetta átti allt mjög vel við mig,“ segir Ágústa sem stundaði námið í fjarnámi við Fjölbrauta- skólann í Breiðholti. Fyrst grunnnámið og síðan sérnámið í framhaldinu en þar valdi hún rafvirkjun fremur en rafeindavirkjun þar sem hún taldi hana bjóða upp á meiri fjölbreytni. Rafvirkjun hefur þótt fremur karllæg grein en Ágústa var þó ekki eina stelpan í skólanum. „Ég og önnur stelpa fylgdumst að allt námið og svo sótti ég tíma með tveimur öðrum sem voru á undan og eftir mér á ári.“ HENTAR VEL STELPUM Eftir að skólanum lauk hóf Ágústa starfs- nám hjá ÍSAL. „Þar fékk ég að prófa allt milli himins og jarðar og fékk smjörþef- inn af því að starfa sem rafvirki,“ segir Ágústa sem ber fyrirtækinu vel söguna. „Það var mjög gott að læra þar enda var lögð áhersla á að ég lærði alltaf eitthvað nýtt, fundin krefjandi verkefni fyrir mig og allt útskýrt mjög vel fyrir mér,“ segir Ágústa sem telur rafvirkjun að mörgu leyti henta stelpum mjög vel. „Maður getur dá- lítið valið sitt starfssvið og því þarf þetta ekki að vera líkamlega erfitt. Ég hef þó allt- af unnið í iðnaði þar sem sumt er líkamlegt en í dag er áhersla lögð á að nota hjálpar- tæki eins og krana og lyftara þegar lyfta þarf þungum hlutum og því þarf ekki að nota mikið afl. Ég hef í það minnsta aldrei lent í vandræðum.“ ÖNNUR VINNUMENNING Á INDLANDI Ágústa lauk sveinsprófi í júní 2011 og ákvað í framhaldinu að ferðast í hálft ár um heiminn. „Flestum sem ég hitti þótti áhugavert að ég væri rafvirki. Ég var á Indlandi um skeið og þá æxlaðist það þann- ig að ég eyddi heilum degi með indversk- um rafvirkja og fylgdist með störfum hans. Þetta er allt annar heimur en við þekkjum en mjög skemmtilegur. Hann kom og sótti mig á mótorhjólinu sínu um morguninn og við ókum á milli heimila. Mér kom á óvart hversu lítið er hugað að öryggi. Hér heima vinnur maður til dæmis alltaf með ein- angruð skrúfjárn en það gerði hann ekki, svo var hann ekkert að hafa fyrir því að slá út rafmagninu þegar hann var að vinna í því,“ lýsir Ágústa en skemmtilegast fannst henni þó að þau fengu hvergi að hefja vinnu fyrr en búið var að sitja með fjölskyldunni og drekka tebolla. „Yfirleitt fór hálftími í það áður en hægt var að gera það smá viðvik sem beið.“ EINANGRUN Í GRÆNLANDI Þegar Ágústa kom heim fór hún að vinna sem rafvirki hjá íslensku fyrirtæki í Ilul- issat á Grænlandi. „Við unnum við að reisa virkjun fyrir hina grænlensku „Landsvirkj- un“. Þetta var mjög skrítin reynsla og tók oft á. Maður var þarna í fjórar vikur í senn og með takmarkað samband við umheim- inn,“ segir Ágústa sem var eina konan í hópnum. „Ég þroskaðist mikið bæði vinnu- lega séð og sem persóna enda þurfti maður að læra að sníða sér stakk eftir vexti enda ekki aðgangur að öllum verkfærum sem þurfti á hverjum tíma og því þurfti að skipu- leggja sig vel.“ GÓÐUR GRUNNUR FYRIR FREKARA NÁM Ágústa vinnur enn hjá sama fyrirtæki en nú sem verktaki á sínum gamla lærdóms- stað ÍSAL. „Við erum að byggja nýtt hreinsi- virki,“ segir hún glaðlega. Þó henni líki starfið er hún ekki viss um að hún muni verða eilíf í greininni. „Þetta er mjög fróðlegt og er mjög góður undirbún- ingur fyrir margar framhaldsgreinar í há- skóla,“ segir Ágústa sem útilokar ekki frek- ara nám í framtíðinni, líklega í verkfræði eða tæknifræði. „Þeir verk- og tæknifræð- ingar sem hafa iðnmenntun í grunninn eru mjög eftirsóttir.