Fréttablaðið - 04.03.2014, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 04.03.2014, Blaðsíða 1
FRÉTTIR MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012 Þriðjudagur 14 VÍTAMÍNBOMBATómatar eru afar hollir og góðir. Litlu kirsuberjatómat- arnir eru svo ljúffengir að þeir eru upplagðir sem milli- biti. Í tómötum er A-, C-, K- og B6-vítamín auk magn- esíns og trefja svo eitthvað sé nefnt. Allt gott fyrir heilsuna og betri líðan. Tómata er hægt að nota á marg- víslegan hátt í matargerð. R oseberry er náttúrulegt þrívirkt efni gegn blöðrubólgu sem hefur verið fáanlegt hérlendis sl. 2 ár. Blöðrubólga er algengur kvilli og fá kon-ur hana mun oftar en karlar. Sennilega má rekja hærri tíðni meðal kvenna til þess að þær hafa mun styttri þvag-rás en karlar. Roseberry hentar bæðikonum og körlum einkenni að taka inn þrjár töflur á dag í þrjátíu daga en þeir sem vilja fyrir-byggja þennan kvilla taka inn eina til tvær töflur. Gott er að taka töflurnar áður en farið er að sofa. Roseberry er fáanlegt í fle ttek h ÞJÁIST ÞÚ AF BLÖÐRUBÓLGU?GENGUR VEL KYNNIR Roseberry er öflug, fljótvirk og fyrirbyggjandi lausn gegn blöðrubólgu sem hentar fyrir alla. ROSEBERRY Inniheldur þykkni úr trönuberjum með háu hlutfalli af PAC sem er virkasta efnið í þykkninu. Skipholti 29b • S. 551 0770 NÝTT – NÝTTHLAÐBORÐ Í HÁDEGINU TILBO 2 SÉRBLÖÐ Fólk | Íslandsmót iðn- og verkgreina 2014 Sími: 512 5000 4. mars 2014 53. tölublað 14. árgangur Vilja róa umræðuna Þingflokkar ríkisstjórnarflokkanna funduðu í gær um málefni tengd ESB. Innan raða sjálfstæðismanna er vilji til að reyna að ná áttum og róa umræðuna 2 3.400 íbúðir banka og sjóða Íbúðalánasjóður á um 2.000 íbúðir og bankarnir um 1.400. Á milli 400 og 500 eru taldar standa auðar. 2 Deila um Norðurhálsa Ölfus sendir til umsagnar breytingu á skipulagi til að OR geti nýtt heitt vatn á Norður- hálsum. Minnihlutinn er ósáttur. 6 Vilja svör um norskan lax Erfða- nefnd landbúnaðarins krafin um svör af Landssambandi veiðifélaga. 12 MENNING Gæsahúð aftur og aftur! Óperan Ragnheið- ur fær fimm stjörnur. 22 LÍFIÐ Íslensk hljómsveit hitar upp fyrir Justin Timber lake. 34 SPORT Ekki eðlilegt að sinna bæði starfi formanns og framkvæmdastjóra. 42 Svaraðu hrey kallinu & TAKTU ÞÁTT Í MOTTUMARS Opið til kl. 21 í kvöld Faxafeni 11 • Sími 534 0534 Finndu okkur á Saltkjöt og baunir á tilboði SKOÐUN Heiðar Már Guð- jónsson skrifar um galla haftakerfis. 17 Bolungarvík 1° NA 4 Akureyri 0° A 3 Egilsstaðir 5° A 7 Kirkjubæjarkl. 4° A 6 Reykjavík 3° V 5 VÍÐA ÚRKOMA Í dag verður vestlæg átt með éljum eða slydduéljum V-til en norðaustan 8-15 m/s og rigning eða slydda A-til. Hiti 0-7 stig. 4 STJÓRNSÝSLA „Ég skil ekki hvernig það varð- ar almannaöryggi hvort einhver standi í forræð- isdeilu, eigi í nágranna- erjum eða hversu mikið viðkomandi skuldi í hús- inu sínu. Það gerir flug- manninn ekki að óheiðar- legum eða hættulegum manni,“ segir Hafsteinn Pálsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflug- manna (FÍA). Aðalfundur félagsins gagnrýnir harðlega laga- frumvarp innanríkisráð- herra sem veitir embætti ríkislögreglustjóra heim- ildir til að afla persónu- legra upplýsinga um flug- menn. Fullyrðingu