“ Vann sem rafvirki á Grænlandi Ágústa Ýr Sveinsdóttir vinnur sem rafvirki og vinnur nú við að reisa nýtt hreinsivirki. MYND/ÁGÚST Þorsteinn Eyfjörð er átján ára nemandi á félagsvísindabraut Kvennaskólans í Reykjavík. Þorsteinn leggur einnig stund á raftónlistarnám og situr í ritstjórn Framhaldsskólablaðsins. „Ég valdi Kvennaskólann vegna orðspors- ins. Þetta er metnaðarfullur, heimilislegur og krúttlegur skóli þar sem kennarar þekkja nemendur og styðja vel við bakið á þeim,“ segir Þorsteinn sem var í kröggum með skóla- val fram á síðasta dag þegar kom að vali á framhaldsskóla eftir grunnskólanám. „Ég valdi bóknám því ég hef mikinn áhuga á félagsfræði, mannfræði og samfélagsmál- um. Bóknám varð einnig fyrir valinu vegna þess að grunnskólarnir leggja ríkari áherslu á bóknám umfram verknám og helst við vinsæl- ustu skólana. Því er beinlínis haldið að nem- endum að verknám sé þrepi neðar og að þeir sem ekki eru sterkir námsmenn eigi að fara á verknámsbraut.“ Þorsteinn telur grundvallarmisskilning liggja í áróðri grunnskólanna. „Þennan misskilning þarf auðvitað að upp- ræta og hvetja í stað þess unglinga til að velja sér nám eftir áhugasviði í stað þess að elt- ast við ákveðna skóla. Unglingar taka gjarn- an mið af hópnum og því skiljanlegt að þeir keppist um inngöngu í vinsælustu skólana. Því þarf að hvetja þá til sjálfstæðra ákvarð- ana, gera þeim ljóst að þeir hafi val og að ekk- ert sé athugavert við að velja annað en norm- ið. Við búum enda við mikinn jöfnuð í skóla- kerfinu á Íslandi og finnum hvarvetna gott nám.“ Þorsteinn segist viss um að sér hefði liðið vel í hvaða framhaldsskóla sem er enda sé markmið skólanna og hagur að láta nemend- um líða og líka vel. „Mér líður afskaplega vel í Kvennó og finn mig vel í bóknámi en sé nú að möguleikarn- ir liggja annars staðar líka. Orðinn eldri og þroskaðri hefði ég ugglaust valið mér nám eftir áhugasviði og þá miklar líkur á að ég hefði farið í annan framhaldsskóla. Ég hef þó fyrst og fremst löngun til að læra og finn að ég er alltaf að takast á við ný, spennandi og áhugaverð efnistök.“ Eitt af því sem réð úrslitum hjá Þorsteini þegar kom að skólavist í Kvennaskólanum var möguleiki á að ljúka stúdentsprófi á þremur árum. „Það þótti mér spennandi kostur og hyggst ljúka stúdentsprófinu á þremur árum. Eftir stúdentinn ætla ég að taka ársfrí til að ljúka raftónlistarnámi, vinna og ferðast um heim- inn. Íslenskt nútímasamfélag krefst þess ekki af mér að ljúka einu námi og finna mér ævi- starf því tengt það sem eftir er. Ég get lært allt mögulegt sem mun nýtast í hverju sem ég tek mér fyrir hendur og sé fyrir mér að starfa við eitthvað félagsfræðitengt en líka hvers kyns listir. Nám er aldrei sóun því það nýt- ist hvað með öðru og á meðan tækifæri gefst ætti maður að læra eins mikið og hægt er.“ Nám er aldrei sóun Þorsteinn Eyfjörð við Kvennaskólann í Reykjavík. MYND/DANÍEL g 2013 ar, Börkur Guðmundsson, Laufey na, Worldskills, í Leipzig í fyrra. rafmagni hreinlega heppinn að drepa mig ekki en ppaði mig ekki,“ segir Börkur Guðmundsson MYND/ÚR EINKASAFNI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.