FÍA um aðför að starfsöryggi og afkomu félags- manna er hafnað af ríkislög- reglustjóra og í tilkynningu vegna málsins, sem birt var á vef embættisins, er áréttað að bakgrunnsathuganir „eru til þess ætlaðar að efla öryggi í flugi og á flugvöllum og eru samkvæmt alþjóðakröfum um flugvernd“. - ebg / sjá síðu 10 Atvinnuflugmenn gagnrýna lagafrumvarp innanríkisráðherra harðlega: Telja vegið að starfsöryggi sínu ÚKRAÍNA Ástandið á Krímskaga nálgaðist suðupunkt í gær þar sem Rússar höfðu lokað aðgangi megin- lands Úkraínu að skaganum og til- kynnt áform um að byggja brú yfir sundið til Rússlands. Rússneski herinn hafði í gær í reynd náð öllum Krímskaga á sitt vald, þótt úkraínskir hermenn á skaganum hafi ekki verið búnir að gefast upp. Krímskagi tilheyrði lengi Rússlandi og þar er rússnesk flotastöð. Rússar báru hins vegar í gær til baka fréttir um að þeir hefðu gefið úkraínskum hermönnum á Krím- skaga lokafrest þangað til klukk- an þrjú í nótt, eða fimm að staðar- tíma, til að gefast upp. Rússneska fréttastofan Interfax hafði full- yrt að Alexander Vitko, yfirmaður Svartahafsflota rússneska sjóhers- ins, hefði sett Úkraínumönnum þennan lokafrest. Vesturlönd hafa fordæmt aðgerð- ir Rússa og hvatt þá til að fara held- ur samningaleiðina. Engar raddir hafa heyrst um að Vesturlönd telji til greina koma að senda herlið til Úkraínu en refsiaðgerðir gegn Rússum hafa komið til tals. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna var kallað saman á neyðarfund í gærkvöld þar sem sendifulltrúi Rússlands las meðal annars tilkynn- ingu frá Janúkovitsj, sem var settur af sem forseti Úkraínu á dögunum. Janúkovitsj kallaði þar eftir því að Rússar sendu herlið inn í Úkraínu meðal annars til að stuðla að friði og stöðugleika og vernda úkraínsku þjóðina. Angela Merkel Þýskalandskansl- ari lét þau orð falla í gær að Pútín gæti hafa misst öll tengsl við raun- veruleikann, en Rússar segjast vera að verja rússneskumælandi íbúa Úkraínu gegn öfgahægriöflum sem hafi tekið völdin í Úkraínu. - gb, þj / sjá síðu 8 Krímskagi nú á valdi Rússa Inngrip Rússa á Krímskaga vekur hörð viðbrögð alþjóðasamfélagsins, en fátt bendir til þess að vopnavaldi verði beitt á næstunni. Rússar hafa náð undir sig meginhluta skagans og hyggjast byggja brú yfir til Rússlands. HAFSTEINN PÁLSSON Þýska tímaritið Der Spiegel velti í gær upp þremur líklegustu möguleik- unum í stöðunni í Úkraínu. ■ Stríð milli Rússa og Úkraínumanna. ■ Samningaviðræður með þátttöku Vesturlanda og alþjóðastofnana til að ná sáttum milli úkraínskra stjórnvalda og Rússa. ■ Úkraína liðast smám saman í sundur. Rússar hafi Krímskaga á valdi sínu til frambúðar og hertaka mögulega önnur svæði í austurhluta landsins. Telja líklegast að Úkraína liðist í sundur FAGNAR HERMÖNNUM Rússneskir hermenn streymdu inn á Krímskaga í gær, að sögn úkraínskra landamæravarða, þar sem deilurnar milli Rússlands og stjórnvalda í Úkraínu náðu nýjum hæðum. Þessi mynd var tekin þar sem um 1.000 manns umkringdu úkraínska flotastöð nærri Simferopol. Alþjóðasamfélagið veltir því nú fyrir sér hvernig bregðast megi við án þess að vopnuð átök brjótist út. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.